útsögun á hlið kassans

Svara
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

útsögun á hlið kassans

Póstur af odinnn »

núna er ég að fara að skera þetta risa gat úr kassanum mínum með stingsög. hvort er betra að saga innan eða utan frá? og hvernig finnst ykkur flottast að ganga frá svona glugga? molding? skrúur? eða bara sílikonkítti? einnig vitiði hvernig sárið verður? þarf að pússa þetta eitthvað niður?

P.S. veit einhver hvað drewel (eða eitthvað (þetta er svona borvél sem maður heldur á eins og penna)) er á íslensku? og hvort það er til á íslandi?
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

án þess að hafa gert þetta þá myndi ég segja:
Saga utan frá
setja gúmmíkant á þetta
alltílagi að pússa aðeins, þarf varla ef að maður notar gúmmíkant
lestu eldri þræði, það er búið að tala um þetta "drewel"(eða var það ekki dremel?) hérna áður
og það er til á íslandi
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Póstur af Fletch »

ég hef gert þetta,
mín ráðlegging, farðu varlega!!

auðvelt, sérstaklega í lokin, að missa borinn þannig að hann hoppi til og rispi kassann.. farðu því mjög varlega þegar þú ert að vera kominn í gegn

Fletch
Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Atlinn »

ef þú gerir þetta sjálfur þá geturu gert þetta.
1. Getur notað stingsög með blaði til a saga í járn, þá geturu sett þykt teip á hliðina til að rispa hana ekki, sem sagt sagar utanfrá og getur bara tekið lítinn bor svona 3-4 mm og borað nokkur göt, til dæmis í öll horn og svoleiðis og notað svo stærri bor til að stækka götin, og galdurinn er (þegar maður er að bora í járn) er að bora hægt til að borinn hitni ekki mikið, ef hann hitnar mikið missir hann bitið mjög fljótt.
2. Notað svokallað Dremmel, kann ekki Íslenska orðið yfir þetta en þetta er svona eins og lítill fræsari sem minnir á borvél, þá geturu bara sagað þetta beint (þá á að nota sög í þetta það er líkt og skífa sem er í slípirokk bara minni eða eins og lítið hrínglótt sagarblað) þarf ekkert að bora neitt, og sagar þetta utanfrá en lætur sögina vinna þekki íta of fast.
3. Getur farið með þetta á eitthvað málmverkstæði, og látið saga það verður náttúrulega best enda vanir mann en það kostar líklega eitthvað, svo gætir bara beðið þangað til skólinn byrjar og farið með þetta í Iðnskólann eða eitthvað.

4. Til að festa gluggann þá eru nokkrar leiðir mjög líklega þarf að pússa eitthvað kvort sem þú notir einhvern gúmmí kant eða eitthvað annað eins og að skrúfa þetta fast eða líma. Ef þú ætlar að nota gúmmí kant, þá veit ég ekki hvar hann fæst en þú getur örugglega fengið eitthvað í Húsasmiðjunni eða Byko eða jafnvel Tölvistanum þeir eru nú komnir með slatta af mod dóti. Ef þú ætlar að skrífa þetta þá þarf að pússa brúnina vel og þá líklega skemmist liturinn á kassanum þannig að ég mæ´li hiklaust með því að nota gúmmikant ef þú ætlar ekki að sprayja kassann uppá nýtt. En ef þú etlar að spraya kassann uppá nýtt þá skaltu saga áður en þú sprayjar hann og þú skalt pússa sagarfarðum mjöj vel, þannig að þú getir strokið hendinni með sagarfarinu án þess að skera þig, svo geturu keypt í öllum helstu svona iðnaðarverslunum bolta og rær og þú getur sprayjað þær í sama lit og kassann eða einhverjum öðrum eða keypt krómaða bolta. Ef þú ætlar að líma glerið þá er Jötungrip gott (fara eftir leiðbeinigum) eða bara eitthvert annað lím eins og svona límbyssulín og límkýtti. ef þú límir gluggann í þá þarftu að pússa hann vel eins og ef þú myndir skrúfa hann í...

vonandi geriru þetta og ég vona að þetta hafi eitthvað hjalpað.
gangi þér vel
hah, Davíð í herinn og herinn burt
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Póstur af odinnn »

takk atlinn. ég fer í þetta einhvertíman eftir mánaðarmótin og reyni að koma með myndir einhvertíman eftir það.

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

en samt odinn, þá er mjög góð grein á http://metku.net þar er einhver grein um þetta mér sjálfum finnst hún allveg ágæt.
Svara