Hvort er ég betur settur með SFFPC eða fartölvu?

Svara

Höfundur
blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Hvort er ég betur settur með SFFPC eða fartölvu?

Póstur af blitz »

Er að tæma skrifstofuna til að rýma fyrir barni nr 2. Munum vera með lítið skrifborð inni í alrýminu með 27" skjá ásamt tölvu.

Er að velta fyrir mér að setja saman SFF-PC vél í in-win chopin kassa eða taka refurbished vél frá Dell. Kostnaðurinn er c.a. sá sami. Hvort væri ég betur settur með SFF vél eða laptop m.v. neðangreinda specca?

SFF:
Ryzen 2400G
16gb DDR4 3000mhz
500gb m2 SSD
in-win Chopin
Noctua NH-l9a

Laptop:
i5-8300H
16gb 2666mhz ram
500gb m2 SSD
Nvidia GTX 1050ti

Vélarnar eru báðar með svipað "footprint" á skrifborðinu nema að in-win kassinn er auðvitað hærri. Það er ekki sérstakt issue fyrir mig að geta fært fartölvuna eitthvað, hún yrði alltaf á sama stað á skrifborðinu tengd í skjáinn.

Mér sýnist örgjafarnir vera sambærilegir en 1050ti kortið í fartölvunni er talsvert öflugra en Vega11 sem kemur með 2400g. Vélin verður hins vegar ekki nýtt sérstaklega í leiki. Helsta sem SFF vélin hefur yfir fartölvuna er möguleikinn á því að uppfæra.
PS4
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hvort er ég betur settur með SFFPC eða fartölvu?

Póstur af worghal »

það auðvitað ágætis bónus að geta vippað með sér fartölvunni ef þörf er á
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Höfundur
blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Hvort er ég betur settur með SFFPC eða fartölvu?

Póstur af blitz »

worghal skrifaði:það auðvitað ágætis bónus að geta vippað með sér fartölvunni ef þörf er á
Rétt, en fartölvan sem ég hef notað sl. 4 ár hefur verið á sama stað allan þann tíma.
PS4

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Hvort er ég betur settur með SFFPC eða fartölvu?

Póstur af Mossi__ »

Kosturinn sem eg sé við lappann er að þá gætiru fært þig til innanhúss sem utan (frelsi er kostur, sérstaklega þegar maður á tvö skrípi). og þá geturu líka verið með tvo skjái.

Þessir speccar á báðum vélum mun duga þónokkurn tíma.
Svara