Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Svara

Höfundur
kelson
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 04. Jan 2019 10:46
Staða: Ótengdur

Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af kelson »

Hæ!

Bý í risíbúð og þarf í dag að hlaupa niður tvær hæðir til að hleypa fólki inn sem er pirrandi. Ég vil helst komast hjá því að þræða dyrasíma upp eða vera með svoleiðis unit yfir höfuð. Ég get samt ekki skipt um skrá og fengið mér svona snjallskrá þar sem ég deili hurðinni með öðrum íbúum (þ.m.t. mjög gömlum manni).

Langar semsagt að kaupa mér snjalldyrabjöllu (nest/ring eða sambærilegt) og geta buzzað fólk inn með símanum án þess að skipta um skrá/hurðalæsingu. Vitiði um einhverjar lausnir á þessu vandamáli?

Takk!

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af Dúlli »

Þarft alltaf að skipta um skrá, getur ekki snjallt vætt venjulega "Skrá" hef skipt um nokkrar.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af Sallarólegur »

Eina sem mér dettur í hug er eins og sumarbústaðir og Airbnb íbúðir, þar sem lykill er geymdur í læstu hólfi við dyrnar.

Fólk hleypir sér þá inn og skilar lyklinum í boxið.
Viðhengi
lock.jpg
lock.jpg (146.9 KiB) Skoðað 1357 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
kelson
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 04. Jan 2019 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af kelson »

Ok, það er alveg pæling.

Haldiði að hægt sé að hafa dyrasíma bara við dyrnar á jarðhæðinni (þarf þá ekki að þræða upp) og gera e-ð arduino/raspberry pi blackmagic þannig ég set straum á hurðarofann með símanum (rétt eins og ég væri að ýta á hurðaopnunartakkann á dyrasímanum)?

Það er sama wifi-ið alla leiðina upp í ris til mín ef það skiptir einhverju máli.

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af Dúlli »

kelson skrifaði:Ok, það er alveg pæling.

Haldiði að hægt sé að hafa dyrasíma bara við dyrnar á jarðhæðinni (þarf þá ekki að þræða upp) og gera e-ð arduino/raspberry pi blackmagic þannig ég set straum á hurðarofann með símanum (rétt eins og ég væri að ýta á hurðaopnunartakkann á dyrasímanum)?

Það er sama wifi-ið alla leiðina upp í ris til mín ef það skiptir einhverju máli.
Þú þarft alltaf að gefa lásnum "Boð" um að opna/hleypa.

Mæli með að skoða það sem @Sallarólegur sagði, það lítur út fyrir að vera sniðug lausn.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af Icarus »

Hvað með bara Danalock?
Skjámynd

izelord
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af izelord »

kelson skrifaði:Ok, það er alveg pæling.

Haldiði að hægt sé að hafa dyrasíma bara við dyrnar á jarðhæðinni (þarf þá ekki að þræða upp) og gera e-ð arduino/raspberry pi blackmagic þannig ég set straum á hurðarofann með símanum (rétt eins og ég væri að ýta á hurðaopnunartakkann á dyrasímanum)?

Það er sama wifi-ið alla leiðina upp í ris til mín ef það skiptir einhverju máli.

Þú ert á réttri leið. Raunhæfasta leiðin er að setja upp dyrasíma læsingu (e. electric strike door lock). Þannig skiptir sílenderin eða læsingin á hurðinni engu máli, heldur ertu að opna læsingu á dyraumgjörðinni. Þetta er læsingin sem er notuð í fjölbýlishúsum þegar fólk er að "buzza" mann inn.

Þú vildir ekki fara þessa leið til að þurfa ekki að þræða allan fjandann upp í ris og það er alveg hægt að komast hjá því. Vandamál #1 er að komast í rafmagnið fyrir læsinguna. Þú þarft að komast í rafmagn og geta komið straumbreyti fyrir. Ef það er hægt þá þarftu bara eitthvað relay til að "opna" læsinguna, þe. eitthvað sem getur tengt tvo víra fyrir þig. Raspberry PI, Arduino, ESP8266 osfrv. geta það hæglega. Þá er eftir eitthvað til að koma boðum í eitthvað af þessum möguleikum, hvort sem það er með RF eða WiFi. Ég færi líklega þá leiðina að nýta Node-RED með t.d. MQTT. Það fer eftir því hvort þú viljir nota símann þinn til að buzza inn eða einhverskonar takka sem sendir MQTT boð. Með Node-RED ertu líka búinn að leysa dyrabjöllu pælingu, þú einfaldlega setur upp Telegram bot sem sendir þér skilaboð þegar einhver ýtir á takkann niðri....svo safnaru öllum triggerum í influxDB og keyrir tölfræði á það eða setur upp í Grafana til að átta þig á því hvenær flestar heimsóknir eru, svona til að sjá hvenær dags þú ættir að vera heima, en þú ert þá þegar kominn í holuna og þá hefur þú engan tíma til að taka við heimsóknum hvort eð er.
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af russi »

Er hægt að buzza fólk inn eða var það hægt annarsstaðar í húsinu eða hefur alltaf þurft að opna handvirkt?

Ef svo er þá ætti þetta ekki að vera neitt mál, gætir hugsanlega reddað þessu með relay. Það eru til ethernet-relay og líka wifi relay sem þú tengist inná með ýmsum hætti svo þú getir opnað eða lokað relayinu svo buzzið fari af stað.

Hef ekki skoðað hvernig RPi eða Arduino haga sér í þessu, held þau hafi hvorugt innbyggt relay í sér þó þau gætu sent boð á relay um breytta stöðu.

Viðbót: Já eða það sem Izelord segir

vgud
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 02. Des 2010 17:27
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af vgud »

Fann þessa umræðu
https://community.smartthings.com/t/how ... ke/21187/9

Electric door strike lock með powesupply og svo snjöll innstunga. Ekki brjálað flókin leið til að leysa þetta.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af arons4 »

vgud skrifaði:Fann þessa umræðu
https://community.smartthings.com/t/how ... ke/21187/9

Electric door strike lock með powesupply og svo snjöll innstunga. Ekki brjálað flókin leið til að leysa þetta.
Sama leið og er í hefðbundnum öryggiskerfum, nema þar er hurðajárnið vírað að kerfinu. Gallinn við að gera þetta svona í innstungu er að það er ekkert varaafl á þessu, þannig ef það slær út þegar enginn er heima eða rafmagnið fer þá er hurðin bara ólæst og jafnvel fíkur upp eftir því hvernig hún er. Eins virkar þetta ekki á þriggja punkta læsingar sem eru í flestum nýlegum útihurðum á íslandi.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjalldyrabjöllur og hurðaopnun án þess að vera með snjalllás

Póstur af Sallarólegur »

arons4 skrifaði: Gallinn við að gera þetta svona í innstungu er að það er ekkert varaafl á þessu, þannig ef það slær út þegar enginn er heima eða rafmagnið fer þá er hurðin bara ólæst og jafnvel fíkur upp eftir því hvernig hún er.
Fer bara eftir því hvað þú kaupir: https://en.wikipedia.org/wiki/Electric_strike
Electric strikes are generally available in three configurations:
  • Fail-secure. Also called fail-locked or non-fail safe. In this configuration, applying electric current to the strike will cause it to unlock. In this configuration, the strike would remain locked in a power failure, but typically the mechanical lock can still be used to open the door from the inside for egress from the secure side. These units can be powered by alternating current, which will cause the unit to buzz, or DC power, which offers silent operation, except for a "click" while the unit is powered.
  • Fail-safe. Also called fail-open. In this configuration, applying electric current to the strike will cause it to lock. It operates the same as a magnetic lock would. If there is a power failure, the door opens merely by being pushed or pulled. Fail-safe units are always operated with direct current.
  • Hold-open. In this configuration, an electric current is applied to the strike, causing it to unlock and remain unlocked until it is used. As soon as the strike has been used, it goes back to standard locked position. This is used in many residential, commercial and industrial applications, the Hold-open function ease usage because the powering of the strike and the opening of the strike do not need to be exactly synchronized.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Svara