Samkeppni við Símann og Vodafone?

Svara
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég er að tala um muninn á 28kbps og 20mbps..

hraðara er alltaf hraðara.

20mbps er ekkert svo svakalega hratt. tildæmis er innanhústengingin í vinnunni hjá mér 100mbps, og ég þarf oft að býða eftir gögnum.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

Þeir hjá Hive verða að takmarka niðurhalið með einhverjum hætti svo þeir fari ekki á hausinn (sbr. póstana mína frá því að ofan).

Hinsvegar er hægt að líta svo á að niðurhalið sé nokkuð ótakmarkað þegar lítið álag er á kerfinu eins og á nóttunni - tilvalið að ná í stórar skrár á þeim tíma.

Þið getið bara alls ekki ætlast til þess að þið megið ná í gögn stanslaust á Hive-tengingunni því slíkt kostar stórpening fyrir fyrirtækið.
Maður sem væri stanslaust að ná í 1 Mbit á sekúndu myndi t.d. kosta fyrirtækið yfir hundrað þúsund krónur á mánuði.
Ef einhver myndi fullnýta 20Mbit/s tengingu í einn og hálfan dag myndi það sömuleiðis kosta yfir 100.000 kr. fyrir Hive.

En ef einhverjum dytti í hug að ná í 100 GB af gögnum en passa sig jafnframt á að gera það aðeins þegar lítið álag væri á tengingu Hive við umheiminn (á nóttunni) myndi það hinsvegar ekki kosta Hive nema eitthvað smáræði.
Vandamálið er bara að það er spurning hvort það verður einhver dauður tími á útlandatengingu Hive ef allir eru að reyna að fullnýta tenginguna sína?

Ég bara skil ekki hvernig þið getið kallað það ósanngirni hjá Hive að setja einhver eðlileg takmörk á notkuninni svo þeir fari ekki á hausinn. Afhverju ætti Hive að niðurgreiða netnotkunina hjá ykkur?

gnarr: hraðara er endilega ekki hraðara í tilfelli Hive. Ef útlandatengingin er aðeins 10 Mbit/s skiptir engu máli hvort netnotandinn er með 20Mbit/s eða 10Mbit/s ADSL-tengingu. Sömuleiðis yrði 10Mbit/s langt frá því að vera 10 sinnum hraðara en 1Mbit/s í tilfelli Hive þegar kemur að niðurhali frá útlöndum.
Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Staða: Ótengdur

Póstur af daremo »

skipio skrifaði:Þið getið bara alls ekki ætlast til þess að þið megið ná í gögn stanslaust á Hive-tengingunni því slíkt kostar stórpening fyrir fyrirtækið.
Maður sem væri stanslaust að ná í 1 Mbit á sekúndu myndi t.d. kosta fyrirtækið yfir hundrað þúsund krónur á mánuði.
Ef einhver myndi fullnýta 20Mbit/s tengingu í einn og hálfan dag myndi það sömuleiðis kosta yfir 100.000 kr. fyrir Hive.

þú ert eitthvað að misskilja. enginn internet þjónustuaðili borgar fyrir gagnamagn, heldur leigja þeir línu fyrir ákveðna upphæð á ári.
síminn er bara búinn að stimpla það svo rækilega inn í hausinn á okkur íslendingum að gagnamagn kostar mikla peninga, en það er kjaftæði.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

skipio skrifaði:Þið getið bara alls ekki ætlast til þess að þið megið ná í gögn stanslaust á Hive-tengingunni því slíkt kostar stórpening fyrir fyrirtækið.


skrítið að maður megi ekki ná í eins mikið og maður vill hjá fyrirtæki sem auglýsir að hjá þeim megi maður ná í eins mikið og maður vill.
"Give what you can, take what you need."

Binninn
Ofur-Nörd
Póstar: 208
Skráði sig: Fös 14. Mar 2003 00:32
Staða: Ótengdur

Gagnamagn

Póstur af Binninn »

'EG talaði við tæknimann HIVE og reyndi að fá út úr honum hvað mikið download væri svo mikið til að það yrði takmarkað.. og hann gat ekki sagt mér nákvæmlega.
Ég spurði hann hvort það magn sem ég er að dl innanlads núna 40 - 50 GB á mánuði væri í lagi. og hann sagði með forundran... "hva ekki meira..."
hann sagði ennfremur að allt upp að 90-100 GB yrði í lagi...

Og ég segi fyrir hvern er það ekki nóg ?

þó að það væri ekki nema 40 GB væri það snilld....

Með bestu kveðju
Binninn

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Icarus »

þessir starfsmenn hive virðast bara ekki geta gefi skýr svör, ég hef sent allskonar e-mail á þá með spurningum og þeir virðast alltaf fara undan ef svörin henta þeim ekki...

virðist vera voða loðið eitthvað...

KinD^
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:01
Staðsetning: VKóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af KinD^ »

einsog gnarr vitnaði í ... er hive.is búnir að lofa öllu góðu með því að bjóða uppá frítt utanlands og netfrelsi og kvaðeinað og downloada einsog maður vill.... svo koma þeir með eithvað svona skítablett í skilmálan um að þeir áskili sér þann rétt að cappa tenginguna ef maður er að fullnýta bandvíddi sem maður er búinn að borga fyrir
mehehehehehe ?

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Ef þeir eru að segja að maður geti sótt 90-100gb á mánuði ætti fólk ekkert að vera að væla.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Icarus »

hahallur skrifaði:Ef þeir eru að segja að maður geti sótt 90-100gb á mánuði ætti fólk ekkert að vera að væla.


hvað er svona erfitt hahallur ? þeir lofa manni 8mb tengingu og þá vill ég fá að fullnýta hana fyrir þann pening sem ég borga án þess að þeir fari að cappa mig.

Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Póstur af Amything »

Magnað hvað sumir geta kvartað. Finnst persónulega eðlilegur skilmáli og eflaust hægt að finna hjá flestum ISPum. Hér er t.d. Speakeasy sem ég fann af handahófi.

"If you utilize any of your Speakeasy services in a manner which consumes excessive bandwidth or affects Speakeasy's core equipment, overall network performance, or other users' services, Speakeasy may require that you cease or alter these activities."

Í tilfelli Hive er þetta mun mikilvægara í ljósi þess að þeir eru þeir einu sem bjóða uppá frítt download. Þar af leiðandi hæglega hægt að misnota það fyrir vini o.s.frv. Proxy anyone?
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

daremo skrifaði:
skipio skrifaði:Þið getið bara alls ekki ætlast til þess að þið megið ná í gögn stanslaust á Hive-tengingunni því slíkt kostar stórpening fyrir fyrirtækið.
Maður sem væri stanslaust að ná í 1 Mbit á sekúndu myndi t.d. kosta fyrirtækið yfir hundrað þúsund krónur á mánuði.
Ef einhver myndi fullnýta 20Mbit/s tengingu í einn og hálfan dag myndi það sömuleiðis kosta yfir 100.000 kr. fyrir Hive.

þú ert eitthvað að misskilja. enginn internet þjónustuaðili borgar fyrir gagnamagn, heldur leigja þeir línu fyrir ákveðna upphæð á ári.
síminn er bara búinn að stimpla það svo rækilega inn í hausinn á okkur íslendingum að gagnamagn kostar mikla peninga, en það er kjaftæði.

Ég er alls ekkert að misskilja neitt!!! Ég veit vel að Hive borgar ekki fyrir gagnamagn heldur leigir fasta tengingu - málið er bara að þessi tengingi er MJÖG dýr! Skoðaðu það sem ég er búinn að skrifa svona milljón sinnum hér á undan!
En það er stór misskilningur að halda að Hive þurfi ekki að borga fyrir það ef notkunin er mjög mikil. Eins og ég sagði myndi notandi sem nær stanslaust í 1 Mbit/s kosta fyrirtækið yfir hundrað þúsund kr. á mánuði því þetta 1 Mbit/s er að sjálfsögðu ekki hægt að nota fyrir aðra notkun á meðan og því þyrfti tengingin til útlanda að vera svo og svo mikið öflugri.
Last edited by skipio on Þri 30. Nóv 2004 11:36, edited 1 time in total.
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

gnarr skrifaði:
skipio skrifaði:Þið getið bara alls ekki ætlast til þess að þið megið ná í gögn stanslaust á Hive-tengingunni því slíkt kostar stórpening fyrir fyrirtækið.


skrítið að maður megi ekki ná í eins mikið og maður vill hjá fyrirtæki sem auglýsir að hjá þeim megi maður ná í eins mikið og maður vill.

Þeir hafa ekki auglýst á þann hátt. Þeir hafa auglýst frítt download sem er ekki það sama og ótakmarkað download. Þeir hafa þar að auki tekið fram í skilmálum og skýrt frá því nokkuð greinilega að notkunin kunni að verða takmörkuð ef hún fer fram úr hófi.
Last edited by skipio on Þri 30. Nóv 2004 16:02, edited 3 times in total.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Amything skrifaði:Þar af leiðandi hæglega hægt að misnota það fyrir vini o.s.frv. Proxy anyone?

bíddu ha? má ég nú ekki setja upp proxy á tengunni minni? Hvernig misnotkun er það? En ef maður setur upp FTP server handa vinum sínum, er það líka ,,misnotkun"? En ef að ég vill hósta heimasíðu með stórum myndum?
hahallur skrifaði:Ef þeir eru að segja að maður geti sótt 90-100gb á mánuði ætti fólk ekkert að vera að væla.

Neinei, ef að það stæði í skilmálum að fólk mætti downloada a.m.k 90-100GB á mánuði þá ætti það ekki að vera vandamál, en á meðan það er ekki í skilmálunum og þeir geta ákveðið hvað er ,,óeðlilegt álag" eftir sinni hentisemi þá þykir mér það heldur slappt.
skipio skrifaði:Þið getið bara alls ekki ætlast til þess að þið megið ná í gögn stanslaust á Hive-tengingunni því slíkt kostar stórpening fyrir fyrirtækið.

Ég bara skil ekki hvernig þið getið kallað það ósanngirni hjá Hive að setja einhver eðlileg takmörk á notkuninni svo þeir fari ekki á hausinn. Afhverju ætti Hive að niðurgreiða netnotkunina hjá ykkur?

Þeir eiga vitaskuld ekki að gera það, en ef að maður má ekki nota bandvíddina og tenginguna sína einsog maður vill þá verða þeir að taka skýrt fram hvað má og hvað má ekki.

En á öðrum nótum; hvað er upload hraðinn á þessum tenginum?

ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Staða: Ótengdur

Póstur af ParaNoiD »

1,5 mb ul
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

ParaNoiD skrifaði:1,5 mb ul

öllum? :shock:

Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Póstur af Amything »

MezzUp skrifaði:
Amything skrifaði:Þar af leiðandi hæglega hægt að misnota það fyrir vini o.s.frv. Proxy anyone?

bíddu ha? má ég nú ekki setja upp proxy á tengunni minni? Hvernig misnotkun er það?


Finnst þér það eðlileg notkun að setja upp proxy server fyrir vini og vandamenn sem hafa ekki frítt download? Jáhá.

ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Staða: Ótengdur

Póstur af ParaNoiD »

MezzUp skrifaði:
ParaNoiD skrifaði:1,5 mb ul

öllum? :shock:

jamm skildist það á þeim

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

skipio skrifaði:Ég er alls ekkert að misskilja neitt!!! Ég veit vel að Hive borgar ekki fyrir gagnamagn heldur leigir fasta tengingu - málið er bara að þessi tengingi er MJÖG dýr! Skoðaðu það sem ég er búinn að skrifa svona milljón sinnum hér á undan!
En það er stór misskilningur að halda að Hive þurfi ekki að borga fyrir það ef notkunin er mjög mikil. Eins og ég sagði myndi notandi sem nær stanslaust í 1 Mbit/s kosta fyrirtækið yfir hundrað þúsund kr. á mánuði því þetta 1 Mbit/s er að sjálfsögðu ekki hægt að nota fyrir aðra notkun á meðan og því þyrfti tengingin til útlanda að vera svo og svo mikið öflugri.

Afhverju ertu svona viss um að þeir geti ekki borgað þetta með mánaðargjöldunum? Eins og þú hefur sagt þá vinnuru ekki hjá símafyrirtæki og mér finnst þessvegna ólíklegt að þú getir fengið aðgang að bókhaldinu hjá þeim til að reikna út rekstrarkostnað. Ég viðurkenni alveg að 8.333.333 á mánuði er mikill peningur en þeir hljóta að hafa reiknað með því að þurfa að borga það.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Amything skrifaði:
MezzUp skrifaði:
Amything skrifaði:Þar af leiðandi hæglega hægt að misnota það fyrir vini o.s.frv. Proxy anyone?

bíddu ha? má ég nú ekki setja upp proxy á tengunni minni? Hvernig misnotkun er það?


Finnst þér það eðlileg notkun að setja upp proxy server fyrir vini og vandamenn sem hafa ekki frítt download? Jáhá.

Vitaskuld er það afskaplega eðlilegt. Hver er munurinn á því að hann fái að tengjast í gegnum proxy og ef að hann kemur með tölvuna heim til manns? En ef maður er með tölvuna sína heima hjá honum, má maður þá nota proxy heima hjá sér eða?
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

gumol skrifaði:
skipio skrifaði:Ég er alls ekkert að misskilja neitt!!! Ég veit vel að Hive borgar ekki fyrir gagnamagn heldur leigir fasta tengingu - málið er bara að þessi tengingi er MJÖG dýr! Skoðaðu það sem ég er búinn að skrifa svona milljón sinnum hér á undan!
En það er stór misskilningur að halda að Hive þurfi ekki að borga fyrir það ef notkunin er mjög mikil. Eins og ég sagði myndi notandi sem nær stanslaust í 1 Mbit/s kosta fyrirtækið yfir hundrað þúsund kr. á mánuði því þetta 1 Mbit/s er að sjálfsögðu ekki hægt að nota fyrir aðra notkun á meðan og því þyrfti tengingin til útlanda að vera svo og svo mikið öflugri.

Afhverju ertu svona viss um að þeir geti ekki borgað þetta með mánaðargjöldunum? Eins og þú hefur sagt þá vinnuru ekki hjá símafyrirtæki og mér finnst þessvegna ólíklegt að þú getir fengið aðgang að bókhaldinu hjá þeim til að reikna út rekstrarkostnað. Ég viðurkenni alveg að 8.333.333 á mánuði er mikill peningur en þeir hljóta að hafa reiknað með því að þurfa að borga það.

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara? Ertu að segja að ég sé að efast um að Síminn/Og Vodafone kunni að reka netþjónustu eða að Hive kunni það?

Allavega, til að endar nái saman fyrir 155 Mbit/s tengingu, ef við miðum við 8000 kr. að meðaltali í áskriftartekjur á mann á mánuði, þarf í það minnsta 2000 áskrifendur (reiknum með 100% overhead ofan á útlandatenginguna, semsagt 16 millur í heildarkostnað á mánuði, sem er mjög varlega áætlað). Ef við miðum jafnframt við að meðalálagið á tengingunni megi ekki fara yfir 70% (líka mjög varlega áætlað) gæti hver notandi náð í 17 GB á mánuði. Auðvitað myndu sumir ná í minna og aðrir meira en að meðaltali mætti hver ekki ná í meira en 17 GB til að dæmið gangi upp m/v þessar forsendur.
Þetta eru mjög grófir útreikningar en það er hægt að sjá af þeim að það er mjög hæpið að bjóða upp á ótakmarkað niðurhal frá útlöndum m/v aðstæður í dag nema auðvitað að flestir haldi sig langt innan við 17 GB í niðurhal á mánuði sem kann auðvitað vel að vera.
Ennfremur er Hive ekki ennþá komið með 155Mbit/s tengingu til útlanda, svo ég viti til, heldur eru þeir með talsvert minni tengingu í dag og minni tengingar eru hlutfallslega dýrari en stórar tengingar.

Annars er það eina sem ég er að segja er að m/v núverandi kostnað við útlandatengingar er ekki hægt að bjóða upp á niðurhal frá útlöndum nema með einhverjum takmörkunum. Hive ætlar augljóslega að takmarka útlanda-niðurhalið þótt þeir beiti reyndar annars konar takmörkunum en Síminn og Og Vodafone og þótt verðið verði kannski talsvert hagstæðara hjá Hive fyrir þá sem hala miklu niður frá útlöndum.
Ef Hive hefði ætlað að bjóða upp á ókeypis og ótakmarkað niðurhal m/v núverandi aðstæður hefði ég hinsvegar sagt þá vera brjálaða. En þeir eru bara ekki að gera það samkvæmt því sem þeir sjálfir segja.
Last edited by skipio on Þri 30. Nóv 2004 16:06, edited 1 time in total.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

skipio skrifaði: Þeir hafa auglýst frítt download sem er ekki það sama og ótakmarkað download.


Þá er ogVodafone með alveg jafn "frýtt" download.

það er frýtt download með öllum tengingum hjá þeim og þar að auki er meira frýtt download á sunnudögum.

þetta frýa download er reyndar takmarkað, en það er líka takmarkað hjá hive. svo að þetta er sami skíturinn.
"Give what you can, take what you need."

Guffi
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2003 16:44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af Guffi »

Hmm ég var nú að hringja niður í hive og þeir seigja að það sé ekkert takmark á utanlands.Og annað það er ekki ekkert mál að láta open læsta routerinn bara færð hann fyrst svo þegar tenging er kominn í hús þá redda þeir þessu fyrir mann :D .Ekki nema hive hafi verið að ljúga að mér

ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Staða: Ótengdur

Póstur af ParaNoiD »

ég er enn að bíða og það gerist líklega ekkert í dag :(
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

gnarr skrifaði:
skipio skrifaði: Þeir hafa auglýst frítt download sem er ekki það sama og ótakmarkað download.


Þá er ogVodafone með alveg jafn "frýtt" download.

það er frýtt download með öllum tengingum hjá þeim og þar að auki er meira frýtt download á sunnudögum.

þetta frýa download er reyndar takmarkað, en það er líka takmarkað hjá hive. svo að þetta er sami skíturinn.

Ekki takmarkað með sama hætti; Og Vodafone miðar við 500 MB á hverjum sunnudegi en Hive myndi líklega frekar skoða hvort þú værir að nota tenginguna óhóflega á álagstímum.

Í grunninn ætti Hive þó að vera eitthvað ódýrari en hinir þótt ég myndi halda að það muni koma eitthvað niður á gæðum þjónustunnar.

En auðvitað væri fínt ef fólk drífur sig yfir til Hive til að sjá hvernig þjónustan verður hjá þeim.

E.S. Frýtt er ekki orð.

Guffi
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2003 16:44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af Guffi »

það er nátturulega bara þannig ef að sem flestir fara yfir þarf maður ekki að hafa áhyggjur af að vera nota tenginguna óhoflega því að eftir aðstæðum muni þeir skella sér á stærri skerf í sæstrengnum :D
Svara