Snjallheimili - Perur eða rofar?
-
Höfundur - Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Snjallheimili - Perur eða rofar?
Fór að spá í þetta varðandi lýsingu fyrir snjallheimili, og hef verið að velta þessu fyrir mér.
Meikar einhvern sense að vera að skipta út öllum perum fyrir snjallperur? Svo þegar peran er "búin/springur" þá er allur "smart" búnaðurinn farinn á haugana og það þarf að byrja allt klabbið upp á nýtt, kaupa nýja peru með radióbúnaði, para aftur, tengja fjarstýringu og vesen. Þetta er IKEA leiðin. Er þetta ekki algjört rugl?
Á maður ekki frekar að kaupa smart-wall switches og nota venjulegar perur? Skipta út rofunum fyrir rofa sem tengjast í höbb? Geta slökkt bæði á veggnum með rofanum og í appinu/höbbinum?
Hjá mér eru til dæmis oft 2-6 perur á hverjum rofa. Dýrt spaug. Kannski sniðugra að kaupa snjallperu ef það er bara ein pera sem hver rofi kveikir á.
Nota bene þá hef ég engan áhuga á lituðum perum sem láta íbúðina mína líta út eins og hóruhús.
Er ég alveg úti á þekju? Bara pæling.
Meikar einhvern sense að vera að skipta út öllum perum fyrir snjallperur? Svo þegar peran er "búin/springur" þá er allur "smart" búnaðurinn farinn á haugana og það þarf að byrja allt klabbið upp á nýtt, kaupa nýja peru með radióbúnaði, para aftur, tengja fjarstýringu og vesen. Þetta er IKEA leiðin. Er þetta ekki algjört rugl?
Á maður ekki frekar að kaupa smart-wall switches og nota venjulegar perur? Skipta út rofunum fyrir rofa sem tengjast í höbb? Geta slökkt bæði á veggnum með rofanum og í appinu/höbbinum?
Hjá mér eru til dæmis oft 2-6 perur á hverjum rofa. Dýrt spaug. Kannski sniðugra að kaupa snjallperu ef það er bara ein pera sem hver rofi kveikir á.
Nota bene þá hef ég engan áhuga á lituðum perum sem láta íbúðina mína líta út eins og hóruhús.
Er ég alveg úti á þekju? Bara pæling.
- Viðhengi
-
- home-control-wall-switch.jpg (46.21 KiB) Skoðað 2169 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Ert bara að hugsa þetta nokkuð rétt finnst mér.
Ég hef farið hybrid leiðina. Er með allskonar ljós og lampa sem henta ekkert fyrir snjallperur, hef sett snjalla rofa þar. Svo nota ég snjallperur, bæði Hue og Tradfri í önnur ljós þar sem það hentar betur, t.d. í lampa hjá krökkunum, í innfelld halogen stæði í lofti og annað.
Notast ekkert við litina, finnst það ljótt eins og þér En nota þetta mikið allt saman til að stilla senur, dimma ljós, láta ákveðin ljós fara on/off ef ég er að gera ákveðið þegar ég kveiki á sjónvarpinu, útiljós sem fara on/off eftir sólargangi og allskonar fleira.
Ég hef farið hybrid leiðina. Er með allskonar ljós og lampa sem henta ekkert fyrir snjallperur, hef sett snjalla rofa þar. Svo nota ég snjallperur, bæði Hue og Tradfri í önnur ljós þar sem það hentar betur, t.d. í lampa hjá krökkunum, í innfelld halogen stæði í lofti og annað.
Notast ekkert við litina, finnst það ljótt eins og þér En nota þetta mikið allt saman til að stilla senur, dimma ljós, láta ákveðin ljós fara on/off ef ég er að gera ákveðið þegar ég kveiki á sjónvarpinu, útiljós sem fara on/off eftir sólargangi og allskonar fleira.
-
Höfundur - Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Ah, hugsaði ekki út í lampa og svoleiðis. Útiljós eflaust líka sniðug í svona snjallperulausn.
En þá komum við að stóra vandamálinu, fólk má ekki slökkva með takkanum á lampanum eða útiljósinu, þá hættir snjallperan að virka.
Ætla allavega að fara að skoða eitt stykki SmartThings rofa fyrir þessi 6 ljós í loftinu.
En þá komum við að stóra vandamálinu, fólk má ekki slökkva með takkanum á lampanum eða útiljósinu, þá hættir snjallperan að virka.
Ætla allavega að fara að skoða eitt stykki SmartThings rofa fyrir þessi 6 ljós í loftinu.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Sammála Wicket. Það eru kostir og gallar við bæði. Ég er með mix af þessu tvennu. Helling af Hue perum og Hue compatible perum (Tradfri og InnR). Líka með nokkra Z-Wave modules inn í rofadósum, sem eru tengdir Smartthings.
Helsta vandamálið við svona snjallrofa er að það þarf að vera búið að draga núll niður í rofadósina, sem er kannski normið í dag? Var a.m.k ekki hjá mér (c.a 40 ára gamalt húsnæði). Ég þurfti að græja það í þá rofa sem ég setti svona module í.
Helsta vandamálið við svona snjallrofa er að það þarf að vera búið að draga núll niður í rofadósina, sem er kannski normið í dag? Var a.m.k ekki hjá mér (c.a 40 ára gamalt húsnæði). Ég þurfti að græja það í þá rofa sem ég setti svona module í.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 993
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Endast perurnar ekki í 20 - 25.000 klst.? Miðað við 5 klst. notkun á dag þá ætti hver pera að endast í ca. 14 ár. Er þetta það mikill kostnaður miðað við endinguna á þessu? Ég ætti kannski ekki að segja mikið, ég er í svo lítilli íbúð
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
ég er einmitt líka með SmartThings og innbyggða gaura í dósunum sem voru fyrir, skipti ekki út tökkunum sem fyrir voru.
Er reyndar líka með Fibaro The Button fyrir krakkana í sínum herbergjum.
Er reyndar líka með Fibaro The Button fyrir krakkana í sínum herbergjum.
-
Höfundur - Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Lost me att núllhagur skrifaði: Helsta vandamálið við svona snjallrofa er að það þarf að vera búið að draga núll niður í rofadósina, sem er kannski normið í dag? Var a.m.k ekki hjá mér (c.a 40 ára gamalt húsnæði). Ég þurfti að græja það í þá rofa sem ég setti svona module í.
https://manuals.fibaro.com/content/manu ... pdf#page=7
- Viðhengi
-
- fibaroSwitch.PNG (50.66 KiB) Skoðað 2094 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Hann er væntanlega að tala um neutral.Sallarólegur skrifaði:Lost me att núllhagur skrifaði: Helsta vandamálið við svona snjallrofa er að það þarf að vera búið að draga núll niður í rofadósina, sem er kannski normið í dag? Var a.m.k ekki hjá mér (c.a 40 ára gamalt húsnæði). Ég þurfti að græja það í þá rofa sem ég setti svona module í.
https://manuals.fibaro.com/content/manu ... pdf#page=7
PS4
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Myndi alltaf fara í rofa frekar en perur, og svo fyrir lampa eða annað fara í eitthvað eins og þetta. Færi sammt aldrei í rofa eins og þú linkaðir í fyrsta póstinum þar sem tenglaefnið passar ekki við restina af húsinu.
https://www.vesternet.com/z-wave-aeon-l ... tch-6-gen5
Margir þessara rofa virka án núll en annars er minnsta mál í heimi að bæta núllinu við. Gallin við z-wave sammt er hversu dýrt það er, zigbee eða wifi er mun ódýrara. Hef sammt ekki fundið góð zigbee relay sem passa inní rofadósir
1stk z-wave £40.00 https://www.vesternet.com/z-wave-fibaro ... tch-2-gen5
4stk wifi €39.00 https://shelly.cloud/product/shelly-1-open-source/
Þó það fari sammt ekki á milli mála að z-wave búnaðurinn sé nánast alltaf vandaðri.
https://www.vesternet.com/z-wave-aeon-l ... tch-6-gen5
Margir þessara rofa virka án núll en annars er minnsta mál í heimi að bæta núllinu við. Gallin við z-wave sammt er hversu dýrt það er, zigbee eða wifi er mun ódýrara. Hef sammt ekki fundið góð zigbee relay sem passa inní rofadósir
1stk z-wave £40.00 https://www.vesternet.com/z-wave-fibaro ... tch-2-gen5
4stk wifi €39.00 https://shelly.cloud/product/shelly-1-open-source/
Þó það fari sammt ekki á milli mála að z-wave búnaðurinn sé nánast alltaf vandaðri.
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Ég er með Hue og Tradfri í bland í öllum ljósum í íbúðinni svo nota ég Sonoff basic á lampa og ljósin í innréttinguna í eldhúsinu , svo er lítið hvítt teip yfir rofunum þannig það sé ekki fiktað í þeim , Hreyfiskynjari stýrir ljósunum á baðinu en Hue fjarstýring stýrir ljósunum í stofunni og almenna rýminu, svefnherbergin eru síðan með Xiaomi Aqara takka , tölvuherbergið er með takka en líka skynjari á hurðinni sem kveikir ljósið þegar maður opnar hurðina. Ég er líka með Samsung family hub ískáp sem er tengdur Smartthings, þannig þegar ég opna hurðina á honum á kvöldin/nóttinni þá kveiknar led borði undir eldhús skápunum til að lýsa manni. Síðan er að sjálfsögðu hægt að nota Alexa til að stýra ljósunum líka
Annað með munin á að vera með rofa eða perur er að það er alveg sparnaður að vera með Led í öllum ljósum í stað þessarar hefðbundu peru sem er kannski 60w þó menn spái kannski lítið í því hér á íslandi
Annað með munin á að vera með rofa eða perur er að það er alveg sparnaður að vera með Led í öllum ljósum í stað þessarar hefðbundu peru sem er kannski 60w þó menn spái kannski lítið í því hér á íslandi
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Núll eða Neutral. Táknað með N á þessu wiring diagrami sem þú póstar.Sallarólegur skrifaði:Lost me att núllhagur skrifaði: Helsta vandamálið við svona snjallrofa er að það þarf að vera búið að draga núll niður í rofadósina, sem er kannski normið í dag? Var a.m.k ekki hjá mér (c.a 40 ára gamalt húsnæði). Ég þurfti að græja það í þá rofa sem ég setti svona module í.
https://manuals.fibaro.com/content/manu ... pdf#page=7
-
- Nörd
- Póstar: 148
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Þetta er líklega eitt aðal vandamálið í dag. Við erum að færast nær snjall-lausnum en við erum bundin bæði af búnaði og vana.
Hvað varðar upphaflegu pælinguna með rofar vs perur og mögulegt vandamál þegar peran væri dauð, þá er það í raun ekki vandamál. Perurnar lifa það lengi að það litla ómak sem það er að para upp á nýtt verður í heildina minna vandamál en að skipta í sífellu út gamla glóþræðinum.
Ég tel helsta vandamálið snúast um það hvaða "kerfi" menn binda sig. Sum kerfi geta talað við önnur á meðan önnur geta verið ansi lokuð og þal. með færri möguleika. Fleiri möguleikar bjóða upp á frekara flækjustig en það getur valdið skerðingu á þjónustu þegar og ef kerfin frjósa. Þá eru sum kerfin aðeins í boði með cloud aðgangi og þá getur verið ansi fúlt þegar samband glatast við netþjón sem veldur því að heimilið er dautt.
Sumir velja að fara þá leið að skipta rofunum út fyrir snjallrofa, sem eru í takmörkuðu framboði. Auðveldast væri ef þeir væru með rafhlöðu, eins og fjarstýringar þar sem oftast þarf að draga neutral í dósina sem gamli rofinn var í. Sumir eru tengdir þannig að þeir stjórna rafmagninu í peruna meðan aðrir senda aðeins boð og peran er sítengd. Mér hugnast frekar fyrri kosturinn þar sem slíkur búnaður virkar alltaf, hvort sem kerfið er í hönki eður ei.
Sjálfur er ég með zwave, wifi og zigbee perur, zwave skynjara og tengingu við skynjara öryggiskerfisins. Kerfið er umfangsmikið og flókið og stundum upplifir maður sig sem í starfi kerfisstjóra á eigin heimili. Vandamál númer eitt hefur verið skortur á framboði í snjallrofum. Ég hef beitt zwave dimmer module sem tengist á bak við hefðbundna rofa en sumar dósir eru einfaldlega það þröngar að sá kostur er ekki í boði. Þá vantar núllið í flestar dósir.
Þá er það spurning með virknina ef maður er með snjallrofa og peru. Það hefur áhrif á virknina þar sem gera þarf ráð fyrir virkni á rofanum áður en boð eru send í peruna. Sérstaklega ef peran er af "fire and forget" tegund sem gefur ekki stöðumeldingar frá sér.
tldr; Þetta er frumskógur en það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að perurnar séu að deyja.
Hvað varðar upphaflegu pælinguna með rofar vs perur og mögulegt vandamál þegar peran væri dauð, þá er það í raun ekki vandamál. Perurnar lifa það lengi að það litla ómak sem það er að para upp á nýtt verður í heildina minna vandamál en að skipta í sífellu út gamla glóþræðinum.
Ég tel helsta vandamálið snúast um það hvaða "kerfi" menn binda sig. Sum kerfi geta talað við önnur á meðan önnur geta verið ansi lokuð og þal. með færri möguleika. Fleiri möguleikar bjóða upp á frekara flækjustig en það getur valdið skerðingu á þjónustu þegar og ef kerfin frjósa. Þá eru sum kerfin aðeins í boði með cloud aðgangi og þá getur verið ansi fúlt þegar samband glatast við netþjón sem veldur því að heimilið er dautt.
Sumir velja að fara þá leið að skipta rofunum út fyrir snjallrofa, sem eru í takmörkuðu framboði. Auðveldast væri ef þeir væru með rafhlöðu, eins og fjarstýringar þar sem oftast þarf að draga neutral í dósina sem gamli rofinn var í. Sumir eru tengdir þannig að þeir stjórna rafmagninu í peruna meðan aðrir senda aðeins boð og peran er sítengd. Mér hugnast frekar fyrri kosturinn þar sem slíkur búnaður virkar alltaf, hvort sem kerfið er í hönki eður ei.
Sjálfur er ég með zwave, wifi og zigbee perur, zwave skynjara og tengingu við skynjara öryggiskerfisins. Kerfið er umfangsmikið og flókið og stundum upplifir maður sig sem í starfi kerfisstjóra á eigin heimili. Vandamál númer eitt hefur verið skortur á framboði í snjallrofum. Ég hef beitt zwave dimmer module sem tengist á bak við hefðbundna rofa en sumar dósir eru einfaldlega það þröngar að sá kostur er ekki í boði. Þá vantar núllið í flestar dósir.
Þá er það spurning með virknina ef maður er með snjallrofa og peru. Það hefur áhrif á virknina þar sem gera þarf ráð fyrir virkni á rofanum áður en boð eru send í peruna. Sérstaklega ef peran er af "fire and forget" tegund sem gefur ekki stöðumeldingar frá sér.
tldr; Þetta er frumskógur en það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að perurnar séu að deyja.
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Það sem stendur í mér að fara útí þetta er:
- Staðlar - Kerfi sem þú kaupir í dag getur verið "úrelt" eftir fáein ár ef þú veðjar á vitlausan staðal (zigbee, wifi etc) og getur ekki verið samhæft öðrum IoT hlutum.
- Varahlutir - Ekkert er jafn pirrandi og kaupa "kerfi" og síðan eftir fáein ár fást ekki varahlutir þegar hlutirnir bila eða það er komin ný gerð sem er ekki backwards compatible.
- Sala á eign - Þetta getur bæði verið plús og mínus þegar verið er að selja eign með svona kerfi (fer eftir kaupanda hvort hann fíli svona kerfi).
- Bilanir - Ef miðlægir hlutar bila (s.s fjarstýring eða rofar) þá getur það tekið tíma að bilanagreina og laga það (með tilheyrandi ljósleysi mögulega).
- Ávinningur - Hvaða "vandamál" er verið að leysa með því að fara útí svona ljósastýringar (með tilheyrandi kostnaði og umstangi) fyrir útan "kúl"-factorinn?
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Zigbee staðallinn er ekkert að fara hverfa.. né Zwave
það góða við þessi "kerfi" er að þú ert ekki bundin við einn ákveðin framleiðanda þannig ólíklegt að þú fáir ekki varahlut , kaupir einfaldlega frá öðrum framleiðanda samskonar búnað ef hinn er hættur að framleiða þá
Ef ég sel íbúðina þá tek ég einfaldlega perurnar og skynjarana með mér í þá næstu, er ekkert stórmál
það er ekki verið að leysa neitt vandamál, bara auðvelda sér lífið, ég td ýti á einn takka í símanum þegar ég fer út að heiman og þá læsist íbúðin, öll ljós slokkna og þjófavarna kerfið fer á vörð , á miðnætti fer kerfið á vörð sjálfkrafa á ytri skynjara semsagt hurðum og gluggum, og útidyrahurðin læsist ef hún er ekki læst og svo framvegis, allskonar þægindi og hugmyndaflugið bara það eina sem stöðvar mann í rauninni
það góða við þessi "kerfi" er að þú ert ekki bundin við einn ákveðin framleiðanda þannig ólíklegt að þú fáir ekki varahlut , kaupir einfaldlega frá öðrum framleiðanda samskonar búnað ef hinn er hættur að framleiða þá
Ef ég sel íbúðina þá tek ég einfaldlega perurnar og skynjarana með mér í þá næstu, er ekkert stórmál
það er ekki verið að leysa neitt vandamál, bara auðvelda sér lífið, ég td ýti á einn takka í símanum þegar ég fer út að heiman og þá læsist íbúðin, öll ljós slokkna og þjófavarna kerfið fer á vörð , á miðnætti fer kerfið á vörð sjálfkrafa á ytri skynjara semsagt hurðum og gluggum, og útidyrahurðin læsist ef hún er ekki læst og svo framvegis, allskonar þægindi og hugmyndaflugið bara það eina sem stöðvar mann í rauninni
-
Höfundur - Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Snjallheimili - Perur eða rofar?
Ég held einmitt að þetta leysi allskonar vandamál.
Til dæmis ágætis ráð að prufa, gegn skammdegisþunglyndi, að allar perur fari á full blast kl. 7 á morgnanna alla daga.
Kaffið tilbúið þegar þú vaknar.
Slökkva öll ljós með einum takka í stað þess að þurfa að taka rúnt í hvert einasta herbergi.
Svo auðvitað bara þægindi, eins og að hlusta á Podcast í öllum herbergjum, láta það elta þig og svoleiðis stælar.
Öryggiskerfi líka. Kveikja randomly ljós og á tónlist þegar þú ert í útlöndum.
Ég er alveg seldur allavega.
Til dæmis ágætis ráð að prufa, gegn skammdegisþunglyndi, að allar perur fari á full blast kl. 7 á morgnanna alla daga.
Kaffið tilbúið þegar þú vaknar.
Slökkva öll ljós með einum takka í stað þess að þurfa að taka rúnt í hvert einasta herbergi.
Svo auðvitað bara þægindi, eins og að hlusta á Podcast í öllum herbergjum, láta það elta þig og svoleiðis stælar.
Öryggiskerfi líka. Kveikja randomly ljós og á tónlist þegar þú ert í útlöndum.
Ég er alveg seldur allavega.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller