Það er ekki neitt af þessum gjöldum eyrnamerkt til Vegagerðarinnar, þetta fer allt beint í ríkissjóð. Ríkið ákveður bara hversu háa upphæð málaflokkurinn sem Vegagerðin er undir fær á hverju ári í fjárlögum.FriðrikH skrifaði:Ég vil nú vekja athygli á því að þau gjöld sem tekin eru af eldsneyti (olíugjald, bensíngjald og kílómetragjald) og eru eyrnamerkt uppbyggingu í vegagerð renna svo sannanlega öll til rekstur Vegagerðarinnar, útgjöld vegagerðarinnar eru reyndar um 5-7 milljörðum hærri en þessi gjöld, ríkið greiðir það sem upp á vantar úr sameiginlegu sjóðunum okkar.
Ástæðan fyrir þessum misskilningin er að ég held endalaus áróður Bílgreinasambandsins, FÍB og fleiri hagsmunaaðila sem þreytast ekki á að tala um að skattheimta af ökutækjum og eldsneyti fari ekki öll til viðhalds á gatnakerfinu. Málið er að skattheimta af ökutækjum og eldsneyti er bara alls ekki öll eyrnamerkt viðhaldi á gatnakerfinu. Mestar tekjur fær ríkið af virðisaukaskatti og vörugjöldum, þau eru alls ekki eyrnamerkt vegagerð. VSK er almennur skattur og er aldrei eyrnamerktur ákveðnum útgjaldaliðum. Svo er það kolefnisgjaldið, það á ekki heldur að renna í kostnað vegna vegagerðar.
Með tilliti til þessa hef ég engar ástæður til annars en að ætla að vegtollar myndu renna til framkvæmda og þannig geta flýtt fyrir framkvæmdum í vegakerfinu sem annars væri ekki hægt að ráðast í fyrr en töluvert seinna. Er almennt hlynntur vegtollum, mér finnst mjög eðlilegt að þeir sem nota þjónustuna mest greiði meira fyrir hana (fyrir utan menntun og heilbrigðiskerfið).
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta frekar: https://www.althingi.is/altext/146/s/1075.html
Breytir því ekki að tekjur ríkisins af öllum þessum gjöldum, hvort þau séu bensínsgjald, bifreiðagjald, kolefnisgjald, virðisauki af þeim eða hvað það er kallað eru tæplega tvöfalt hærri en fer til vegagerðarinnar.