Íslenskt úrval á tölvukössum

Svara

Höfundur
jklol
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Fim 13. Sep 2018 23:24
Staða: Ótengdur

Íslenskt úrval á tölvukössum

Póstur af jklol »

Nú ætla ég að fara að byggja mér tölvu á næstu mánuðum, einhverja svona huggulega. Ég var að spá, þegar ég lít yfir vaktina/kassar sé ég ekki marga kassa sem ég hrífst af, það er kannski bara ég. Ég sé ekki merki eins og NZXT (sem ég veit að Tölvutækni var með) og Lian Li ásamt fleirum og fór að spá hvernig væri þá að panta kassa að utan.

Langaði að spyrja, er það algjörlega ógerlegt vegna sendingarkostnaðar? Ég sá allavega á Amazon er kannski $150 kassi með $400 sendingarkostnaði (með vaski og því reyndar). Eru einhverjar betri síður í þetta eða verður maður bara að sætta sig við íslenska úrvalið?

Bestu þakkir.
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskt úrval á tölvukössum

Póstur af HalistaX »

$150 kassi til landsins með $400 sendingarkostnaði? ÞAÐ er sturlun! Er þá miðað við rúmmál hlutarins sem er verið að senda eða? Ekki þyngd?
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskt úrval á tölvukössum

Póstur af MuGGz »

Ég hef pantað nokkra kassa héðan ásamt öðru tölvudóti https://m.computeruniverse.net/de/

Velja ísland þá fer tax af verðunum og sendingarkostnaðurinn er mjög sanngjarn

addon
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskt úrval á tölvukössum

Póstur af addon »

Ég panntaði kassa af highflow.nl 5000 (bara sendingarkostnaður)upp að dyrum og það bættist ekki við kostnaðinn að bæta við vörum.
Eru með mjög sanngjarnt verð

Höfundur
jklol
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Fim 13. Sep 2018 23:24
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskt úrval á tölvukössum

Póstur af jklol »

HalistaX skrifaði:$150 kassi til landsins með $400 sendingarkostnaði? ÞAÐ er sturlun! Er þá miðað við rúmmál hlutarins sem er verið að senda eða? Ekki þyngd?
Þekki það ekki alveg og þetta var svosem bara dæmi frá Amazon, veit ekki alveg hvort þetta sé algengt.

MuGGz skrifaði:Ég hef pantað nokkra kassa héðan ásamt öðru tölvudóti https://m.computeruniverse.net/de/

Velja ísland þá fer tax af verðunum og sendingarkostnaðurinn er mjög sanngjarn
addon skrifaði:Ég panntaði kassa af highflow.nl 5000 (bara sendingarkostnaður)upp að dyrum og það bættist ekki við kostnaðinn að bæta við vörum.
Eru með mjög sanngjarnt verð
Snilld, gott að vita af fleiri síðum :) Takk fyrir þetta.

Mikki86
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 20. Nóv 2018 17:31
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskt úrval á tölvukössum

Póstur af Mikki86 »

addon skrifaði:Ég panntaði kassa af highflow.nl 5000 (bara sendingarkostnaður)upp að dyrum og það bættist ekki við kostnaðinn að bæta við vörum.
Eru með mjög sanngjarnt verð
Borgaru 5k fyrir að lata senda hann til islands ? Hvað um vsk ??? hvað varstu lengi að biðaeftir að fa það heim?

addon
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskt úrval á tölvukössum

Póstur af addon »

Mikki86 skrifaði:
addon skrifaði:Ég panntaði kassa af highflow.nl 5000 (bara sendingarkostnaður)upp að dyrum og það bættist ekki við kostnaðinn að bæta við vörum.
Eru með mjög sanngjarnt verð
Borgaru 5k fyrir að lata senda hann til islands ? Hvað um vsk ??? hvað varstu lengi að biðaeftir að fa það heim?
sendi bara reikning á póstinn og borgaði vaskinn þannig...
flutningurinn kostaði 44 evrur (um 6000 í dag) og tók um viku frá því þeir sendu (ég beið svoldin tíma því kassinn var ekki til hjá þeim þegar ég panntaði)
keypti mér lian li O-11 dynamic á 107 evrur... með flutning og vsk var þetta um 25.000 kr. fór nú samt aðalega í þetta útað það var ekki hægt að kaupa hann hérna heima. ég panntaði líka AIO og eitthvað smádót sem kom með án neins auka flutningskostnaðar...
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskt úrval á tölvukössum

Póstur af emmi »

Overclockers.co.uk og bhphotovideo.com senda líka til Íslands.

Höfundur
jklol
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Fim 13. Sep 2018 23:24
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskt úrval á tölvukössum

Póstur af jklol »

emmi skrifaði:Overclockers.co.uk og bhphotovideo.com senda líka til Íslands.
Ókei, næs. Gott að vita :)
Svara