USG-router og míluljósleiðari

Svara

Höfundur
arrgrr
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 14. Nóv 2018 18:33
Staða: Ótengdur

USG-router og míluljósleiðari

Póstur af arrgrr »

Sælir,

Ég var að velta einu fyrir mér og mér sýnist vera töluverð reynsla á þessu hjá ykkur hér. Þið afsakið ef þetta er í hundraðasta skiptið sem þessi spurning er borin upp, ég hef leitað en ekki fundið skýrt svar. Málið er eftirfarandi:
Ég hef verið að keyra á unify sviss og accesspunktum með router frá símanum (var ekki mílu-ljósleiðari þar sem ég bjó og ég verð að vera hjá símanum, löng saga…)
Nú er ég fluttur og kominn með mílu-ljósleiðaratengingu og pantaði mér því USG router til að unify-a lífið mitt frekar. Er þetta bara spurning um að tengja hann í staðinn fyrir gamla routerinn og kveikja á eða er þetta flóknara? Ath að það þarf ekki sérstaklega að pæla í sjónvarpinu, hef ekki notast við sjónvarp símans í mörg ár.

kv,

A
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af CendenZ »

Netbeinir-usg-switch/ap. Nema auðveldast er að tengja topboxið í sitt framhjá, getur workað það í gegnum usg en doldið bras
USG er ,,millistykki" milli internets (mótaldið) og heimilistækja, switch, hub, wifi etc

battleship
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Mið 21. Mar 2018 10:45
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af battleship »

Edge router lite, settur upp til að nota PPPoE auðkenningar og þaðan í USG eða sleppa usg og fara beint úr ontu í edge router.

my 2 cents.
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af Benzmann »

þetta er nokkuð straight forward, tengir bara netkapalinn frá inntakinu / ljósleiðaraboxinu velur réttu protocols sem á við eftir hvaða tengingu þú ert með.

Þarft líka eflaust að hringja í þjónustuaðilann sem þú ert með netið hjá og láta þau fá MAC addressuna á USGinum hjá þér.
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af Cascade »

Ég hef einungis tengt router-a við ljósleiðara gagnaveitunnar.

En hef skoðað þetta skjal frá mílu:
https://www.mila.is/media/samningar/Vid ... 8.2017.pdf

Á mynd í viðhengi má sjá hvernig þeir lýsa þessu.

Eins og ég skil þetta þá er "Notendabúnaður" routerinn sem maður hefur.
Ef það er réttur skilningur, þá er Routerinn tengdur með 1stk ethernet yfir í ONT-una frá mílu.

Í gegnum þennan eina ethernet streng eru 3 VLAN
VLAN 3 sjónvarp
VLAN 5 sími
Vlan 4 internet

Svo er pppoe auðkenning á internetinu

Svo til að geta gert þetta, þá þarf að stilla þessi VLAN og pppoe í USG.


Ég hef lesið á erlendum forums að fólk sem fær þetta inn í svona VLANS, byrjar á að taka source-ið inn í SWITCH, til að skipta þessu þar í VLAN, minnir að það sé takmarkað í USG.

Þá geturu t.d. tengt ONTUNA í port 1 unifi switch, skilgreint öll þessi VLÖN.
Sjónvarp og sími þurfa ekkert að fara í gegnum router
Svo seturu router í PORT 2 á switch og hefur það á VLAN 4 taggað

Svo allt sem á að fá net verður stillt á VLAN 4 ótaggað á switcinum.
OG sjónvarp VLAN 3 ótaggað
sími vlan 5 ótaggað


En svona held ég að maður þurfi að gera þetta

Getur alveg allt verið misskilningur hjá mér, ég er þvímiður ekkert of klár í þessu.
En ég mun sjálfur bráðum fá ljósleiðara tengingu og þarf þá að velja um Gagnaveituna eða Mílu og það væri gott að vita nákvæmlega hvernig á að tengja Mílu með USG áður en ég tek þá ákvörðun.

Svo ef einhver getur leiðrétt mig /staðfest þetta þá væri það frábært
Viðhengi
mila.PNG
mila.PNG (53.17 KiB) Skoðað 1984 sinnum
Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af Squinchy »

Var einmitt að prófa að færa mig yfir til símanns í vikunni og er að nota USG, eins og sést þá er eins og það sé einhver keppni í því að útskíra þetta á eins flókinn hátt og hægt er miðað við hversu einfalt þetta er.

Eina sem þú þarft að vita er PPPoE Username og Password sem þú færð gefið upp frá tækniþjónustu símanns og VLAN ID þarf að vera stillt á 4, þá ertu kominn á netið

Ef þú vilt bæta við myndlykkil seina meir þá tengist hann bara beint við ljósleiðaraboxið og þarft ekkert að eiga við neinar stillingar sjálfur
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af Cascade »

Squinchy skrifaði:Var einmitt að prófa að færa mig yfir til símanns í vikunni og er að nota USG, eins og sést þá er eins og það sé einhver keppni í því að útskíra þetta á eins flókinn hátt og hægt er miðað við hversu einfalt þetta er.

Eina sem þú þarft að vita er PPPoE Username og Password sem þú færð gefið upp frá tækniþjónustu símanns og VLAN ID þarf að vera stillt á 4, þá ertu kominn á netið

Ef þú vilt bæta við myndlykkil seina meir þá tengist hann bara beint við ljósleiðaraboxið og þarft ekkert að eiga við neinar stillingar sjálfur

Takk fyrir þetta, ég hef einmitt aldrei heyrt svona reynslu sögu, heldur eingöngu séð þennan tækniskilmála sem ég linkaði á

Frábært að vita að þetta sé ekkert vesen

ps. ertu með 1000mbit? Hvaða hraða færðu

Benz
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af Benz »

Þessi lýsing hjá Mílu er augljóslega hugsuð sem tæknilýsing fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki en ekki viðskiptavini þeirra....
Miðað við aukningu notenda á ljósleiðara hjá Mílu held ég nú að fyrirtækið mætti nú alveg útskýra þetta á "mannamáli fyrir almenning" ;)
Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af Squinchy »

Já þetta er 1000 tenging, gerði 2 mælingar á speedtest
Síminn - Snerpa:
Ping: 9ms Down: 687Mbps Up: 253

Síminn - Tengir hf
Ping: 8ms Down: 874 Up: 770

Já það eru engar upplýsingar fyrir leikmann á síðu símanns og ofan á það þá eru uppsettningaraðilar mílu ekki tilbúnir að veita þessa einföldu aðstoð við að veita þessar upplýsingar sem þarf til að tengja eigin router

Sem einmitt ekkert vandamál hjá GR, þegar sú tenging var sett upp hjá mér gerði uppsettningaraðili allt og virkaði þjónustann áður en uppsettningaraðili fór frá verkinu
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af kjartanbj »

ef ég gæti ráðið um Gagnaveituna eða Mílu tæki ég Gagnaveituna Allann daginn, fæ aldrei uppgefinn hraða á Mílu miðað við að ég var alltaf með fullan hraða þegar ég var með Gagnaveituna, ekkert pppoe vesen þar með overhead og það er eins og það skipti máli með tíma dags hjá Mílu hversu mikinn hraða og latency maður er með

Höfundur
arrgrr
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 14. Nóv 2018 18:33
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af arrgrr »

Sælir, takk fyrir góð svör. USG-inn er kominn í hús og ég fer að hjóla í þetta :)

Benz
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af Benz »

kjartanbj skrifaði:ef ég gæti ráðið um Gagnaveituna eða Mílu tæki ég Gagnaveituna Allann daginn, fæ aldrei uppgefinn hraða á Mílu miðað við að ég var alltaf með fullan hraða þegar ég var með Gagnaveituna, ekkert pppoe vesen þar með overhead og það er eins og það skipti máli með tíma dags hjá Mílu hversu mikinn hraða og latency maður er með
Ertu þá að miða við sama internetveituaðila hjá Gagnaveitunni og Mílu?
Velti þessu fyrir mér þar sem hvorki Gagnaveitan né Míla eru að bjóða upp á internetþjónstu, sjálfir internetþjónustuaðilarnir eru misstórir og sjálfsagt með mismunandi tengingar að baki sinni þjónustu.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af kjartanbj »

Benz skrifaði:
kjartanbj skrifaði:ef ég gæti ráðið um Gagnaveituna eða Mílu tæki ég Gagnaveituna Allann daginn, fæ aldrei uppgefinn hraða á Mílu miðað við að ég var alltaf með fullan hraða þegar ég var með Gagnaveituna, ekkert pppoe vesen þar með overhead og það er eins og það skipti máli með tíma dags hjá Mílu hversu mikinn hraða og latency maður er með
Ertu þá að miða við sama internetveituaðila hjá Gagnaveitunni og Mílu?
Velti þessu fyrir mér þar sem hvorki Gagnaveitan né Míla eru að bjóða upp á internetþjónstu, sjálfir internetþjónustuaðilarnir eru misstórir og sjálfsagt með mismunandi tengingar að baki sinni þjónustu.

Já, var með tenginguna á sama stað hjá Hringdu, þegar ég var tengdur gegnum Gagnaveituna var ég alltaf með 930 í speedtest og 1ms en hjá Mílu næ ég rosalega rokkandi hraða , yfirleitt milli 600-800 og 4-8ms , virðist vera háð tíma dags líka

andrimarhelgason@
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 13. Des 2009 22:43
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af andrimarhelgason@ »

Einhver hérna sem hefur reynslu af þessari uppsentingu (USG + Síminn/Míla ljósleiðari) með VoIP?
Langar að skipta út routernum frá símanum fyrir USG en þarf að vera fullviss að ég geti sett upp heimasímann í gegnum USG.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: USG-router og míluljósleiðari

Póstur af kjartanbj »

Síminn er bara tengdur við ontuna held ég
Svara