Ég er að vinna í því að setja saman nýja tölvu sem ég ætla svo að kaupa mér aðalega fyrir tölvuleiki (td. BO4) og svo forrit eins og After Effects.
Ég er búinn að púsla saman hlutum sem hljóma vel en ég er með verðhugmynd frá 150k-200k en það sem ég er kominn með er komið langt yfir það og þarf að finna eitthvað ódýrara sem væri í lagi að skipta yfir í.
Intel Core i7 8700 örgjörvi
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3000MHz, Vengeance LPX
Samsung 970 EVO M.2 250GB Solid-State SSD
Asus Z370F ROG Strix móðurborð
Gigabyte GTX1080 G1 GAMING OC 8GB, DVI, HDMI & DisplayPort
og svo ætla ég ekkert að eyða of miklum tíma í að velja hina partana, það má koma seinna
Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir hverju ég gæti skipt út þá væri það vel þegið!
Tillögur fyrir nýja tölvu
Re: Tillögur fyrir nýja tölvu
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=77403
Keyptu þessa og þú ert kominn með allt sem þú þarft. Langt undir markaðsverði verslanna
Keyptu þessa og þú ert kominn með allt sem þú þarft. Langt undir markaðsverði verslanna
Re: Tillögur fyrir nýja tölvu
Ekki heimskulegt að kaupa notað GTX 1070 kort á minna en helminginn af því sem nýtt GTX 1080 kort kostar. Alls ekki léleg kort, t.d. með 111 avg. fps á móti 135 fps hjá GTX 1080 í 1920x1080 Black Ops 4. Getur fengið þau á um 35 þúsund. Svo er það auðveldasti íhluturinn til að selja og uppfæra úr ef þú vilt gera það í framtíðinni.
Restin af buildinu lítur vel út með einni undantekningu: Ég myndi sjálfur aldrei borga aukalega fyrir það að vera með ROG Strix móðurborð sem er ~12 þúsund krónum dýrara en grunn Z370 borð ef ég væri svo með læstan örgjörva sem er þá auðvitað ekki nokkurntímann að fara að yfirklukkast. Það er peningur sem er ekki að gera mikið fyrir þig og ef þú myndir vilja eyða honum í eitthvað í buildinu myndi ég frekar mæla með því að kaupa hljóðlátari og betri kælingu á örgjörvann en þá sem fylgir með Intel örgjörvum.
Tölvan sem aronthor er sjálfur að selja og póstaði hérna fyrir ofan er fínasta tölva en mig grunar að þetta sé ekki í ábyrgð hérna heima og því ekkert það merkilegt við það að íhlutirnir séu ekki notaðir þegar kemur að verði. Kostar ca. 140 þús úti og þá 175 þús m. vsk.
Restin af buildinu lítur vel út með einni undantekningu: Ég myndi sjálfur aldrei borga aukalega fyrir það að vera með ROG Strix móðurborð sem er ~12 þúsund krónum dýrara en grunn Z370 borð ef ég væri svo með læstan örgjörva sem er þá auðvitað ekki nokkurntímann að fara að yfirklukkast. Það er peningur sem er ekki að gera mikið fyrir þig og ef þú myndir vilja eyða honum í eitthvað í buildinu myndi ég frekar mæla með því að kaupa hljóðlátari og betri kælingu á örgjörvann en þá sem fylgir með Intel örgjörvum.
Tölvan sem aronthor er sjálfur að selja og póstaði hérna fyrir ofan er fínasta tölva en mig grunar að þetta sé ekki í ábyrgð hérna heima og því ekkert það merkilegt við það að íhlutirnir séu ekki notaðir þegar kemur að verði. Kostar ca. 140 þús úti og þá 175 þús m. vsk.
Re: Tillögur fyrir nýja tölvu
Tja reyndar er örgjörvi keyptur í att og kassinn líka en ég tek það auðvitað á mig ef eitthvað er gallað
Og ég er að selja mín 175Þ uppsett með windows 10
Og ég er að selja mín 175Þ uppsett með windows 10