Sjónvarp á gifsvegg

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Sjónvarp á gifsvegg

Póstur af Tiger »

Hvað eru góðar gifs festingar að halda þungu sjónvarpi uppi, vitið þið það?

Og eru einhverjar festingar betri en aðrar í því samhengi?
Mynd
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp á gifsvegg

Póstur af ZiRiuS »

Það eru til sérstakar festingar fyrir gifsveggi já sem tútna út þegar þú skrúfar í þær. Man ekki hvað þær heita en þær fást hjá öllum byggingarverslunum. Mæli bara með að nota allar festingarnar á sjónvarpinu til að dreifa álaginu.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp á gifsvegg

Póstur af Hizzman »

Það fást sérstakir tappar fyrir gifsveggi, verða eins og sveppir þegar þeir skrúfast. Myndi etv íhuga að nota álprófíla (eða svipað) sem myndu tegja festipunktinn upp á við, ek vogstöng, til að minka álagið við festinguna.

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp á gifsvegg

Póstur af isr »

Það er best ef þú getur komið einhverjum skrúfum í stoðir bakvið gifsið, það er sennilega 55cm milli stoða, trúlega einhver laus á milli líka. Gifs heldur ekki neinu, ekki til lengri tíma, sérstaklega ekki hlut sem er 15-20 kíló.
Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp á gifsvegg

Póstur af C2H5OH »

Er þetta einfalt gips eða tvöfalt ? jafnvel þrefalt ? sjálfur hengdi ég svona eldri flatskjáshlussu(42" og þyngri en bíllinn minn) inn í svefnherbergi á tvöfaldan gips með svona skrúfum:
Mynd
Bara passa að kaupa þær fyrir veggþykktina þína, fást í Byko skemmuvegi.

Ég ætlaði upprunalega að hengja það upp með festingu sem var með arm en ákvað frekar að nota hann í stofuna þar sem það er steypuveggur, ég treysi bara ekki gipsinu að halda þessu á arm.
Keypti frekar svona einfalda festingu í rúmfatalagernum sem kostaði ekkert og þetta hangir pikkfast. https://www.rumfatalagerinn.is/stok-var ... 426e8e6872
Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 152
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp á gifsvegg

Póstur af Haukursv »

Eins og aðrir segja þá fer þetta eftir því hvernig gifsveggur þetta er. Einnig ef að þetta er mjög þung festing og þungt sjónvarp myndi ég skoða svona festingu Mynd

Ég var að festa upp þungt 65 tommu sjónvarp og þunga snúningsfestingu á tvöfaldan gifsvegg og treysti eiginlega ekki að nota bara þessa hefðbundnu eða stál "rósettur/snigla" eða hvað sem þessir tappar eru kallaðir. Þessi er virkilega heavy duty.
i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450

brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 326
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp á gifsvegg

Póstur af brynjarbergs »

Haukursv skrifaði:Eins og aðrir segja þá fer þetta eftir því hvernig gifsveggur þetta er. Einnig ef að þetta er mjög þung festing og þungt sjónvarp myndi ég skoða svona festingu Mynd

Ég var að festa upp þungt 65 tommu sjónvarp og þunga snúningsfestingu á tvöfaldan gifsvegg og treysti eiginlega ekki að nota bara þessa hefðbundnu eða stál "rósettur/snigla" eða hvað sem þessir tappar eru kallaðir. Þessi er virkilega heavy duty.
Ég er með virkilega þurran trévegg sem heldur ekki skrúfu en ég hengdi upp ikea skáp með svona uniti og geymi slatta í skápnum!
Þetta er virkilega heavy duty stuff sem ég get mælt með!
Svara