iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Það er vika frá síðustu Appel kynningu þar sem ný lína af iPhone var kynnt, þar á meðal iPhone XS-Max lesist iPhone X-mas en ekkert bólar á forpöntunum eða verðlista hérna heima.
Alltaf þegar nýr sími er kynntur hjá Apple þá hafa íslenskar verslanir komið með þá á síðurnar sínar strax og margar hverjar boðið upp á forpantanir.
Fyrstu símarnir fara í dreifingu núna á föstudaginn 21. en ekkert bólar á þessum símum hérna?
epli.is nova.is macland.is vodafone.is siminn.is elko.is ... enginn er með neitt um þessa síma? Metnaðarleysi eða eitthvað annað?
Veit einhver hvað veldur?
Alltaf þegar nýr sími er kynntur hjá Apple þá hafa íslenskar verslanir komið með þá á síðurnar sínar strax og margar hverjar boðið upp á forpantanir.
Fyrstu símarnir fara í dreifingu núna á föstudaginn 21. en ekkert bólar á þessum símum hérna?
epli.is nova.is macland.is vodafone.is siminn.is elko.is ... enginn er með neitt um þessa síma? Metnaðarleysi eða eitthvað annað?
Veit einhver hvað veldur?
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Apple stýrir þessu. Ísland er ekki í fasa 1 í forsölu / afhendingum. Höfum síðustu skipti verið í fasa 2.
Forsala má byrja 21.sept og afhending 28.sept miðað við það sem mér var sagt hjá mínum viðskiptastjóra.
Forsala má byrja 21.sept og afhending 28.sept miðað við það sem mér var sagt hjá mínum viðskiptastjóra.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Það getur vel verið að þeir megi ekki taka niður pantanir fyrr en 21, en má ekki birta vöruna og verð hennar á heimasíðum fyrirtækja fyrr en 21?wicket skrifaði:Apple stýrir þessu. Ísland er ekki í fasa 1 í forsölu / afhendingum. Höfum síðustu skipti verið í fasa 2.
Forsala má byrja 21.sept og afhending 28.sept miðað við það sem mér var sagt hjá mínum tengilið.
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Þetta er Apple, þeir stjórna ferðinni.
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Rakst á þessa grein frá Nova: https://www.nova.is/dansgolfid/hvad-er- ... -fra-apple
Þar er tekið fram "Símarnir koma í sölu á Íslandi 28. september". Tek samt undir það að þetta launch hérlendis er mjög skrýtið. Síðustu ár hafa símaverslanir keppst við að bjóða upp á forpöntun strax eftir kynningu. Hef ekkert séð fá neinum með það.
Þar er tekið fram "Símarnir koma í sölu á Íslandi 28. september". Tek samt undir það að þetta launch hérlendis er mjög skrýtið. Síðustu ár hafa símaverslanir keppst við að bjóða upp á forpöntun strax eftir kynningu. Hef ekkert séð fá neinum með það.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Nákvæmlega, engar forpantanir engar auglýsingar og tækin ekki sett á sölusíður fyrirtækjanna.Njall_L skrifaði:Rakst á þessa grein frá Nova: https://www.nova.is/dansgolfid/hvad-er- ... -fra-apple
Þar er tekið fram "Símarnir koma í sölu á Íslandi 28. september". Tek samt undir það að þetta launch hérlendis er mjög skrýtið. Síðustu ár hafa símaverslanir keppst við að bjóða upp á forpöntun strax eftir kynningu. Hef ekkert séð fá neinum með það.
Þess vegna var ég að spá í hvað veldur, getur varla verið metnaðarleysi, of mikil tilviljun að öll fyrirtækin detti í þá gryfju á sama tíma?
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Er þetta ekki bara orsökin?
https://www.thesun.co.uk/tech/7256119/n ... men-apple/
https://www.independent.co.uk/life-styl ... 37171.html
https://www.thesun.co.uk/tech/7256119/n ... men-apple/
https://www.independent.co.uk/life-styl ... 37171.html
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Að hann pessi ekki í hendurnar á konum?DJOli skrifaði:Er þetta ekki bara orsökin?
https://www.thesun.co.uk/tech/7256119/n ... men-apple/
https://www.independent.co.uk/life-styl ... 37171.html
Það held ég nú ekki, fullt af konum með iPhoneX...
Ég myndi frekar gangrýna Apple fyrir að hafa ekki almenninlegan straumbreyti, þessi 5W er ekki alveg að gera sig.
Svo hefði 128GB mátt vera base í stað 64.
Margir sem segia að 64 sé of lítið en 256 óþarflega mikið.
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Það að hann passi illa í hendur á konum er einmitt alveg nóg. Femínistar eru svo grimmir, og ítökin sem þeir hafa eru alveg rosaleg.GuðjónR skrifaði:Að hann pessi ekki í hendurnar á konum?DJOli skrifaði:Er þetta ekki bara orsökin?
https://www.thesun.co.uk/tech/7256119/n ... men-apple/
https://www.independent.co.uk/life-styl ... 37171.html
Það held ég nú ekki, fullt af konum með iPhoneX...
Ég myndi frekar gangrýna Apple fyrir að hafa ekki almenninlegan straumbreyti, þessi 5W er ekki alveg að gera sig.
Svo hefði 128GB mátt vera base í stað 64.
Margir sem segia að 64 sé of lítið en 256 óþarflega mikið.
Á léttu nótunum, kannski er þetta orsökin: https://www.youtube.com/watch?v=k97UV85eybY (skiptu út mac fyrir iphone)
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Án þessa að vera apple fan þá hlakkar mig aðeins til að sjá hvaða verð verða á þessum símum.
Fæ alltaf auglýsingapóst frá Dustin í Svíðþjóð þar sem ég er að versla aðeins við þá hugbúnað og þeirra forsala er að byrja og þau verð eru nú ekki í lægri kanntinum
Fyrri linkurinn er fyrir almenning og seinn líklega án vsk því hann er fyrir fyrirtæki. Ódýrasti á 160 þús íslenskar út úr búð til alemnnings og um 130 þús til fyrirtækja.
https://www.dustinhome.se/tillverkare/a ... max-180914
https://www.dustin.se/brands/apple/prod ... ribed=true
Fæ alltaf auglýsingapóst frá Dustin í Svíðþjóð þar sem ég er að versla aðeins við þá hugbúnað og þeirra forsala er að byrja og þau verð eru nú ekki í lægri kanntinum
Fyrri linkurinn er fyrir almenning og seinn líklega án vsk því hann er fyrir fyrirtæki. Ódýrasti á 160 þús íslenskar út úr búð til alemnnings og um 130 þús til fyrirtækja.
https://www.dustinhome.se/tillverkare/a ... max-180914
https://www.dustin.se/brands/apple/prod ... ribed=true
Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Jahhh, miðað við hvað X kostar þá má áætla að verðin verði frá 130k (XR) - 260k (X-Max 512)
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Sá þessa auglýsingu á dv.is ... vísar bara á elko.is en ekki neitt annað.
Er bannað að auglýsa þessa síma fyrr en á morgun?
Er bannað að auglýsa þessa síma fyrr en á morgun?
- Viðhengi
-
- forsala.PNG (94.7 KiB) Skoðað 2892 sinnum
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Einmitt;Sallarólegur skrifaði:http://blogg.elko.is/iphone-xs/
Af hverju gefa þeir ekki upp verðin?Þú getur tryggt þér eintak í forsölu ELKO sem byrjar 21. september. Síminn verður svo afhentur 28. september.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1064
- Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
- Staðsetning: 108 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Komið verð á iPhone XS Max hjá símanum. 189.990 - 249.990kr
https://vefverslun.siminn.is/vorur/farsimar
Ætli XS starti ekki í 149.990 - 159.990kr?
https://vefverslun.siminn.is/vorur/farsimar
Ætli XS starti ekki í 149.990 - 159.990kr?
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
-
- FanBoy
- Póstar: 793
- Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Xs startar á 169.990kr, mikið er fólk bilað að fara að kaupa þessa síma á þessu verði! Xs Max 512gb á 249.990kr, for god sake! Þetta er farsími!
Lenovo Legion 5 - 2020 | Zyxel NAS 16TB | LG B8 OLED | PS5 | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Nei, fyrir suma er þetta e-penispeturthorra skrifaði:Xs startar á 169.990kr, mikið er fólk bilað að fara að kaupa þessa síma á þessu verði! Xs Max 512gb á 249.990kr, for god sake! Þetta er farsími!
-
- /dev/null
- Póstar: 1396
- Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
- Staðsetning: REYKJAVIK
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Elko er byrja gera með forpantanir á iphone xs max
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Ég neyðist því miður til að kaupa mér nýjan síma því iPhone 4 (sem var og er fyrsti snjallsíminn minn), sem ég er með, er orðinn ansi slappur og heyrist nánast ekkert í mér í símtölum ásamt öðrum vandamálum. Tekur þvi víst ekki að gera við. Hef reyndar haft auga á verðum íslensku verslananna frá því að iPhone 7 plus var kynntur því hann var með stórum skjá - tók þá strax eftir gömlu góðu íslensku verð"samkeppninni".
En núna í dag athugaði ég líka verð í öðrum löndum og ef einhver hefur áhuga á þá eru hér niðurstöðurnar (USA er unlocked og eftir þvi sem ég best veit eru hin löndin það líka). Notaðist við XE.com við gengisreikninga:
iPhone Xs Max 64gb
USA: 1099 USD = 120.889,59 ISK
(https://www.apple.com/shop/buy-iphone/i ... 0,31,40,60)
UK: 1099 GBP = 159.394,60 ISK
(https://www.apple.com/uk/shop/buy-iphon ... y#01,11,20)
Ástralía: 1799 A = 144.188,81 ISK
(https://www.apple.com/au/shop/buy-iphon ... y#01,11,20)
Danmörk: 9799 kr = 170.014,63 ISK
(https://www.apple.com/dk/shop/buy-iphon ... y#01,11,20)
Noregur: 12690 kr = 171.409,20 ISK
(https://www.apple.com/no/shop/buy-iphon ... å#01,11,20)
Svíþjóð: 13995 kr = 175.141,49 ISK
(https://www.apple.com/se/shop/buy-iphon ... å#01,11,20)
Finnland: 1279 evrur = 165.519,41 ISK
(https://www.apple.com/fi/shop/buy-iphon ... a#01,11,20)
Síminn, Vodafone, Macland:
189.990
Nova og Epli:
Ekkert verð komið (en skal veðja skrilljón að það verði hið rosalega "samkeppnishæfa" verð 189.990)
Elko:
189.895 (95 krónum ódýrari …….. )
En núna í dag athugaði ég líka verð í öðrum löndum og ef einhver hefur áhuga á þá eru hér niðurstöðurnar (USA er unlocked og eftir þvi sem ég best veit eru hin löndin það líka). Notaðist við XE.com við gengisreikninga:
iPhone Xs Max 64gb
USA: 1099 USD = 120.889,59 ISK
(https://www.apple.com/shop/buy-iphone/i ... 0,31,40,60)
UK: 1099 GBP = 159.394,60 ISK
(https://www.apple.com/uk/shop/buy-iphon ... y#01,11,20)
Ástralía: 1799 A = 144.188,81 ISK
(https://www.apple.com/au/shop/buy-iphon ... y#01,11,20)
Danmörk: 9799 kr = 170.014,63 ISK
(https://www.apple.com/dk/shop/buy-iphon ... y#01,11,20)
Noregur: 12690 kr = 171.409,20 ISK
(https://www.apple.com/no/shop/buy-iphon ... å#01,11,20)
Svíþjóð: 13995 kr = 175.141,49 ISK
(https://www.apple.com/se/shop/buy-iphon ... å#01,11,20)
Finnland: 1279 evrur = 165.519,41 ISK
(https://www.apple.com/fi/shop/buy-iphon ... a#01,11,20)
Síminn, Vodafone, Macland:
189.990
Nova og Epli:
Ekkert verð komið (en skal veðja skrilljón að það verði hið rosalega "samkeppnishæfa" verð 189.990)
Elko:
189.895 (95 krónum ódýrari …….. )
Last edited by Jac on Fös 21. Sep 2018 12:24, edited 1 time in total.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Eins og ég hef sagt, þegar allir eru með nákvæmlega sama verðið þá borgar sig að athuga hver er með bestu ábyrgðarskilmálana.
Fyrir þá sem kaupa út á kennitölu munar miklu um auka ár í ábyrgð (NOVA) og endalausa á byrgð (Costco).
Annað sem er doldið súrt að sjá að það er hægt að kaupa farsíma með 512MB geymslu meðan MacBook PRO koma með 128MB.
https://www.epli.is/mac/macbookpro-2/ma ... ilver.html
Hvað eru Apple að spá að framleiða ennþá fartölvur með 128MB óútskiptanlegu geymsluplássi? Og kalla það "Pro"...
Fyrir þá sem kaupa út á kennitölu munar miklu um auka ár í ábyrgð (NOVA) og endalausa á byrgð (Costco).
Annað sem er doldið súrt að sjá að það er hægt að kaupa farsíma með 512MB geymslu meðan MacBook PRO koma með 128MB.
https://www.epli.is/mac/macbookpro-2/ma ... ilver.html
Hvað eru Apple að spá að framleiða ennþá fartölvur með 128MB óútskiptanlegu geymsluplássi? Og kalla það "Pro"...
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Hvernig eiga þeir öðruvísi að selja þér cloud geymslu þá?GuðjónR skrifaði:Hvað eru Apple að spá að framleiða ennþá fartölvur með 128MB óútskiptanlegu geymsluplássi? Og kalla það "Pro"...
En að öllu gríni slepptu, þá gæti það haft eitthvað að gera með eitthvað svona: https://www.howtogeek.com/196541/emmc-v ... -is-equal/ ? Veit ekki hversu relevant þetta er eða hvaða tækni er í þessum nýju símum.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
True!KermitTheFrog skrifaði:Hvernig eiga þeir öðruvísi að selja þér cloud geymslu þá?GuðjónR skrifaði:Hvað eru Apple að spá að framleiða ennþá fartölvur með 128MB óútskiptanlegu geymsluplássi? Og kalla það "Pro"...
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Mér finnst verðið vera ekkert allt of hátt hérna heima, mætti alveg vera 10.000 kr ódýrara en það að verslanir hérna heima eru allar þriðji aðili (vs. að geta keypt beint frá Apple), 25% skattur (og önnur innflutningsgjöld) og að þurfa að bjóða upp á 2 ára ábyrgð að þá "skil" ég verðið.
Ég er einnig nokkuð viss um að verslanir hérna heima verði að kaupa símana frá Epli og fái aðeins 1 ár í ábyrgð (hugsanlega fá þær 2 ára ábyrgð) þannig að smyrja 20.000 kr á síma og taka á sig kostnað ef síminn bilar á öðru ári, húsnæði, starfsmannakostnaður ofl. að þá finnst mér persónulega verðið hérna heima ekkert allt of hátt.
Mér finnst bara síminn sjálfur vera of dýr. Geri mér grein fyrir því að A12 Bionic er líklegast öflugasta kubbasett-ið á markaðinum, og ef allt við símann væri betra en það sem aðrir væri að bjóða uppá að þá væri verðið "allt-í-lagi", þú borgar premium fyrir það besta, þótt það sé aðeins pínulítið betra. En það virðist vera að myndavélin sé í mörgum tilvikum betra í Pixel 2, skjárinn á Note 9 sé amk. jafn góður os.frv. Í raun eina þar sem Apple eru með algjöra yfirburði er hugbúnaðaruppfærslur. iPhone 5s sem kom út árið 2013 fær iOS12, Galaxy S7 kom út árið 2016 og fær ekki Android P.
Apple geta svo auðvita sett hvaða verð sem er á símana, það er enginn skyldugur til að kaupa þá og það að kaupa nýjan síma á hverju ári er alveg út í hött. OnePlus 6 er mjög áhugaverður sími, Note 9 er tær snilld og POCOPHONE F1 er líklegast fínn ef þú ert til í að vera hluti af vörunni (auglýsingar í stýrikerfinu). Pixel 3 er síðan handa við hornið, mv. hvað Pixel 2 var og er flottur, að þá er P3 sími sem ég er peppaður fyrir!
edit
iCloud ætti amk. geta tekið við 100% backup af stýrikerfinu, risa plús ef það myndi einnig vista ljósmyndir/myndbönd (á HEIF/HEVC formati eins og Google bjóða upp á).
Ég er einnig nokkuð viss um að verslanir hérna heima verði að kaupa símana frá Epli og fái aðeins 1 ár í ábyrgð (hugsanlega fá þær 2 ára ábyrgð) þannig að smyrja 20.000 kr á síma og taka á sig kostnað ef síminn bilar á öðru ári, húsnæði, starfsmannakostnaður ofl. að þá finnst mér persónulega verðið hérna heima ekkert allt of hátt.
Mér finnst bara síminn sjálfur vera of dýr. Geri mér grein fyrir því að A12 Bionic er líklegast öflugasta kubbasett-ið á markaðinum, og ef allt við símann væri betra en það sem aðrir væri að bjóða uppá að þá væri verðið "allt-í-lagi", þú borgar premium fyrir það besta, þótt það sé aðeins pínulítið betra. En það virðist vera að myndavélin sé í mörgum tilvikum betra í Pixel 2, skjárinn á Note 9 sé amk. jafn góður os.frv. Í raun eina þar sem Apple eru með algjöra yfirburði er hugbúnaðaruppfærslur. iPhone 5s sem kom út árið 2013 fær iOS12, Galaxy S7 kom út árið 2016 og fær ekki Android P.
Apple geta svo auðvita sett hvaða verð sem er á símana, það er enginn skyldugur til að kaupa þá og það að kaupa nýjan síma á hverju ári er alveg út í hött. OnePlus 6 er mjög áhugaverður sími, Note 9 er tær snilld og POCOPHONE F1 er líklegast fínn ef þú ert til í að vera hluti af vörunni (auglýsingar í stýrikerfinu). Pixel 3 er síðan handa við hornið, mv. hvað Pixel 2 var og er flottur, að þá er P3 sími sem ég er peppaður fyrir!
edit
Þetta! Þetta finnst mér vera algjörlega glatað hjá Apple. Þeir vilja að upplifunin sé 100% frá því þú ferð í búðina, opnar símann og byrjar að nota hann. En síðan tekst þeim að klúða þessari upplifun með iCloud. 95% af því sem ég heyri fólk kvata yfir iPhone er "Það er alltaf einhvað icloud/storage dót að poppa upp, ógeðslega pirrandi, hvað er þetta?".KermitTheFrog skrifaði:Hvernig eiga þeir öðruvísi að selja þér cloud geymslu þá?
iCloud ætti amk. geta tekið við 100% backup af stýrikerfinu, risa plús ef það myndi einnig vista ljósmyndir/myndbönd (á HEIF/HEVC formati eins og Google bjóða upp á).
Einnig mjög góður punktur. iMac Pro er á mjög góður verði mv. ef þú ætlar að smíða jafn öfluga non-iMac vél (stærð, hraði, borðpláss, litanákvæmni etc.). Eru Apple að setja storage kubba + controller-a í nýjustu símana sem eru 500% hraðari en aðrir bjóða upp á?KermitTheFrog skrifaði:En að öllu gríni slepptu, þá gæti það haft eitthvað að gera með eitthvað svona: https://www.howtogeek.com/196541/emmc-v ... -is-equal/ ? Veit ekki hversu relevant þetta er eða hvaða tækni er í þessum nýju símum.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- /dev/null
- Póstar: 1393
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Lightning í 3.5mm dongle fylgir ekki með lengur. Finnst það alveg lágmark fyrir þennan pening.
Have spacesuit. Will travel.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: iPhone XS-Max áhugaleysi verslana?
Já það er sjónarmið, annað sem ég les mikið um er að margir eru ósáttir við að hleðslusnúran sé ekki usb-c > lightning þar sem MacBook Pro eru eingöngu með usc-c port. Það sem ég hefði viljað sjá öðruvísi er stærra hleðslutæki, 5W er ekki nóg fyrir svona tæki, ekki frekar en 12W er ekki nóg fyrir 12.9" iPad pro, þar verður þú að blæða í 29W gaurinn ef þú vilt ekki að tækið fjari út í vinnslu, jafnvel þó það sé í sambandi við straum.audiophile skrifaði:Lightning í 3.5mm dongle fylgir ekki með lengur. Finnst það alveg lágmark fyrir þennan pening.
https://support.apple.com/en-us/HT208137
Það sem mér finnst svolítið sérstakt er að iPhone XS er með 2.2% minna batterý en eldri iPhone X, sjá myndband: