Samkeppni við Símann og Vodafone?


einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Staðsetning: 109 rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af einarsig »

samkvæmt fréttunum í gær ætlar síminn og Vodafone ekki að gera neitt og segja að 85-90% sinna viðskipta vina séu að borga minna en 6 þús í netið á mánuði og halda þar með að fólk muni ekki skipta


http://media.gagna.net/ruvtv/frettir.20 ... 4.2200.wmv

Hoppið á 10:00 þá kemur 2min frétt um þetta.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

LOL þetta eru lélegustu rök sem ég hef enokurntíman heyrt frá símafyrirtæki.

það er eins og að einhver hafið verið að reyna að þvínga þá til að hætta að rukka fyirr utanlands download.

hljómar eins og lítill krakki að væla í mömmu sinni

Kóði: Velja allt

krakkinn (viðskipta vinir símann og vodafone): það mega allir vinir mínir vera úti allann sólarhringinn en ekki ég
mamman (síminn og vodafone): já, en þú ert 10 ára en þeir eru 11 ára, þessvegna mátt þú bara vera úti til 6 á daginn.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

varðandi fréttina. tvær staðreyndarvillur sem ég fann á fyrstu 20 sekúndunum

1. "Hive eru fyrstir til að bjóða upp á frítt niðurhal"

það bjóða öll fyirrtæki uppá frýtt innanlands niðurhal nema raflínan.. þetta átti greinilega ða vera frítt erlent niðurhal

2. "hive bjóða uppá 8, 12 og 20 MegaBÆTA hraða á sekúndu"

í fyrsta lagi býður maður ekki uppá "hraða á sekúndu" og í öðru lagi.. Mb ekki MB.
"Give what you can, take what you need."

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Icarus »

gnarr skrifaði:varðandi fréttina. tvær staðreyndarvillur sem ég fann á fyrstu 20 sekúndunum

1. "Hive eru fyrstir til að bjóða upp á frítt niðurhal"

það bjóða öll fyirrtæki uppá frýtt innanlands niðurhal nema raflínan.. þetta átti greinilega ða vera frítt erlent niðurhal

2. "hive bjóða uppá 8, 12 og 20 MegaBÆTA hraða á sekúndu"

í fyrsta lagi býður maður ekki uppá "hraða á sekúndu" og í öðru lagi.. Mb ekki MB.


gnarr... þeir eru að tala um ALLT niðurhal sem þeir eru fyrstir til að bjóða, þegar þú segir frítt niðurhal þá ertu ekki bara að tala um innlent/erlent heldur bæti
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af natti »

Gumol: Þetta "slúður" er kannski ekki alveg að ástæðulausu. Ég sá þetta sem þú bentir á á síðunni þeirra í gær.
However, þá sá ég þetta hvergi á þriðjudaginn. Þá stóð að búnaðurinn væri læstur og að end-users yrðu að tala við hive ef þeir vildu láta opna port etc.
Kannski eru þeir bara duglegir við að breyta síðunni og laga eftir hvernig sögurnar eru.

Gnarr: Allstaðar annarsstaðar í heiminum = USA ?
Ástralía er/var með mjög svipað og við, bæði varðandi síma og internet. Rukka mikið, enda eru þeir einsog við, eyja in the middle of nowhere.

Ég hef einnig heyrt að sumstaðar í UK t.d. er rukkað fyrir download, en þakið haft mun hærra. (10-20+ GB).
Einnig hefur verið að tala um að rússar rukki fyrir dl.


Með Hive
1. Þeir bjóða upp á "frítt niðurhal" afhverju þurfa þeir að tilgreina "erlent" í því samhengi? Þeir eru að bjóða frítt niðurhal(punktur). S.s. gera engan greinarmun á erlendu/innlendu niðurhali, bjóða bara "niðurhal" sem slíkt frítt.

2. ok, feill hjá þeim að rugla saman bæt(byte) og bit.
En eru þeir ekki að bjóða upp á "hraða á sekúndu"? Hvað eru þeir þá að bjóða uppá? "Bandvídd á sekúndu" eða "gagnamagn á sekúndu"? Hvernig hefðir þú orðað þetta.
Ath að enskan á þessu er: "20 Megabits per second".
Mkay.
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

bizz skrifaði:Ég hélt alltaf að símafélögin væru bara borga "smápeninga" fyrir leiguna á þessu sæstreng og mjólka svo viðskiptavinina með því að rukka extra fyrir utanlandsdownload.
Símafélögin eru ekki að borga sérstaklega fyrir utanlandsdownload þannig að þetta "skrefagjald" er nú alger óþarfi.

155Mbit/s tenging við útlönd í gegnum Farice sæstrenginn kostar cirka 100 milljónir á ári (eða gerði það allavega síðasta haust).
Þessar upplýsingar hef ég beint úr verðskrá Farice sem ég fékk frá Farice fyrirtækinu. Hægari tengingar eru svo hlutfallslega dýrari og hraðvirkari tengingar nokkuð ódýrari hlutfallslega.
Það er auðvelt að sjá að miðað við þessi verð er mjög erfitt að lækka verðið niður fyrir eina krónu megabætið.
Ennfremur er augljóst út frá þessum tölum að Hive getur ekki boðið upp á ótakmarkað niðurhal frá útlöndum án þess að það komi niður á gæðum og hraða.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

skipio skrifaði:155Mbit/s tenging við útlönd í gegnum Farice sæstrenginn kostar cirka 100 milljónir á ári (eða gerði það allavega síðasta haust).
Þessar upplýsingar hef ég beint úr verðskrá Farice sem ég fékk frá Farice fyrirtækinu. Hægari tengingar eru svo hlutfallslega dýrari og hraðvirkari tengingar nokkuð ódýrari hlutfallslega.
Það er auðvelt að sjá að miðað við þessi verð er mjög erfitt að lækka verðið niður fyrir eina krónu megabætið.
Ennfremur er augljóst út frá þessum tölum að Hive getur ekki boðið upp á ótakmarkað niðurhal frá útlöndum án þess að það komi niður á gæðum og hraða.

Hvað er svona augljóst við það? Koddu með útreykninga til að sanna þetta.
Símafyrirtækin eru að borga fyrir tenginguna ekki gagnamagnið.

KinD^
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:01
Staðsetning: VKóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af KinD^ »

semsagt það sem þeir eru að bjóða í t.d. h20 tilboðinu .. hvað myndi það kallast venjulega ? t.d. einsog 1.5 mbit tenging hjá ogwtf þá myndi þetta varla vera 20 mbit ?
mehehehehehe ?
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

KinD^ skrifaði:semsagt það sem þeir eru að bjóða í t.d. h20 tilboðinu .. hvað myndi það kallast venjulega ? t.d. einsog 1.5 mbit tenging hjá ogwtf þá myndi þetta varla vera 20 mbit ?

ha?

KinD^
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:01
Staðsetning: VKóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af KinD^ »

hehe :D i know... well ekki er h20 tilboðið hjá hive 20mbit/s ? ...
mehehehehehe ?

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »


KinD^
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:01
Staðsetning: VKóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af KinD^ »

allveg viss ? :S
mehehehehehe ?

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Já, það stendur á síðunni þeirra.

http://www.hive.is/index.aspx?GroupId=96
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

gumol skrifaði:
skipio skrifaði:155Mbit/s tenging við útlönd í gegnum Farice sæstrenginn kostar cirka 100 milljónir á ári (eða gerði það allavega síðasta haust).
Þessar upplýsingar hef ég beint úr verðskrá Farice sem ég fékk frá Farice fyrirtækinu. Hægari tengingar eru svo hlutfallslega dýrari og hraðvirkari tengingar nokkuð ódýrari hlutfallslega.
Það er auðvelt að sjá að miðað við þessi verð er mjög erfitt að lækka verðið niður fyrir eina krónu megabætið.
Ennfremur er augljóst út frá þessum tölum að Hive getur ekki boðið upp á ótakmarkað niðurhal frá útlöndum án þess að það komi niður á gæðum og hraða.

Hvað er svona augljóst við það? Koddu með útreykninga til að sanna þetta.
Símafyrirtækin eru að borga fyrir tenginguna ekki gagnamagnið.
Hvernig í ósköpunum getur þetta verið augljósara heldur en þegar þú hefur kostnaðartölurnar fyrir framan þig???
Ok, fyrir þá sem nenna ekki að setja dæmið sjálfir upp:
(155Mbit/s)*60*60*24*365/8=611.010.000MB eða 596.689 GB í niðurhal á ári með 155Mbit/s tengingu.
155Mbit/s tenging kostar á ári 1.200.000 evrur eða rétt um 100 milljónir króna.
Nú deilum við bara í 100.000.000 kr með 596.689 og fáum út að miðað við 100% notkun á 155Mbit/s-tengingunni myndi hvert GB kosta 175,53 kr.
Nú þarf hinsvegar að taka með í reikninginn að meðalnotkun á línunni er talsvert minni en 100% eða líklega milli 30% og 50%, segjum bara 40% (gera þarf ráð fyrir toppum). Þá er verðið komið upp í 438 kr per GB.
Ofan á þetta leggst svo kostnaður við aðgang að Internetinu í Skotlandi, aðgangur að ADSL-kerfinu, starfsmannakostnaður og fleira. Þannig ætti að vera alveg ljóst að það er ákaflega erfitt að lækka verðið niður fyrir 1 kr. per MB nema Farice lækki verðin hjá sér umtalsvert.

Ég legg áherslu á að kostnaðartölur þær sem ég hef eru komnar beint frá Farice en hinsvegar eru þær frá því í haust svo ég þori alls ekki að fullyrða að þær hafi ekki lækkað. Ég myndi samt halda að ef svo væri hafi breytingarnar verið óverulegar.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Þú borgar mánaðargjald sem á dekka þetta.

Símafyrirtækin eru líka að nota sæstrenginn í mikklu meira en bara netumferð (sjónavarp, símtöl og fl.) svo það má ekki láta netnotendur greiða það niður.
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

gumol skrifaði:Þú borgar mánaðargjald sem á dekka þetta.

Símafyrirtækin eru líka að nota sæstrenginn í mikklu meira en bara netumferð (sjónavarp, símtöl og fl.) svo það má ekki láta netnotendur greiða það niður.

Sko, svo við förum aðeins yfir þetta að þá er sérstakt fyrirtæki, Farice hf., sem sér um að reka Farice sæstrenginn. Þetta fyrirtæki er í eigu Landssímans, Og Vodafone, Færeyska Símans og íslenska ríkisins (og kannski einhverra smærri aðila).
Öll símafyrirtækin þurfa svo að kaupa aðgang að sæstrengnum af Farice hf. og virkar það þannig að þau kaupa fasta tengingu frá Farice á bilinu 45Mbit/s til 2.100Mbit/s.
Fyrir þetta borga símafyrirtækin fast leiguverð sem er t.d. 100 millur fyrir 155Mbit/s tengingu til Skotlands.
Í raun er Farice hf. nákvæmlega sama hvernig gagnaflutningur fer fram á hverri tengingu, hvort sem það er flutningur á símtölum eða gögnum fyrir Internetið - Farice rukkar alltaf sama verð, eins og ég útlistaði að ofan.

Svo við höfum það líka á hreinu þá kostaði Farice strengurinn tæplega 4 milljarða króna og rekstrarkostnaður er líka umtalsverður. Ennfremur erum við í dag aðeins að nota minna en 1% af flutningsgetu strengsins. Það gefur auga leið að kostnaður er miklu hærri þegar 1% strengsins eru notuð í stað t.d. 10% eða 50%.

Ef við gætum hundraðfaldað gagnaumferðina í gegnum Farice væri hægt að lækka verðið margfalt en málið er bara það að það kostar ákveðna fasta krónutölu á ári að reka Farice strenginn og sú krónutala verður að koma í kassann hvort sem seld er 1% af flutningsgetu strengsins eða 100%.

Ennfremur má nefna að Farice hf. er síður en svo að græða einhverjar svakalegar summur. Farice hf. birtir ársreikninga og ef um okur væri að ræða væri auðvelt að sjá það háum hagnaðartölum. Að auki er íslenska ríkið aðili að Farice hf. og ástæðan fyrir því er sú að einkafyrirtækin sáu ekki nægilega mikla gróðavon í Farice og því þurfti ríkið að hlaupa undir bagga.

Það er því hreint og klárt bull að netnotendur séu að borga eitthvað meira fyrir gagnaflutning heldur en þeir sem hringja millilandasímtöl eða senda sjónvarpsefni um Farice. Þegar allt kemur til alls er þetta allt bara gagnaflutningur.

Það má kannski færa fyrir því rök að ef verðið á gagnaflutningi til útlanda lækkaði talsvert mikið myndi notkunin aukast það mikið að sami peningur kæmi í kassann og ég held að Farice muni hafa þetta að leiðarljósi við verðlagningu í framtíðinni þótt þeir fari kannski varlega í verðlækkanir svona fyrst um sinn.

Og ég endurtek að ég vinn ekki hjá neinu símafyrirtæki heldur er ég bara námsmaður sem skoðaði málið nokkuð ítarlega síðasta sumar vegna þess að ég var líka að furða mig á háum gjöldum fyrir erlent niðurhal.
Last edited by skipio on Fös 26. Nóv 2004 23:13, edited 1 time in total.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Við getum haldið áfram endalaust. Símafyrirtækin borga fast verð fyrir sæstrenginn. Mér finnst að við ættum líka að borga símafyritækjunum fast verð fyrri innternetið, ekki skrefgjald.
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

Slíkt kæmi niður á gæðum þjónustunnar eins og við munum væntanlega sjá hjá hive og að auki væri slík verðlagning mjög óhagstæð fyrir venjulega notendur því þeir væru í raun að niðurgreiða netnotkun hjá stórnotendum.

En það væri auðvitað hægt að koma á fót þannig netþjónustu ef einhver hefur áhuga. Þá væri t.d. hægt að leigja fasta 1Mbit/s tengingu til útlanda á cirka 1 milljón á ári. :)

Edit: með fastri 1 Mbit/s tengingu á ég auðvitað við alveg sér tengingu til útlanda sem er ekki deilt með neinum öðrum.
Last edited by skipio on Lau 27. Nóv 2004 01:38, edited 1 time in total.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Afhverju er þá ekki tekið skrefgjald af innanlandsumferð líka? Á ég að vera að borga fyrir þessa DC þrjóta sem nota stærstan hluta af bandvíddinni?
Það myndi ekki kosta milljón á ári að hafa ókeypis utanlandsdl. Ég held að Hive muni sanna það.
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

gumol skrifaði:Afhverju er þá ekki tekið skrefgjald af innanlandsumferð líka? Á ég að vera að borga fyrir þessa DC þrjóta sem nota stærstan hluta af bandvíddinni?
Það myndi ekki kosta milljón á ári að hafa ókeypis utanlandsdl. Ég held að Hive muni sanna það.

Þú mátt halda það sem þú vilt en Hive þarf samt að borga nákvæmlega sömu verð og aðrir hjá Farice. Þú getur bara bjallað í Farice, eins og ég gerði, og spurt þá hvað svona tenging til útlanda kostar.
Allir sem skoða þetta að einhverju ráði sjá fljótt að það er bara hægt að hægt að láta svona netveitu ganga upp með því að annaðhvort:
a) láta notendur borga fyrir niðurhalið frá útlöndum sérstaklega (eins og allir gera í dag).
b) takmarka hraðann hjá notendum þegar mikið álag er í gangi (eins og Hive mun gera).

Annars gengur dæmið einfaldlega ekki upp fjárhagslega. Þú getur auðvitað séð það sjálfur ef þú hefur smá fyrir því að skoða þetta til enda.

Svo eru allt önnur lögmál í gangi með innanlandstraffíkina þar sem kostnaður við hana er bara brotabrot af verðunum fyrir umferð til/frá útlöndum. Í raun bara svipað eins og gengur og gerist úti í hinum stóra heimi þar sem allt niðurhal er ókeypis upp að vissu marki.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

skipio skrifaði:Annars gengur dæmið einfaldlega ekki upp fjárhagslega. Þú getur auðvitað séð það sjálfur ef þú hefur smá fyrir því að skoða þetta til enda.

Ég er líka búinn að pæla mikið í þessu og ég segji að þetta sé alveg hægt ef viljinn er fyrir hendi.

En þeir sem eru ekki á sömu skoðunn og þú vita nátturlega bara ekki nógu mikið um þetta ;)
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

gumol skrifaði:
skipio skrifaði:Annars gengur dæmið einfaldlega ekki upp fjárhagslega. Þú getur auðvitað séð það sjálfur ef þú hefur smá fyrir því að skoða þetta til enda.

Ég er líka búinn að pæla mikið í þessu og ég segji að þetta sé alveg hægt ef viljinn er fyrir hendi.

En þeir sem eru ekki á sömu skoðunn og þú vita nátturlega bara ekki nógu mikið um þetta ;)

EDIT: Endurskrifaði svarið:

Það er svosem allt í lagi að efast um þetta sem ég er að segja, að ekki sé hægt að reka netþjónustu á Íslandi nema með því að a) rukka sérstaklega fyrir niðurhal frá útlöndum eða b) takmarka hraðann og gæðin á álagstímum því útlandatengingin er ekki nema svo og svo stór.
En þá verður þú hinsvegar að koma með einhver rök fyrir máli þínu.

Í raun er aðal forsendan fyrir því sem ég er að segja sú að Farice tekur á ári 100 milljónir fyrir 155Mbit/s tengingu til útlanda. Útreikningarnir sem hægt er að leiða af þessu eru sáraeinfaldir og í raun augljósir.
Og miðað við þessi verð og mína útreikninga (sem ég útlistaði í svari að ofan) er ómögulegt að gera annað en að rukka sérstaklega fyrir niðurhal frá útlöndum eða þá hafa mjög takmarkaða bandvídd til útlanda (nema auðvitað að fólk noti netið ekkert ekkert þótt niðurhalið sé frítt).

Ef þú vilt gera einhverjar athugasemdir við útreikningana mína eða þá að þú hefur aðrar upplýsingar um verð á tengingum um Farice (bendi þér á að tala við Farice hf.) eða ef þú sérð einhverja leið til að komast framhjá Farice hf. er ég meira en reiðubúinn að heyra hvað þú hefur að segja.
Last edited by skipio on Lau 27. Nóv 2004 12:20, edited 2 times in total.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Hmm, veit ekki hvort að þetta tengist þessu ,,rifrildi", en hvar fá þessi fyrirtæki (sem eru með 100 mbit fiber) tenginguna sína?
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

Rifrildi. Hvaða rifrildi?

Ertu annars að tala um símafélögin almennt eða Hive og co.?

Mér skilst allavega að Hive kaupi ekki þjónustuna sína beint frá Farice heldur fari í gegnum millilið, Línu net, sem aftur sé með tengingu í gegnum Farice. Þetta er svosem eðlilegt því það er í minnsta lagi hægt að kaupa 45Mbit/s tengingu hjá Farice og hún er á frekar óhagstæðu verði samanborið við 155Mbit/s tengingu.

Eftir því sem ég hef heyrt er Hive með 10Mbit/s tengingu og hún ætti svosem að duga vel fyrir fyrstu viðskiptavinina þeirra (þótt þeir fái auðvitað ekki fullan hraða á 20Mbit/s ADSL-línunni sinni).
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Þetta var ,,rifrildi" innan gæslappa :)

Ég er ekki að tala um netþjónustfyrirtæki heldur bara almenn fyrirtæki sem að eru með 100 mbit fiber (t.d. LAN setur)
Svara