Hvað gæti ég selt nærri ónotaða vél á?

Svara

Höfundur
Richter
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Mið 16. Maí 2018 10:18
Staða: Ótengdur

Hvað gæti ég selt nærri ónotaða vél á?

Póstur af Richter »

Sælir!

Ég var að velta því fyrir mér, ég keypti mér ágúst 2016 Lenevo Y700 ( svipuð og þessi https://elko.is/le80vr00d4mx-le-lt-legi ... x1060-15-6.

Hún átti að notast eingöngu sem skólatalva/föndra í einhverjum leikjum en þar sem ég átti borðtölvu nú þegar þá nýttist hún aldrei í leiki. Var því bara notuð smá í kvöldskóla og streaming á netflix og svoleiðis.

Specs:
Skjákort: Geforce GTX 960M
Örgjörvi: Intel(R) Core(TM)i7-6700HQ CPU @2.60GHz
Vinnsluminni: 8GB
Harður diskur: 256Gb M.2 2280 NGFF 6.0Gbps (SSD)
Windows 10

Keypt með tryggingu og öllu á 266 þúsund.

Mig langar að selja hana og ég geri mér grein fyrir rýrnun í verði. En hvað haldið þið að þessi vél gæti selst á í dag?
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti ég selt nærri ónotaða vél á?

Póstur af Klemmi »

Mögulega á þér eftir að finnast þetta ósanngjarnt og leiðinlegt, en ég myndi segja svona 100þús.

Hérna ertu öflugri vél á alla kanta, sem kostar ný 180þús:
https://www.netverslun.is/Tolvur-og-skj ... 724.action
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti ég selt nærri ónotaða vél á?

Póstur af Njall_L »

Myndi segja að sanngjarnt verð fyrir þessa tölvu væri á bilinu 60-80 þúsund, fer eftir í hvaða ástandi tölvan er. Geri ráð fyrir að bæði ábyrgð og trygging sé runnin út miðað við að hún sé keypt í ágúst 2016.

Ódýrasta tölvan sem ég fann sem toppar þína vél í öllum spekkum kostar 159.990kr hjá Elko
https://elko.is/acer-nitro-5-leikjatolva-acnhq2sed002

Svo er hægt að fá tölvu með örlítið lakari örgjörva en öflugra skjákorti á 129.990kr, líka hjá Elko
https://elko.is/acnhq2sed001-acer-nitro ... jafartolva
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Svara