DD-wrt leiðbeingar fyrir ljósleiðara hjá Símanum

Svara

Höfundur
Gormur11
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Staða: Ótengdur

DD-wrt leiðbeingar fyrir ljósleiðara hjá Símanum

Póstur af Gormur11 »

Sælir vaktarar,

Ég er búinn að vera að reyna að setja upp Openwrt eða DD-wrt á Linksys wrt1900acs og mér tekst aldrei að komast í internetsamband.

Ég er ekki vel að mér í svona router málum og er að velta fyrir mér hvort einhver hafi sett þetta upp og getur deilt með mér stillingunum sem ég þarf að setja inn í setupið á þessu til þess að fá amk internetsamband og sjónvarp símans í gang... Held ég ætti að geta klórað mig áfram þaðan...

Ég er með PPPoe tengingu og fasta ip tölu.

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: DD-wrt leiðbeingar fyrir ljósleiðara hjá Símanum

Póstur af asgeirbjarnason »

Hef aldrei tengst ljósleiðara Símans en ég hef séð nokkra þræði um að tengja Edgerouter við það. Leiðbeiningarnar þar ættu að vera frekar gagnlegar fyrir OpenWRT eð DD-wrt. Hérna er til dæmis þráður: https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=71866

Og hérna er grein á Lappari.com um að nota sinn eiginn router hjá Símanum: https://lappari.com/2015/09/viltu-skipt ... a-simanum/, held reyndar að sú grein sé reyndar um ljósnetið frekar en ljósleiðara, en í fljótu bragði sýnist mér vera að tala um mjög líkar stillingar.

Höfundur
Gormur11
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Staða: Ótengdur

Re: DD-wrt leiðbeingar fyrir ljósleiðara hjá Símanum

Póstur af Gormur11 »

Takk fyrir þetta. Svarið mitt er einhversstaðar þarna en mig skortir líklega þekkingu til þess að setja þetta upp.

Ég held að vandamálið mitt sé einmitt stillingarnar á WAN portinu þ.e hvernig ég get sett inn Vlan id 4 priority 0 o.s.frv.

Ég held áfram að prófa...

Takk takk,
G

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: DD-wrt leiðbeingar fyrir ljósleiðara hjá Símanum

Póstur af asgeirbjarnason »

Ég get ekki staðfest þetta 100% þar sem ég er ekki á ljósleiðara Símans og þar sem OpenWRT tækið mitt er bara að keyra sem þráðlaus punktur, ekki router, en VLAN stillingarnar fyrir internet portið eru líklega á switch stillingarsíðunni.

Hérna er switch stillingarsíðan hjá mér, merkti internet portið með rauðum kassa (getur staðfest hvaða port er internet portið hjá þér með því að stinga í samband og taka úr sambandi, átt að sjá hvaða port breytist)
switch.png
switch.png (125.36 KiB) Skoðað 683 sinnum
Bættu VLAN 3 í þessa síðu og sjáðu til þess að það sé off á öllum portum nema internet portinu. Held síðan að það eigi að vera tagged á WAN portinu, en það gæti verið að það eigi að vera untagged. Eftir það ferðu í interfaces síðuna, editar interfaceið sem heitir WAN, ferð í physical settings og sérð til þess að WAN portið sé tengt saman við VLANið sem þú ættiar að hafa búið til áðan. Eftir það ættirðu að geta stillt PPPoE eðlilega.

Aftur, ég get ekki staðfest þetta þar sem ég er ekki í aðstöðu til þess, en miðað við reynslu mína af OpenWRT ætti þetta að vera um það bil rétt.

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: DD-wrt leiðbeingar fyrir ljósleiðara hjá Símanum

Póstur af asgeirbjarnason »

Eins og sést á myndinni var internetið hjá mér á VLAN 2 og ég var síðan að áframsenda internet VLANið á annað tæki innanhús sem gat ekki verið bakvið NAT, þess vegna er VLAN 2 untagged bæði á WAN portinu og öðru svissaporti

Höfundur
Gormur11
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Staða: Ótengdur

Re: DD-wrt leiðbeingar fyrir ljósleiðara hjá Símanum

Póstur af Gormur11 »

Kærar þakkir fyrir þetta asgeirbjarnason, þetta kom mér af stað og nú tengist ég allavega internetinu, en þó bara í gegnum DHCP þar sem PPPoe virðist ekki ná sambandi.

IPTV er líka úti hjá mér og ég er að reyna að vinna mig í gegnum það ennþá.
Svara