Sælir vaktarar,
Er að fara að skipta út routernum frá Símanum og hef ég verið að skoða þessa tvo:
https://elko.is/wrt1900acv2-linksys-wrt ... ifi-router
https://elko.is/netgear-nighthawk-ac1900-wifi-router
Eru menn með skoðanir á því hvort eitthvað vit sé í þessu, hvor sé betri eða hvort ég eigi að skoða eitthvað allt annað?
Með þökkum,
S.
Val á router
Re: Val á router
Er ekki mjög fróður um routera almennt en ég er með nighthawkinn og er mjög sáttur. Hinn eflaust mjög góður líka. Veit að margir hér mæla með Ubiquiti Edgerouter X og Unifi AP comboi.
i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 257
- Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
- Staða: Ótengdur
Re: Val á router
Mér finnst Linksys WRT línan alltaf frekar áhugaverð því Linksys auglýsa hana soldið sem fiktvæna. Þeir hlekkja á OpenWRT innsetningarleiðbeiningarnar (open source router stýrikerfi) fyrir þessa routera beint af síðunni sinni: https://www.linksys.com/us/support-arti ... Num=140719. Hef ekki hugmynd um hvort open source er einhver plús í þínum augum en þessi router fær að minnsta kosti slatta af aukastigum í kladdann frá mér.
-
Höfundur - Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
- Póstar: 69
- Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
- Staða: Ótengdur
Re: Val á router
Takk fyrir þetta drengir. Skelli mér á LinkSys routerinn. Virðist fá hörku góða dóma.