Ég er með EdgeRouterX og er tengdur ljósleiðara Hringdu (GPON ljósleiðari frá Mílu)
Frá ljósleiðaraboxi -> EdgeRouter(tengist hringdu) eth2 -> switch ->
1) WiFi Router (AmplifiHD sem er í raun bara að hegða sér eins og access point)
2) Boxið frá Sjónvarpi símans.
Þetta virkaði fínt þegar ég var með þjónustu frá Símanum nema þá fór allt í gegnum eitt af þessum portum á router frá símanum sem var stilltur fyrir iptv.
Ég var að reyna að herma eftir því sem var verið að tala um hérna:
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=71866 en það hefur lítið gengið.
Get ég gert þetta? þ.e.a.s þessa leið sem sem ég lýsi að ofan eða myndi ég þurfa að draga annan kapal og stilla port sérstaklega á routernum til að græja þetta?
Þetta eru stillingarnar úr þræðinum sem ég var að vísa í
Kóði: Velja allt
set interfaces ethernet eth2 bridge-group bridge br0
set interfaces ethernet eth2 description 'Siminn IPTV'
set interfaces ethernet eth2 egress-qos '0:3'