Nú virðist vera kominn tími þar sem notuð skjákort fara að flæða inn á markaðinn, sérstaklega þau sem hafa verið í minning.

Líklegast er það í framhaldi af umræðunni um nýju skjákorts línurnar.
Maður hefur séð 1080+ti og 1070 verið að koma mikið inn á vaktina og oft á mjög flottum verðum.

Nú skal ég bara spyrja eins og jólasveinn, hvernig eigum við að meta gæði vs verð á þessum kortum. Því þetta hefur verið runnað 24/7 frá kauptíma og oft í vafasömum aðstæðum/kössum með litla kælingu og lítið loftflæði.
Fyrir mig persónulega er verið að bjóða manni 1080ti á 50þ (samt bara turbo) sem hefur verið runnað í meira en ár í 80°C í minning eru þetta góð kaup ef/þegar þessi nýja lína sem við bíðum allir eftir er að koma. Væntanleg notkun verður bara gaming en engu að síður er svolítið verið að kaupa virkilega mikið notaða vöru. Þetta er svolítið eins og að kaupa bílaleigubíll.
Við vitum náttúrulega ekkert hvenær/hvort þessi lína komi eða hvort þetta sé bara rumors enn einu sinni en þessi umræða verður eiginlega að eiga sér stað þar sem haugur af skjákortum er að fara flæða á markaðinn og í misgóðu ástandi.
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
Öll umræða er vel þeginn og ég er persónulega ekkert involved í minning og hef því engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta nema að mig langar sjálfum í alvöru gaming kort
