[Nútímatækni] Mid/High-end Skólatölvan 2018
[Nútímatækni] Mid/High-end Skólatölvan 2018
Var að klára myndband þar sem ég fór yfir bestu skólatölvurnar fyrir haustið!
Tölvutækni er með gjafaleikinn í dag svo ég mæli auðvita með að allir taki þátt!
Þetta var klárlega erfiðasta myndbandið sem ég hef gert og var ég um viku að bæði lesa um tölvurnar sem eru til á landinu, í heildina fóru yfir 20 tölvur á listann og fóru þær út þegar ég gat staðfest sum af þeim gagnrýnum sem þær fengu. Það er mjög algengt að ódýrar tölvur hitni mikið v. nýjustu kynslóðar frá Intel. Það fór svo önnur vika í það að vinna úr 5 klukkustundum af efni og að edit-a. Ég var ekki fullkomlega sáttur með útkomuna, en gat bókstaflega beðið lengur með að gefa það út þar sem skólarnir eru bókstaflega að byrja í næstu viku hjá mörgum.
Auka punktar fyrir nörda:
- Microsoft með Surface línunni og HP með Spectre eiga klárlega heima á listnum, en það var aðeins ein Surface tölva sem ég fann á markaðinum með nýjustu kynslóð af vélbúnaði, og hún kostaði tæpar 700.000 kr. Ég fann aðeins 2 verslanir með Spectre, ein verslunin átti hana aðeins til með 7. kynslóð af Intel og hin verslunin átt aðeins 1 eintak eftir og gat ekki staðfest það að fá sömu týpu aftur.
- Meiri hlutinn af vélunum kosta yfir 200.000 kr sem er kannski ekki beint það sem námsmenn eru að leitast eftir, en ég held að við séum flest allir sammála því að dýr vél getur verið góð fjárfesting.
- Þetta er ekki heilagur listi, hann er eingöngu til að gefa þeim sem vita ekkert um tölvur, smá hugmynd um hvað séu líklegast góð kaup.
- Ég veit að litirnir eru mjög skrítnir í myndbandinu, ég hef ekki hugmynd um hvað ég gerði vitlaust því render-inn lúkkaði vel.
Tölvutækni er með gjafaleikinn í dag svo ég mæli auðvita með að allir taki þátt!
Þetta var klárlega erfiðasta myndbandið sem ég hef gert og var ég um viku að bæði lesa um tölvurnar sem eru til á landinu, í heildina fóru yfir 20 tölvur á listann og fóru þær út þegar ég gat staðfest sum af þeim gagnrýnum sem þær fengu. Það er mjög algengt að ódýrar tölvur hitni mikið v. nýjustu kynslóðar frá Intel. Það fór svo önnur vika í það að vinna úr 5 klukkustundum af efni og að edit-a. Ég var ekki fullkomlega sáttur með útkomuna, en gat bókstaflega beðið lengur með að gefa það út þar sem skólarnir eru bókstaflega að byrja í næstu viku hjá mörgum.
Auka punktar fyrir nörda:
- Microsoft með Surface línunni og HP með Spectre eiga klárlega heima á listnum, en það var aðeins ein Surface tölva sem ég fann á markaðinum með nýjustu kynslóð af vélbúnaði, og hún kostaði tæpar 700.000 kr. Ég fann aðeins 2 verslanir með Spectre, ein verslunin átti hana aðeins til með 7. kynslóð af Intel og hin verslunin átt aðeins 1 eintak eftir og gat ekki staðfest það að fá sömu týpu aftur.
- Meiri hlutinn af vélunum kosta yfir 200.000 kr sem er kannski ekki beint það sem námsmenn eru að leitast eftir, en ég held að við séum flest allir sammála því að dýr vél getur verið góð fjárfesting.
- Þetta er ekki heilagur listi, hann er eingöngu til að gefa þeim sem vita ekkert um tölvur, smá hugmynd um hvað séu líklegast góð kaup.
- Ég veit að litirnir eru mjög skrítnir í myndbandinu, ég hef ekki hugmynd um hvað ég gerði vitlaust því render-inn lúkkaði vel.
Last edited by chaplin on Þri 07. Ágú 2018 18:08, edited 1 time in total.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1676
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Ein "skólatölva" undir (réttsvo) 150þús? Djöfull eru verð á fartölvum mikil bilun...
Eitt er þó bilaðra, en það er að kaupa fartölvu fyrir skóla á 250þús eða meira (skil þó ef þú ert að fara í kvikmyndaskólann eða listaháskólann).
Ég hélt einmitt að fólk í venjulegu námi reyndi að kaupa sér tölvu á allavega smá budget, eða þú veist, ég allavega reyni að gera það... kannski er ég bara eitthvað afbrigði
Eitt er þó bilaðra, en það er að kaupa fartölvu fyrir skóla á 250þús eða meira (skil þó ef þú ert að fara í kvikmyndaskólann eða listaháskólann).
Ég hélt einmitt að fólk í venjulegu námi reyndi að kaupa sér tölvu á allavega smá budget, eða þú veist, ég allavega reyni að gera það... kannski er ég bara eitthvað afbrigði
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
True, t.d held ég að chromebook dugi fyrir mjög marga framhaldsskólanema.ZiRiuS skrifaði:Ein "skólatölva" undir (réttsvo) 150þús? Djöfull eru verð á fartölvum mikil bilun...
Eitt er þó bilaðra, en það er að kaupa fartölvu fyrir skóla á 250þús eða meira (skil þó ef þú ert að fara í kvikmyndaskólann eða listaháskólann).
Ég hélt einmitt að fólk í venjulegu námi reyndi að kaupa sér tölvu á allavega smá budget, eða þú veist, ég allavega reyni að gera það... kannski er ég bara eitthvað afbrigði
Just do IT
√
√
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Flott myndband. Alltof dýrar vélar. Tölvur eru aldrei fjárfesting, enda falla þær bara í verði
En gætir skipt þessu í tvennt "BESTA SKÓLATÖLVAN" og "BESTA ÓDÝRA SKÓLATÖLVAN"
En gætir skipt þessu í tvennt "BESTA SKÓLATÖLVAN" og "BESTA ÓDÝRA SKÓLATÖLVAN"
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Ég verð að viðurkenna að ég er pínu lost eftir þetta vídeó.
Hvað gerir þessar tölvur að betri "skólatölvu", en margar aðrar á 60-100k?
Vel hægt að fá full-hd display, ssd og þokkalega batterís endingu á því verðbili.
Hvað gerir þessar tölvur að betri "skólatölvu", en margar aðrar á 60-100k?
Vel hægt að fá full-hd display, ssd og þokkalega batterís endingu á því verðbili.
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Fyrsta tölvan sem ég ætlaði að setja á listann var Lenovo IdeaPad hjá Elko, en núna þegar ég fletti henni upp sé ég hana ekki og sé aftur á móti Lenovo IdeaPad 530s á 100.000 kr, 1.5kg, allt að 8 klst rafhlöðuendingu, virðist vera nokkuð, ideal.ZiRiuS skrifaði:Ein "skólatölva" undir (réttsvo) 150þús? Djöfull eru verð á fartölvum mikil bilun...
Eitt er þó bilaðra, en það er að kaupa fartölvu fyrir skóla á 250þús eða meira (skil þó ef þú ert að fara í kvikmyndaskólann eða listaháskólann).
Ég hélt einmitt að fólk í venjulegu námi reyndi að kaupa sér tölvu á allavega smá budget, eða þú veist, ég allavega reyni að gera það... kannski er ég bara eitthvað afbrigði
Eina tölvan sem ég fann þegar ég gerði listann sem virtist vera fullkomin á blaði og kostaði undir 100.000 kr var með 8. kynslóð af i5, 4GB RAM, 128 GB SSD og FullHD skjár. Ég fór niður í verslun og skoða vélina, eftir stutta notkun voru vifturnar farnar í 100% og á 30 mín fóru 15% af rafhlöðunni.
Vandamálið sem ég hef rekist á, þar sem ég bað um að fá Chromebook vélar fyrir skóla sem ég var að aðstoða, nemendur vildi ekki nota þær. Þessar tölvur voru ódýrar og um leið og við fórum í dýrari vélar að þá byrjuðu nemendur aðeins að fikta með þær, en að láta fólk nota eitthvað sem það þekkir ekki eða kann ekki á getur verið erfitt, hvað þá að láta þau fjárfesta í þessum hlutum.Hjaltiatla skrifaði: True, t.d held ég að chromebook dugi fyrir mjög marga framhaldsskólanema.
Fyrsta pælingin var að gera top 5 low / mid / high-end lista. Ég vill þó minna aftur á að þessi listi er ekki heilagur og sé ég núna Lenovo IdeaPad 530s, á 100.000 kr og án þess að kynna mér vélina, að þá lúkkar hún mjög vel.Sallarólegur skrifaði:Flott myndband. Alltof dýrar vélar. Tölvur eru aldrei fjárfesting, enda falla þær bara í verði
En gætir skipt þessu í tvennt "BESTA SKÓLATÖLVAN" og "BESTA ÓDÝRA SKÓLATÖLVAN"
Tökum nokkur dæmi (hunsum Chromebook í bili) :Moldvarpan skrifaði:Ég verð að viðurkenna að ég er pínu lost eftir þetta vídeó.
Hvað gerir þessar tölvur að betri "skólatölvu", en margar aðrar á 60-100k?
Vel hægt að fá full-hd display, ssd og þokkalega batterís endingu á því verðbili.
- Acer Aspire 3 er á 60.000 kr. Hún er með FullHD skjá, 4 GB vinnsluminni, 128 GB drif. En hún er líka 2.1 kg. Mér finnst þetta vera allt of þungt fyrir fólk sem eru á flakki.
- Acer Swift 1 er á 60.000 kr. 13.3" skjár (Full HD). 4 GB vinnsluminni, 64 GB drif og 1.3 kg. Vélbúnaðurinn er þó um 2 ára gamall.
- Fyrir 10.000 kr aukalega getur þú farið í Asus Vivobook, helmingi stærra drif en einnig með 2 ára gömlum vélbúnaði?
- HP Notebook er mjög djúsí. 14" FullHD, 7. kynslóð af Intel, 6 GB vinnsluminni, lítið drif en einnig frekar létt (1,46 kg). Skjárinn er mjög dimmur, en fyrir 80.000 kr að þá er þetta líklegast fínasti díll. Vandamálið hér er að núna myndu koma spurningar frá nördunum, "En fyrir 20.000 kr getur þú fengið meira vinnsluminni og helmingi öflugri örgjörva".
Að gera þennna lista í miðjum Dual to Quad core skiptum er einfaldlega bara erfitt, og ódýrari vélar með Quad Core ná oft ekki að losa sig við hitann sem myndast. Ég gerði því frekar lista með vélum sem ég get staðið bakvið, þær duga sennilega lengur en ódýrari vélar og tvær af vélunum eru með 3 ára ábyrgð.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
https://elko.is/notebook-ip-320s-14ikb- ... 80x4002gmx
(geri mér grein fyrir lagerstöðunni, en hún kemur samanburðinum ekki við)
14"
dual core, ht
4gb
128gb ssd
1.7kg
7 klukkutíma rafhlaða
Ég er ekki á leiðinni í skóla, er ekki að fara kaupa mér tölvu, en vill samt skilja þennan samanburð.
Þarna er elko að selja fína tölvu, sem ég get ekki séð að sé verri fyrir almennan notenda í námi.
En hvað þurfa nemendur í dag að nota í skólum? Er þetta ekki fyrst og fremst, word og excel?
Fyrir mér skiptir útlit, tíska og aldur engu máli. Samanburðurinn hlýtur að snúast um getu þeirra til að sinna því sem þær eru beðnar um.
(geri mér grein fyrir lagerstöðunni, en hún kemur samanburðinum ekki við)
14"
dual core, ht
4gb
128gb ssd
1.7kg
7 klukkutíma rafhlaða
Ég er ekki á leiðinni í skóla, er ekki að fara kaupa mér tölvu, en vill samt skilja þennan samanburð.
Þarna er elko að selja fína tölvu, sem ég get ekki séð að sé verri fyrir almennan notenda í námi.
En hvað þurfa nemendur í dag að nota í skólum? Er þetta ekki fyrst og fremst, word og excel?
Fyrir mér skiptir útlit, tíska og aldur engu máli. Samanburðurinn hlýtur að snúast um getu þeirra til að sinna því sem þær eru beðnar um.
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Hvernig á ég samt að geta mælt með tölvu sem er ekki fáanleg?
Þetta var mikið vandamál og einnig voru margar flottar tölvur komnar á listann, en þegar ég talaði við verslanir, að þá áttu þær oft 1-2 stykki eftir á lager og ekki var von á fleiri vélum.
Eins og ég segi, að gera þennan lista var algjör pain, ég breytti samt titlinum á myndbandinu í "Bestu mid/high-end skólatölvurnar" - ég ætla að sjá hvort ég geti sett saman lista á næstu 2 dögum þar sem ég myndi fjalla um ódýrari tölvur, en þær verða þó auðvita að vera fáanlegar.
Þetta var mikið vandamál og einnig voru margar flottar tölvur komnar á listann, en þegar ég talaði við verslanir, að þá áttu þær oft 1-2 stykki eftir á lager og ekki var von á fleiri vélum.
Eins og ég segi, að gera þennan lista var algjör pain, ég breytti samt titlinum á myndbandinu í "Bestu mid/high-end skólatölvurnar" - ég ætla að sjá hvort ég geti sett saman lista á næstu 2 dögum þar sem ég myndi fjalla um ódýrari tölvur, en þær verða þó auðvita að vera fáanlegar.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Flottur listi að mínu mati og ég meina verð á tölvum í dag er bilun alveg sama hvar er litið. Að fara í skóla er ákveðin fjárfesting út af fyrir sig og ég myndi frekar kaupa tölvu af þessum lista sem endist mér alla skólagönguna heldur en tölvu undir 100k sem ég þarf hugsanlega að skipta út eftir 1 ár eða tvö vegna hægleika eða ofhitnunar, sem er svo allt of algengt vandamál með þessar ódýrari tölvur. Ódýrari hönnun, viftan sett á frekar asnalegan stað sem gerir það að verkum að hún virkar eins og ryksuga en ekki kæling fyrir tölvuna.
Flott myndband, keep it up!
Flott myndband, keep it up!
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Prik fyrir að 7. kynslóðar örgjörvar eru ekki á listanum.
Verðið allt allt of hátt hér, miðað við tölvur með 8. kynslóð.
Verðið allt allt of hátt hér, miðað við tölvur með 8. kynslóð.
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Þetta er svolítið þannig, og þegar litið er á ódýrustu tölvurnar hjá td. Elko sem kosta 30.000 kr, meira en nóg fyrir skóla, auðvita. En með Windows 10 S að þá er eingöngu hægt að setja upp forrit af Windows Store. Þannig það er eingöngu hægt að bera þær saman við Chromebooks og iPad.0zonous skrifaði:Flottur listi að mínu mati og ég meina verð á tölvum í dag er bilun alveg sama hvar er litið. Að fara í skóla er ákveðin fjárfesting út af fyrir sig og ég myndi frekar kaupa tölvu af þessum lista sem endist mér alla skólagönguna heldur en tölvu undir 100k sem ég þarf hugsanlega að skipta út eftir 1 ár eða tvö vegna hægleika eða ofhitnunar, sem er svo allt of algengt vandamál með þessar ódýrari tölvur. Ódýrari hönnun, viftan sett á frekar asnalegan stað sem gerir það að verkum að hún virkar eins og ryksuga en ekki kæling fyrir tölvuna.
Flott myndband, keep it up!
Chromebooks eru snilld, ef þú kaupir dýrari týpuna. Ég var að þjónusta grunnskóla og var ég í skýjunum þegar skólinn keypti Chromebooks í stað iPad, ekki það að iPad sé slæmt tæki, en fjölbreytni er góð. En skjárinn á Chromebook vélinni var vægast sagt skelfilegur og voru tölvurnar hægar og touchpad-ið ónothægt. Þessar tölvur komust aldrei í notkun því iPad-arnir virkuðu einfaldlega miklu betur.
Núna er ég að þjónusta annan skóla sem keypti dýrari Chromebook. Miklu meira tæki, en, samt sem áður, kjósa allir iPad-ana. Og þegar þú ert kominn í 70.000 kr, af hverju ekki bara að kaupa Windows tölvur?
Ef Chromebook og ódýrar Windows tölvur eru nóg, er þá ekki iPad einnig nóg? Sjálfur notaði ég sjálfur næstum því eingöngu iPad síðasta árið í háskólanum og fyrir allt nema forritun að þá myndi ég frekar taka iPad umfram ódýra Windows tölvu eða dýra Chromebook.
Lenovo IdeaPad 320s var á listanum, 99.995 kr. 14" FullHD, Quad-Core Intel 8 gen. 256 GB SSD. Gallar: Thermal Thottling og skv. þjónustufulltrúanum sem ég talaði við var aðeins hægt að kaupa hana á vefverslun Elko, takmarkað magn væri til og ekki hægt að lofa fleiri eintökum.
Lenovo IdeaPad 530s mætti þó alveg vera á listnum í 2-3. sæti. 14" FullHD, aðeins Dual-Core örgjörvi, en líklegast ekkert thermal thottling og miklu meira en nóg, hægt að stækka vinnsluminni upp í 8 GB (kostar 12.450 kr aukalega = 112.445 kr), 256 GB drif og góð rafhlöðuending. Ég sá hana þó aðeins eftir að ég gerði listann svo feill hjá mér.
Takk fyrir það, tek það samt fram að ég myndi sennilega kjósa 7. kynslóð Dual-Core frá Intel, umfram 8. kynslóð Quad-Core á ódýrari vélum þar sem ódýari vélar eiga oft erfitt með að losa sig vita hita. Einnig væri 8. kynslóð frá Intel Dual-Core meira en nóg fyrir skólann, en þá myndi ég einnig fá skot að það væri hægt að fá Quad-Core vél á sama verði.frr skrifaði:Prik fyrir að 7. kynslóðar örgjörvar eru ekki á listanum.
Verðið allt allt of hátt hér, miðað við tölvur með 8. kynslóð.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
You can switch out of S mode easily at any time through the Microsoft Store within Windows. There is no charge for switching the mode.
https://www.laptopmag.com/articles/upgr ... ndows-10-s
https://www.laptopmag.com/articles/upgr ... ndows-10-s
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
-
- Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
fólk kaupir Chromebook af sömu ástæðu og fólk velur Apple vörur þ.e einfaldleikinn (mínus rugl verð).
Líka ljómandi gott að geta átt möguleikann á að henda upp GalliumOS á all nokkrar Chromebook vélar.
Mín persónulega skoðun er að það eigi ekki að vera í boði fyrir börn á grunnskólaaldri að nota Windows eða Apple tæki heldur frekar að velja opnar lausnir (ef ekkert er í boði í opna geiranum t.d fyrir fólk með sérþarfir þá má eðlilega mæta þeim þörfum með sérlausnum t.d Ipad eða þess háttar).
Líka ljómandi gott að geta átt möguleikann á að henda upp GalliumOS á all nokkrar Chromebook vélar.
Mín persónulega skoðun er að það eigi ekki að vera í boði fyrir börn á grunnskólaaldri að nota Windows eða Apple tæki heldur frekar að velja opnar lausnir (ef ekkert er í boði í opna geiranum t.d fyrir fólk með sérþarfir þá má eðlilega mæta þeim þörfum með sérlausnum t.d Ipad eða þess háttar).
Just do IT
√
√
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Tveir gallar. Windows S er hannað til að vera léttara í keyrslu. Með þessu ertu farinn í stýrikerfi sem er þyngra (skv. Microsoft) og í vélinni er aðeins 64 GB drif / 4 GB vinnsluminni. Ef það cripplar ekki tölvuna, að þá er þetta mjög einfalt fyrir okkur að gera þessa breytingu (W10S í W10Pro), en fólk með nákvæmlega enga þekkingu á tölvum eru ekki að fara þessa leið.upg8 skrifaði:You can switch out of S mode easily at any time through the Microsoft Store within Windows. There is no charge for switching the mode.
https://www.laptopmag.com/articles/upgr ... ndows-10-s
Ég hef starfað sem upplýsingatæknifulltrúi og átti frumkvæðið á því að gera greiningu á opnum (og ókeypis) hugbúnaði f. grunnskóla svo ég fengi leyfi fyrir því að setja upp Linux tölvur í skólum (auka vélar, ekki að skipta út Windows f. Linux). Á sama tíma var ég að aðstoða við innleiðingu spjaldtölva (iPad) og vildi einmitt gefa krökkum meira val.Hjaltiatla skrifaði:fólk kaupir Chromebook af sömu ástæðu og fólk velur Apple vörur þ.e einfaldleikinn (mínus rugl verð).
Líka ljómandi gott að geta átt möguleikann á að henda upp GalliumOS á all nokkrar Chromebook vélar.
Mín persónulega skoðun er að það eigi ekki að vera í boði fyrir börn á grunnskólaaldri að nota Windows eða Apple tæki heldur frekar að velja opnar lausnir (ef ekkert er í boði í opna geiranum t.d fyrir fólk með sérþarfir þá má eðlilega mæta þeim þörfum með sérlausnum t.d Ipad eða þess háttar).
Þetta er þó ekki alveg svona einfalt og við erum einnig komin út fyrir efnið.
Ég er ekki að reyna að skapa neinn móral hérna, ég veit að þessi listi er ekki the one any only, enda kom ég með shoutout fyrir Laptop.is, svo fólk geti gert sína leit sjálf og fundið það sem hentar þeim. Ég er einnig mjög ánægður með gagnrýni, en að bera saman 30-40-50-60.000 kr vélar við dýrari vélar er dálítið erfitt. Hvað þá ef ódýrari vélarnar eru ekki einu sinni til sölu lengur.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: [Nútímatækni] Mid/High-end Skólatölvan 2018
Ég verð að vera sammála Danna í þessari umræðu, sérstaklega m.v. svörin hjá honum þar sem hann fór og skoðaði tölvurnar hands-on og athugaði lagerstöðu.
Það er ekki hægt að gera svona topplista sem allir verða sammála, og það er svo margt annað en bara spekkar sem spila inn í. Á blaði þá getur 70þús króna tölva litið nokkuð svipað út og 150þús króna tölva, en svo þegar farið er að skoða raun-rafhlöðuendingu, þyngd, lyklaborð, touchpad, gæði í skjá og buildi, þá fer verðmunurinn að sýna sig.
Ég er auðvitað ekki að segja að það muni henta öllum að kaupa þessar vélar í listanum hans Danna, heldur einfaldlega að segja að ég sé sammála honum að fylgja sinni sannfæringu og setja ekki vélar þarna inn sem hann treystir sér ekki til að mæla með, af ástæðum sem hafa komið fram hér að ofan (m.a. lagerstaða, hitamyndun, rafhlöðuending).
Góð fartölva, líkt og svo margt annað, er fjárfesting í þægindum. Að hún sé létt, nett og endist vel, það kostar bara yfirleitt peninga. Ef að fartölva endist alla mennta- og/eða háskólagönguna, þá eru þessar upphæðir sem um ræðir ekki endilega eitthvað sem ég tel þess virði að spara í. Önnin í grunnnámi HR kostar 243þús.
Það er ekki hægt að gera svona topplista sem allir verða sammála, og það er svo margt annað en bara spekkar sem spila inn í. Á blaði þá getur 70þús króna tölva litið nokkuð svipað út og 150þús króna tölva, en svo þegar farið er að skoða raun-rafhlöðuendingu, þyngd, lyklaborð, touchpad, gæði í skjá og buildi, þá fer verðmunurinn að sýna sig.
Ég er auðvitað ekki að segja að það muni henta öllum að kaupa þessar vélar í listanum hans Danna, heldur einfaldlega að segja að ég sé sammála honum að fylgja sinni sannfæringu og setja ekki vélar þarna inn sem hann treystir sér ekki til að mæla með, af ástæðum sem hafa komið fram hér að ofan (m.a. lagerstaða, hitamyndun, rafhlöðuending).
Góð fartölva, líkt og svo margt annað, er fjárfesting í þægindum. Að hún sé létt, nett og endist vel, það kostar bara yfirleitt peninga. Ef að fartölva endist alla mennta- og/eða háskólagönguna, þá eru þessar upphæðir sem um ræðir ekki endilega eitthvað sem ég tel þess virði að spara í. Önnin í grunnnámi HR kostar 243þús.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Takk fyrir það, tek það samt fram að ég myndi sennilega kjósa 7. kynslóð Dual-Core frá Intel, umfram 8. kynslóð Quad-Core á ódýrari vélum þar sem ódýari vélar eiga oft erfitt með að losa sig vita hita. Einnig væri 8. kynslóð frá Intel Dual-Core meira en nóg fyrir skólann, en þá myndi ég einnig fá skot að það væri hægt að fá Quad-Core vél á sama verði. [/quote]frr skrifaði:Prik fyrir að 7. kynslóðar örgjörvar eru ekki á listanum.
Verðið allt allt of hátt hér, miðað við tölvur með 8. kynslóð.
Það er alls ekki í mótsögn við það sem ég sagði, verðið er bara of hátt miðað við það sem þú færð og því ekki góð kaup, nema að verð lækki.
Í nettustu vélunum þyrfti maður að fá afar góð gögn um hita og kælingu vs afköst til að geta borið slíkt saman. Einhverjir eiga eftir að lenda í sama fiasko og Apple með nýjust "Pro" vélina, en ég geri ráð fyrir að framleiðendur læri af því.
Re: [Nútímatækni] Skólatölvan 2018
Nei átti það ekki við þannig.frr skrifaði: Það er alls ekki í mótsögn við það sem ég sagði, verðið er bara of hátt miðað við það sem þú færð og því ekki góð kaup, nema að verð lækki.
Í nettustu vélunum þyrfti maður að fá afar góð gögn um hita og kælingu vs afköst til að geta borið slíkt saman. Einhverjir eiga eftir að lenda í sama fiasko og Apple með nýjust "Pro" vélina, en ég geri ráð fyrir að framleiðendur læri af því.
Ég held að 10.13.6 patch-inn frá Apple hafi lagað thermal throttling vandamálið. En samt sem áður, dýrustu vélarnar á markaðinum hafa átt í vandræðum með hitann, ódýrustu vélarnar í plast skel og litla viftur eru í mörgum tilvikum einfaldlega ekki hannaðar fyrir að vera með 4-kjarna örgjörva.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS