HP iPAQ Pocket PC hx4700

Svara
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

HP iPAQ Pocket PC hx4700

Póstur af emmi »

Einhverjir sem hafa vit á PDA sem geta mælt með þessu? Eða er til eitthvað öflugara/sniðugara en þetta?
HP iPAQ
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Það er bæði til sniðugara OG öflugara en þetta, þessi vél var eingöngu hönnuð með fyrirtækjanotkun í huga, hún er mjög dýr og klunnaleg í notkun auk þess sem hún er með touchpad sem er frekar heimskulegt á PDA þar sem þú ert með penna í stað músar hvort sem er!

Mæli með að þú skráir þig á http://www.pocketpcthoughts.com ...

Ég fengi mér mun frekar Dell Axim X50v eða Pocket LOOX 720 í dag en hafðu í huga að það er að koma ný útgáfa af Windows Mobile á næsta ári (CE 5 er nú þegar hægt að nálgast með emulator fyrir developers svo það styttist í mobile útgáfuna með DirectX og leikir gerðir með XNA fyrir XBox og Windows borðtölvur verður auðvelt að porta yfir á Windows Mobile... Það verður minni munur á PhoneEdition og venjulega kerfisins svo hægt verður að nota sömu forrit...

En allavega X50v er besta vélin sem þú getur fengið fyrir video playback enda verið að gera plug-in fyrir beta player sem tekur full not af þessum 16mb skjáhraðli sem er í vélinni = Það sem þeir hafa í dag með þessu plug-in sem er nú í alpha er í kringum 40 FPS á VGA video í góðum gæðum... þó skjárin á flestum vélum styðji bara kringum 14FPS þá sýnir það að X50v er ekki eins kraftlítil og halda má eftir sum "neikvæð" review.
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Skil, þakka þér fyrir þessar upplýsingar. Mér líst ágætlega á hana, líka $200 ódýrari. Hún er örugglega með WiFI 11b líka, það er ekki aukahlutur?

Eraserhead
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 12:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Eraserhead »

Jebb, mæli eingdregið með Dell Axim X50v, á sjálfur svoleiðis og þetta er snilldar græja. Mæli þó með því að þú fáir þér auka batterí því þú ert fljótur að klára þau ef þú notar hana til fulls.
Svara