Ég get ekki sé annað en að eini munurinn sé að þessu í Elko er 144Hz og þessi í Tölvutek 165Hz.
Er það ekki rétt hjá mér?? Er þetta ekki eini munurinn.
Langar að fara að uppfæra. Einhver með hugmynd eða góða reynslu. Væri vel þegin.
Þetta er í raun sami skjárinn en sá sem er hjá Tölvutek er með Tobii Eye Tracking module aukalega sem leyfir þér að stjórna skjánum með því að horfa á mismunandi staði á honum. Prófaði þetta í Tölvutek þegar þessi skjár kom fyrst og það kom mér merkilega á óvart hvað trackerinn er nákvæmur og í raun eitthvað sem maður sæi fyrir sér að nota en er ekki bara gimmick. Mæli allavega með að skoða hann í Tölvutek áður en þú tekur endanlega ákvörðun.