Tölvusetup [BuildThread]

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Tölvusetup [BuildThread]

Póstur af Black »

Jæa ég lét loksins verða að því að gera tölvusetup eins og mig hefur alltaf dreymt um að hafa.Þar sem ég er með tölvuna inní stofu þá þarf þetta að vera snyrtilegt og taka lítið pláss. Fyrir umþb ári þá setti ég upp borð í flýti ánþess að spá í hvernig það kæmi út,Vandamálið var að platan var of djúp, hún var 20cm of stutt og svört, já og leit út fyrir að vera í lausulofti.
Svona leit þetta út fyrir ári síðan,Frekar dapurt og metnaðurinn 5%

Mynd
Þarna er þetta farið að taka smá mynd á en var ekki nógu ánægður með þetta :uhh1
Mynd

Ég keypti Ekbacken borðplötu með marmaraáferð í ikea og lét saga hana fyrir mig hjá Fantófell,Planið var að hún væri í flútti við gluggakistuna hjá mér.
Borðplatan er föst með Vinklum og svo eru borðfætur til að halda við hana að framanverðu.
Eftir að hafa rifið gömluplötuna burt, þá lækkaði ég vinklana í hæð við gluggakistuna hjá mér, og byrjaði á nýja setupinu.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Fékk þennan cableholder í ikea,mjög þægilegt að fela snúrurnar sem fara í tölvuna.
Mynd
Mynd
Mynd

Nokkur smáatriði sem ég á eftir að klára,Kem til með að bora gat nær lyklaborðinu þannig að sá kapall liggi ekki yfir borðið, Þarf að bora fyrir snúruni í headphone standinn og fá mér nýja músamottu,
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvusetup [BuildThread]

Póstur af Sallarólegur »

Mjög flott, gaman að fylgjast með.

Er skjárinn alveg fastur? Hvernig er að geta ekki stillt hann?

Á ekki að vera marmaraáferð á vinstra horninu á borðinu? Var það sagað vitlausu megin eða snýr hún öfugt? :)
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölvusetup [BuildThread]

Póstur af Hnykill »

Engin músamotta hjá þér ? ..annars mjög snyrtilegt setup :happy
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Skjámynd

Höfundur
Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Tölvusetup [BuildThread]

Póstur af Black »

Sallarólegur skrifaði:Mjög flott, gaman að fylgjast með.

Er skjárinn alveg fastur? Hvernig er að geta ekki stillt hann?

Á ekki að vera marmaraáferð á vinstra horninu á borðinu? Var það sagað vitlausu megin eða snýr hún öfugt? :)
Skjárinn er alveg fastur, en hann er akkúrat í minni sjónhæð svo þetta er merkilega þægilegt.
Ég á eftir að líma kantlista á endan á borðinu :)
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvusetup [BuildThread]

Póstur af Sallarólegur »

Black skrifaði: Ég á eftir að líma kantlista á endan á borðinu :)
Er þetta eitthvað öðruvísi en venjulega?

Plöturnar í IKEA koma með kantlistum. Ef þú sagar réttu megin þá þarftu ekki að líma neitt, bara snýrð plötunni þannig að sárið snúi að veggnum. Límmiðarnir sem fylgja með eru svo þú getir búið til sár en lagað þau fyrir frístandandi plötur sem snúa ekki að vegg.

Mynd
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Tölvusetup [BuildThread]

Póstur af DJOli »

Nett og minimalistic setup. Svona "less is more" kind of thing. Ég persónulega hefði sett veggfestingar sitthvorum megin við skjáinn og hent upp einhverjum mónitorum.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

Höfundur
Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Tölvusetup [BuildThread]

Póstur af Black »

Sallarólegur skrifaði:
Black skrifaði: Ég á eftir að líma kantlista á endan á borðinu :)
Er þetta eitthvað öðruvísi en venjulega?

Plöturnar í IKEA koma með kantlistum. Ef þú sagar réttu megin þá þarftu ekki að líma neitt, bara snýrð plötunni þannig að sárið snúi að veggnum. Límmiðarnir sem fylgja með eru svo þú getir búið til sár en lagað þau fyrir frístandandi plötur sem snúa ekki að vegg.

Mynd
Já það voru mín mistök, tók ekki fram hvernig ég vildi láta saga plötuna, lét þá bara fá málin
En það fylgir sem betur fer kantur með svo það er ekki stóra málið :)
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Svara