Emil bestur á HM?
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Emil bestur á HM?
http://www.visir.is/g/2018180628868/emi ... lands-a-hm
Ég veit ekki jack shit um fótbolta þannig séð, rétt eins og í taflinu þá kann ég bara rétt mannganginn.
En er þetta raunin?
Átti hann ekki að dekka manninn í fyrra marki Króata og svo klúðrið sem leiddi af sér annað markið?
Hans besti leikur ever var á móti Argentínu, engin spurning en... hvernig getur hann fengið topp einkunn fyrir Króataleikinn?
Ég er innilega ósammála þessu, þó ég átti mig ekki endilega á hver var yfir það heila hver eigi að hafa verið betri.
Ég veit ekki jack shit um fótbolta þannig séð, rétt eins og í taflinu þá kann ég bara rétt mannganginn.
En er þetta raunin?
Átti hann ekki að dekka manninn í fyrra marki Króata og svo klúðrið sem leiddi af sér annað markið?
Hans besti leikur ever var á móti Argentínu, engin spurning en... hvernig getur hann fengið topp einkunn fyrir Króataleikinn?
Ég er innilega ósammála þessu, þó ég átti mig ekki endilega á hver var yfir það heila hver eigi að hafa verið betri.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Emil bestur á HM?
Hann var langbestur í 179 mín af þessum 180 sem að hann spilaði.
Gerði vissulega hrikaleg mistök þarna í seinna markinu, en hann var bara svo áberandi langbestur í leiknum fyrir utan þau að ég er alveg sammála þessu.
Gerði vissulega hrikaleg mistök þarna í seinna markinu, en hann var bara svo áberandi langbestur í leiknum fyrir utan þau að ég er alveg sammála þessu.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 326
- Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Emil bestur á HM?
WhoScored er virkilega vinsæl statistical síða sem ég hef fyglst lengi með.
Þeir skrá m.a: shots, possession per player, pass success, dribble, aerial won, tackles & dispossessed.
Skv. WhoScored í röð vs Arg, Níg, Kró.
Gylfi Sig: 7.8 - 6.7 - 7.8. avg: 7.43
Emil*: 6.9 - x - 5.6 avg: 6.25
Hannes: 7.9 - 6.2 - 5.6 avg: 6.56
Aron: 6.9 - 6.1 - 6.7 avg: 6.56
Alfreð: 7.8 - 6.4 - 6.5 avg: 6.90
Hörður: 6.4 - 6.7 - 6.5 avg: 6.53
Birkir Már: 7.0 - 6.2 - 6.3 avg: 6.50
Jói Berg*: 6.4 - x - 7.0 avg: 6.70
*tveir leikir
Aðrir voru lægri.
Sömu eða svipaða sögu hafa aðrar stórar statistical síður að segja.
Gylfi er okkar lang besti leikmaður.
*edit stafsetning.
Þeir skrá m.a: shots, possession per player, pass success, dribble, aerial won, tackles & dispossessed.
Skv. WhoScored í röð vs Arg, Níg, Kró.
Gylfi Sig: 7.8 - 6.7 - 7.8. avg: 7.43
Emil*: 6.9 - x - 5.6 avg: 6.25
Hannes: 7.9 - 6.2 - 5.6 avg: 6.56
Aron: 6.9 - 6.1 - 6.7 avg: 6.56
Alfreð: 7.8 - 6.4 - 6.5 avg: 6.90
Hörður: 6.4 - 6.7 - 6.5 avg: 6.53
Birkir Már: 7.0 - 6.2 - 6.3 avg: 6.50
Jói Berg*: 6.4 - x - 7.0 avg: 6.70
*tveir leikir
Aðrir voru lægri.
Sömu eða svipaða sögu hafa aðrar stórar statistical síður að segja.
Gylfi er okkar lang besti leikmaður.
*edit stafsetning.
Re: Emil bestur á HM?
Tölfræði er oft ágæt en hún er samt svo langt frá því að sýna almennilega hvernig menn voru að standa sig.brynjarbergs skrifaði:WhoScored er virkilega vinsæl statistical síða sem ég hef fyglst lengi með.
Þeir skrá m.a: shots, possession per player, pass success, dribble, aerial won, tackles & dispossessed.
Skv. WhoScored í röð vs Arg, Níg, Kró.
Gylfi Sig: 7.8 - 6.7 - 7.8. avg: 7.43
Emil*: 6.9 - x - 5.6 avg: 6.25
Hannes: 7.9 - 6.2 - 5.6 avg: 6.56
Aron: 6.9 - 6.1 - 6.7 avg: 6.56
Alfreð: 7.8 - 6.4 - 6.5 avg: 6.90
Hörður: 6.4 - 6.7 - 6.5 avg: 6.53
Birkir Már: 7.0 - 6.2 - 6.3 avg: 6.50
Jói Berg*: 6.4 - x - 7.0 avg: 6.70
*tveir leikir
Aðrir voru lægri.
Sömu eða svipaða sögu hafa aðrar stórar statistical síður að segja.
Gylfi er okkar lang besti leikmaður.
*edit stafsetning.
Öll skiptin sem Emil tekur boltann og róar niður spilið.
Öll skiptin sem hann er mættur að loka svæðum og neyða andstæðinginn til að gera eitthvað annað.
Þegar hann hjálpar með dekkun.
Sýnir ekki hvaða áhrif hann hefur á leik liðsins og spilamennsku því það er ekki hægt að telja það fyrir tölfræðina.
Einnig er finnst mér svona tölfræði oft halla á varnarmenn/varnarsinnaða leikmenn, mér finnst skot, "dribbles" og sendingar telja miklu meira en unnin skallaeinvígi, heppnaðar tæklingar og unninn bolti. En þar sem ekki er hægt að sjá hve
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Emil bestur á HM?
Ég er enginn sérfræðingur í fótbolta heldur, en fljótt á litið þá sýndist mér Gylfi vera að skapa langmest fyrir liðið. Hann er að búa til sóknirnar okkar, og er miðpunkturinn í þeim flestum ef ekki öllum.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 326
- Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Emil bestur á HM?
Skil hvaðan þú kemur en þetta er ekki alveg svona ójafnt.
Hér hefur þú allan leikinn:
https://www.whoscored.com/Matches/12499 ... nd-Croatia
Þarna er miðjumaður besti maður leiksins,
Sóknarliggjandi miðjumaður næstbestur.
Markmaður í þriðja.
Kantmaður í fjórða og svo varnarmaður í fimmta.
E-ið sem er á Emil þýðir "Error lead to goal" sem dregur hann niður í einkunn enda hafði það gífurleg áhrif á útkomuna. Gefur boltann í stöðunni 1-1 og Króatar skora - game over.
Hér hefur þú allan leikinn:
https://www.whoscored.com/Matches/12499 ... nd-Croatia
Þarna er miðjumaður besti maður leiksins,
Sóknarliggjandi miðjumaður næstbestur.
Markmaður í þriðja.
Kantmaður í fjórða og svo varnarmaður í fimmta.
E-ið sem er á Emil þýðir "Error lead to goal" sem dregur hann niður í einkunn enda hafði það gífurleg áhrif á útkomuna. Gefur boltann í stöðunni 1-1 og Króatar skora - game over.
Re: Emil bestur á HM?
Emil gerir vissulega mistök þarna varðandi seinna mark Króata en vörnin átti líka að vera tilbúin, Ísland einfaldlega með menn of framarlega í von um að ná öðru marki og Króatar refsa fyrir þessi mistök. Emil stóð sig gríðarlega vel á þessu móti og ég er bara alveg sammála þessu.
-
- Geek
- Póstar: 808
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Emil bestur á HM?
Hann gerði líka mistök í fyrra markinu með að fylgja ekki manninum sem hljóp inn í teig, hann var ekki einn um þau mistök en samt er að spila í þeirri stöðu sem á að fylgja mönnum inn. Hann var þó mjög góður í báðum leikjunum sem hann tók þátt í. Ef við hefðum haft hann í seinni á móti Nígeríu hefði hann hugsanlega farið öðruvísi.
Segjandi það þá fór þetta mót bara eins og það fór af því að of margir leikmenn voru hvorki í líkamlegu né leikformi, þá sérstaklega á miðjunni. Hitinn hjálpaði ekki heldur. Miðað við ástand sumra leikmanna þá bjóst ég ekki einu sinni við stigi satt að segja svo miðað við það og við vorum inn í öllum 3 leikjunum var þetta bara frábært hjá þeim !
Segjandi það þá fór þetta mót bara eins og það fór af því að of margir leikmenn voru hvorki í líkamlegu né leikformi, þá sérstaklega á miðjunni. Hitinn hjálpaði ekki heldur. Miðað við ástand sumra leikmanna þá bjóst ég ekki einu sinni við stigi satt að segja svo miðað við það og við vorum inn í öllum 3 leikjunum var þetta bara frábært hjá þeim !
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GBSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Re: Emil bestur á HM?
Það er líka eitt sem þarf að hafa í huga, Emil spilaði ekki Nígeríuleikinn, í þeim leik fengu flestir slaka einkunn, sem dregur þá niður í einkunn.
Re: Emil bestur á HM?
Ég er sammála þér, var mjög hissa að heyra þetta. Hann átti mjög góðan leik vs Argentínu og spilaði auðvitað ekki versta leikinn. Fannst hann aftur á móti mjög slappur/latur í vörninni á móti króatíu og gerði mistök í báðum mörkunum í þeim mikilvæga leik og gæti ég því ekki sagt að mér hafi fundist hann bestur á HM. Ég er reyndar smá hater á Emil og hann kom mér á óvart á móti Argentínu, skal éta þann sokk
i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Emil bestur á HM?
Ég er alls ekki ósáttur við liðið okkar og frammistöðu þeirra þó ég hefði viljað sjá þá komast lengra.
Mér finnst bara lítið gert úr því sem þeir eru að gera með því að tala svona upp einn leikmann sem að mínu mati á það ekki alveg skilið.
Ef ég ætti að gefa einhverjum hrós eftir HM þá mundi ég hrósa Alfreð, Heimi og Birkir Már, fannst þeir svakalegir.
Mér finnst bara lítið gert úr því sem þeir eru að gera með því að tala svona upp einn leikmann sem að mínu mati á það ekki alveg skilið.
Ef ég ætti að gefa einhverjum hrós eftir HM þá mundi ég hrósa Alfreð, Heimi og Birkir Már, fannst þeir svakalegir.
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Emil bestur á HM?
Mér fannst ég sjá mörg leiðinleg mistök hjá Heimi. Ekki að hafa Rúrik kláran í skiptingu og vera manni færri í eina og hálfa mínútu. Eiður Smári tók hann alveg á teppið og sagði þetta vera alveg út í hött.
Hann hefði aldrei átt að spila Aron svona lengi á móti Nígeríu, hann þreyttist fljótt og miðjan fór alveg í steik.
Hannes var meiddur á móti Króatíu og gat ekki komið út einu almennilegu útsparki þar sem hann tók þau með ristinni en ekki utanfótar vegna meiðsla. Hafði hann tilkynnt meiðslin daginn sem leikurinn var og átti Heimir að hafa hann á bekknum að mínu mati.
Miðað við lýsingu Gumma þá bað Gylfi 3-4 sinnum sendingu frá Emil sem Emil hunsaði og tók oft þá langan bolta út á kannt sem ekkert færi varð úr.
Að nota Arnór Ingva sem skiptingu seinustu 2 mínútur fannst mér alltaf lélegt. Á hann að bjarga liðinu alltaf á seinustu sek í klúðri en aldrei fá tækifæri til að spila meira en 2 mín?
Gylfi bar af í liðinu. Jóhann Berg og Rúrik fá líka stig frá mér. Mjög góð frammistaða hjá þeim.
Hann hefði aldrei átt að spila Aron svona lengi á móti Nígeríu, hann þreyttist fljótt og miðjan fór alveg í steik.
Hannes var meiddur á móti Króatíu og gat ekki komið út einu almennilegu útsparki þar sem hann tók þau með ristinni en ekki utanfótar vegna meiðsla. Hafði hann tilkynnt meiðslin daginn sem leikurinn var og átti Heimir að hafa hann á bekknum að mínu mati.
Miðað við lýsingu Gumma þá bað Gylfi 3-4 sinnum sendingu frá Emil sem Emil hunsaði og tók oft þá langan bolta út á kannt sem ekkert færi varð úr.
Að nota Arnór Ingva sem skiptingu seinustu 2 mínútur fannst mér alltaf lélegt. Á hann að bjarga liðinu alltaf á seinustu sek í klúðri en aldrei fá tækifæri til að spila meira en 2 mín?
Gylfi bar af í liðinu. Jóhann Berg og Rúrik fá líka stig frá mér. Mjög góð frammistaða hjá þeim.
massabon.is