Sæl veriði.
Er að óska eftir gefins dóti og vona að það fái að hanga hér inni.
Ég starfa í búsetuúrræði fyrir unglinga og hjá okkur er einn sem er með alveg brennandi áhuga á forritun.
Hann hefur mest áhuga á leikjagerð og er að fikta sig áfram í Python.
Mér datt í hug hvort einhver hér gæti leynt á einhverjum svona byrjenda bókum og væri til í að láta þær af hendi.
Ef svo væri þá má endilega senda mér skilaboð!
Með bjartsýnni kveðju,
Hilmar
Kennslubækur fyrir Python
Re: Kennslubækur fyrir Python
Hefur hann aðgang að netinu?
Ef svo er þá myndi ég byrja á eftirfarandi
http://introtopython.org og https://automatetheboringstuff.com
Ef svo er þá myndi ég byrja á eftirfarandi
http://introtopython.org og https://automatetheboringstuff.com
Re: Kennslubækur fyrir Python
Ég gæti mögulega átt einhverjar bækur á PDF. Skal senda ef ég finn þær
Re: Kennslubækur fyrir Python
Ég á mögulega einhverja doðranta (það væri samt python tveir-komma-eitthvað). Er áhugi fyrir því þó það sé farið að nálgast áratugs gamalt?
Re: Kennslubækur fyrir Python
Það væri bara alveg geggjað!dori skrifaði:Ég á mögulega einhverja doðranta (það væri samt python tveir-komma-eitthvað). Er áhugi fyrir því þó það sé farið að nálgast áratugs gamalt?
Re: Kennslubækur fyrir Python
https://www.amazon.com/Learning-Python- ... rds=python
ég á eina svona, get selt hana á 5k
mjög þurr bók, en inniheldur allt um python
ég á eina svona, get selt hana á 5k
mjög þurr bók, en inniheldur allt um python
HHKB pro 2, MX Master, Sennheiser HD 598
Re: Kennslubækur fyrir Python
https://inventwithpython.com/
Þessar bækur má lesa ókeypis á netinu og eru alveg top-notch kennslubækur, hugsaðar fyrir ungt fólk. Ég hef skoðað bæði "Cracking Codes" og "Invent your own computer games" með unglingsstrákunum mínum og get mælt með þeim.
Þessar bækur má lesa ókeypis á netinu og eru alveg top-notch kennslubækur, hugsaðar fyrir ungt fólk. Ég hef skoðað bæði "Cracking Codes" og "Invent your own computer games" með unglingsstrákunum mínum og get mælt með þeim.
Re: Kennslubækur fyrir Python
Mæli líka með automate the boring things, hægt að nota vefsíðuna og sækja bókina á pdf.
Mjög góð nálgun fyrir byrjendur.
Mjög góð nálgun fyrir byrjendur.
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb