Ný vél, AMD Vs. Intel?

Svara
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Ný vél, AMD Vs. Intel?

Póstur af GullMoli »

Jæja, þá er bróðir minn að íhuga að uppfærslu á vélinni sinni. Vill eitthvað mjög future proof setup, notað aðalega í tölvuleiki og m.a. tengt í 4k sjónvarp. Valið stendur á milli AMD Ryzen og Intel.

Það er nokkurnvegin búið að takmarka þetta við þessa örgjörva:

AMD Ryzen 5 2600
AMD Ryzen 5 2600X
AMD Ryzen 7 2700
AMD Ryzen 7 2700X

Intel Core i5-8400
Intel Core i5-8600
Intel Core i5-8600K
Intel Core i7-8700
Intel Core i7-8700K

Einnig er hann búinn að skrá niður nokkur móðurborð en spurning núna er hvort hann eigi að velja og svo hvaða kubb.

Tomshardware mæla með 2700x. AMD eru náttúrulega með fleiri þræði/kjarna en Intel eru með klukkuhraðann.. sem skiptir sennilegast meira máli í tölvuleikjunum?

Hverju mælið þið með og af hverju?
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, AMD Vs. Intel?

Póstur af pepsico »

Það er til hellingur af leikjum í hverjum i7-8700k stendur sig talsvert betur en 2700x og það mun líklega meira af þeim koma út. Ef þetta væri einhvers konar leikja og vinnslutölva væri þetta erfiðara val en ég held að i7-8700k ætti að verða fyrir valinu þar sem hann er bæði betri núna og líklega komandi ár. Sýnist á almennri þróun að sex kjarnar sé góður millivegur milli frammistöðu í leikjum akkúrat í dag og frammistöðu eftir nokkur ár.

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, AMD Vs. Intel?

Póstur af nonesenze »

Ef þú ert að spá í endursölu þá er intel líka mikið vinsælara og heldur virði betur. Ég persónulega er alger intel fá boy þegar kemur að örgjörva. Ég hef oft haft AMD vélar og það er bara eitthvað við intel sem virkar betur. Ég hef samt ekki prufað þessa nýju AMD örgjörva
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 371
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, AMD Vs. Intel?

Póstur af kunglao »

I7 8700K er king of the Hill í leikjum eins og staðan er í dag
Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD

Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, AMD Vs. Intel?

Póstur af Andriante »

AMD 2700x fyrir productivity, 8700k fyrir gaming.
Skjámynd

dragonis
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Mán 25. Maí 2009 15:46
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, AMD Vs. Intel?

Póstur af dragonis »

Þetta fer eftir upplausninni 1080p Intel allan daginn. 1440p 4k skiptir þetta litlu máli, engin marktækur munur í leikjaspilun.

2700x er samt að koma mjög vel út í leikjaspilun 1080p.

Ég er að keyra á Ryzen 5 1600 létt klukkaðan, var með Intel 4790k mig finnst allt browsing og öll önnur vinsla meira smooth á Ryzen, er svo að spila leiki í 4k og var einnig í þeirri upplausn á Intel finn engan mun á spilun fps.

Þetta er held ég meira smekksatriði í dag ef þér finnst gaman að yfirklukka færi ég í Intel, það er samasem engin munur á þessum örgjöfum nema að Ryzen er meira future proof með fleiri kjarna og þræði.

Þetta er alltaf viðkvæmt málefni haha :)

Gangi þér vel.
Svara