Til að lækka latency í Amerískum server

Svara

Höfundur
kainzor
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Fös 16. Okt 2009 18:23
Staða: Ótengdur

Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af kainzor »

Hæhæ, ég er bara að fræða mig aðeins við net málum og langaði bara spurja nokkrar spurningar.

S.s. eins svo er þá er ég með gamlan ljósleiðara sem styður bara eins svo er 100mb/s en er að fá nýjan frá vodafone (Gagnaveita Reykjavíkur) sem er með 1000mb/s en það sem mig langaði spurja hvernig það er hægt að lækka ping í leikjum á Amerískum serverum. Þannig hérna eru spurningarnar.

1.)
Þyrfti ég betri router eða myndi það vera mikið betra að skipta út ISP routerinn í ehv netgear eða linksys router? sem styður alveg meira en 1300mb/s? (sem ISP routerinn er innbygður með. Hér er link https://www.webantics.com/huawei-hg659- ... g-failover )

2.)
Er alveg munur á latency ef þú færð betri router-a þótt þú sért bara með 1000mb/s ljósleiðarabox?

3.)
Hvernig er hægt að lækka við svona latency í amerískum serverum?

Gemini
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af Gemini »

Latency verður til vegna fjarlægðar. Latency er mælt sem ferð fram og til baka. Ljós fer t.d. 7x í kringum jörðina á sekúndu (1000ms) Þannig besti fræðilegi hraði fram og til baka hinum meginn á hnöttinn væri 1/7 úr sekúndu eða 143 ms. Svo auðvitað þarf að bæta við að það hægir á hve oft gögn stoppa við á routers og öðru á leiðinni og ekki er um beina leið að ræða.

Þannig í stuttu máli sagt er bara ljóshraði of hægur fyrir okkar nútímaþarfir en því miður er það mesti hraði sem við vitum um.

edit : gleymdi að útskýra semsagt að þó að gangaveiturnar kalli þetta meiri "hraða" semsagt stærri tengingar er ekki um eiginlega hraða að ræða heldur meira magn í einu. Getur hugsað það eins og að gera á þykkari svo meira magn af vatni flæði um hana þó að vatnið flæði á sama hraða um hana.
Last edited by Gemini on Fös 01. Jún 2018 21:47, edited 1 time in total.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af appel »

Það eru 4400 km til New York frá Íslandi, miðað við beina sjónlínu. Sæstrengir liggja þvers og kruss um atlantshaf, til evrópu og svo til n-ameríku. Líklega er raunvegalengd um 10,000 km frá Íslandi til New York.

Ljóshraðinn er um 300,000 km á sek. 30,000 km á 100 millisekúndum, 10,000 km á 33 millisekúndum.

Þannig að grunn-ping er líklega álíka, um og kringum 33 ms. Eðlisfræðilega ekki hægt að lækka það. Kannskir sumir sæstrengir sem liggja hagstæðlega fyrir Ísland og þú færð 20 ms, en ég held að það sé það besta sem hægt er að fá við austurströnd BNA.
*-*

Gemini
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af Gemini »

appel mundu að margfalda með 2x fyrir ping (fram og til baka).
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af appel »

Gemini skrifaði:appel mundu að margfalda með 2x fyrir ping (fram og til baka).
Ah ég vissi að ég gleymdi einhverju :)
Reyndar eru margir leikir sem nota UDP samskipti fyrir time critical skilaboð og þau eru one-way-only, þ.e. þarfnast ekki svars. En þau eru óáreiðanleg og ég er ekki viss um hve margir leikir nota enn UDP, flestir farnir í TCP.
En það er líka mikið overhead við allskonar endabúnaði og millibúnaði.
*-*

orn
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af orn »

Svartími í neti er samblanda af fjarlægð milli staða, fjölda tækja á milli og hversu beinar tengingar á milli A og B eru.

Stór þáttur í þessu eru samtengingar Internetþjónustuaðila þíns, þ.e. hversu margar og hversu góðar þær eru. Það getur verið mjög mismunandi á milli þjónustuaðila. Þú getur svolítið hugsað þetta eins og flug. Það er bara spurning um hversu marga áfangastaði þinn þjónustuaðili er með bein flug til. Það er bestur svartími þangað. Svo er þá oft óeðlilega hár svartími til staða sem eru kannski ekki það langt frá vegna margra millilendinga.

Þetta er ekki fullkominn samlíking en ætti að skýra út af hverju mismunandi svartími helgast og hvers vegna mismunandi þjónustuaðilar eru með mismunandi svartíma út í heim.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af rapport »

Ég spilaði leik á sínum tíma á þjóni í LA.

Ég þurfti að fá Hringdu og svo seinna hringiðuna til að routa beint til USA því að yfirleitt fór tengingin frá IS til UK og þaðan til USA.

Mig minnir að ég hafi verið á 180-220ms, þar af voru 90-110ms til austurstrandarinnar og svo er sambandið þvert yfir Bandaríkin aðrar 90-110ms

Ég gat spilað sama leik á þjóni í miðausturlöndum á 120ms stabílt.

Frjáls markaður í USA = lélegir tæknilegir innviðir, a.m.k í sambandi milli svæða/borga = lagg dauðans.

Getur notað svona til að rekja slóðina "traceroute" - https://www.misk.com/tools/#traceroute

Eða

https://support.microsoft.com/en-us/hel ... in-windows
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af russi »

Má alveg bæta við þetta að gögn í ljósleiðara ná ekki ljóshraða, í raun langt frá því. Eru nær því að vera 2/3 af hraða ljósins.

Ef við tökum nördalevelið á þetta þá er ljósleiðari með hægari tenginum sem þú nærð, en færð aftur á móti gífurlega bandbreidd sem aðrar hraðari samskiptaleiðir bjóða ekki uppá. Svo bætist við þetta og á við alla samskiptamáta að það er líka töf í öllum búnaði sem gagnapakkarnir fara í gegnum.

En til að svara OP, þá ertu líklega ekki að fá betri svartíma við það að fara úr 100Mbit í 1000Mbit, nema þá helst að endabúnaðurinn þinn megin sé fljótari að vinna með pakkana, líklegt er að sú talning er ekki í ms, er frekar í ns
Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af mort »

Eins og stendur eru 3 ljósleiðarar frá Íslandi við umheiminn


Farice, tekur 700km krók til Seyðisfjarðar og þaðan í átt að Færeyjum og endar í Skotlandi - flestar tengingar í Farice enda í London með einhvers konar backhauli í UK

Danice, beint á ská til DK - kemur inn á Landeyjarsand (..fór út 5 sinnum síðasta sólarhring)

Greenland connect - sá fer nokkuð spes leið til Grænlands, upp með vesturströnd og þaðan niður til Nýfundnalands. Er svo tekinn í backhaul til US en endar á Landeyjarsandi hér á skerinu.

Það munar mjög litlu á Farice/Danice og Greenland connect, held að þetta sé um 20ms rt ef þú skoðar ping frá IS til austurstrandar US. (pse correct)


Við þurfum að komast beint til US, eða í gegnum t.d. Írland - það væri ákjósanlegast.

Besta sem hægt er að gera til að lækka latency er að komast á ljós hér heima, sleppa við allt xDSL dót

Appel - flestir leikir í denn notuðu TCP, en nota í raun UDP í dag og sjá sjálfir um að "jafna" latency og villuleiðrétta. TCP hefur þann leiðindagalla að ef eitthvað týnist eða kemur seint þá sér stýrikerfið/netkortið um að endursenda og bíða eftir svari sem er oft ekki ákjósanlegt. þannig streyma þeir gögnunum. Ég sé þetta allavega í nokkrum vinsælum leikjum sem ég hef verið að troubleshoota.


- Mort
---
starfsmaður á burðarneti Vodafone
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af appel »

Ein leiðin til að minnka latency er að hosta sjálfur. Ísland er millivegur milli Evrópu og BNA, ef leikurinn er þannig samsettur af spilurunum frá bæði evrópu og bna þá er Ísland ákjósanlegur millivegur.
*-*
Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af mort »

eða það, en svona smá off topic,

ég man allavega í denn með CS að það var í raun ekki hægt að spila á EU serverum, allavega ekki competitive.

En í dag, þá finn ég ekkert svo mikið fyrir því - og þá sérstaklega í Overwatch. Eru leikir í dag ekki bara að nota betri tækni til að tækla þetta?

- Mort
---
starfsmaður á burðarneti Vodafone

Gemini
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Til að lækka latency í Amerískum server

Póstur af Gemini »

mort skrifaði:eða það, en svona smá off topic,

ég man allavega í denn með CS að það var í raun ekki hægt að spila á EU serverum, allavega ekki competitive.

En í dag, þá finn ég ekkert svo mikið fyrir því - og þá sérstaklega í Overwatch. Eru leikir í dag ekki bara að nota betri tækni til að tækla þetta?

- Mort
Þá var allt sent til US og svo til EU. Í dag er betra ping í EU (60-75 ms) en US(90-150 ms).
Svara