Að versla nýtt setup

Svara

Höfundur
claMito
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 19. Maí 2018 20:17
Staða: Ótengdur

Að versla nýtt setup

Póstur af claMito »

McDaginn kæru vaktspjallarar

Er að fara versla mér leikjatölvu. Málið er hinsvegar ekki eins einfallt og það lítur út fyrir að vera og því langar mig til að varpa fram mínum hugsunum og mögulega fá eitthvert feedback úr ykkar reynslubrunni.

Budgetið er 200k plús mínus e-h aðeins ef það er virkilega þess virði.

Er að byrja á algjöru núlli og vantar allt saman, þeim mun meira sem ég skoða þeim mun ráðvilltari verð ég með hvað skal gera. Hef í gegnum tíðina alltaf verið intel maður, núna sé ég hinsvegar AMD vera frá þrusufína dóma og jafnvel koma betur út úr skoðunum frá tech youtube gæjum.

Hverju mæli þið með, vél sem er kemur manni í gegnum leiki eins og PUBG, þó svo að mest megnis verði spilað CS:GO og Skyrim. Þá langar manni að ráða vel við nýju leikina.

Mig langar að græja allt í gegnum sömu verslun, allavegana þegar kemur að íhlutum í kassann. Það auðveldar ábyrgðarmálin að mínu mati.
Þar sem kínamarkaðurinn er orðinn svo global, hafa leikmenn verið að panta þaðan, eða í gegnum ebay, amazon, ibuypower og þessar síður?

Vitiði hversu mikið myndi leggjast ofan á að panta vél frá t.d. iBuyPower ?

Svo er ég með "nýliða"spurningar.

1. 144hz ódýr skjár vs 144hz dýr skjár - hvað er það sem gerir þá dýra og ódýra?
2. Finnur maður mun á 240hz og 144hz skjá í tölvuleikjaspilun, hvað er það helsta sem munurinn liggur í?
3. Hvar fái þið bestu þjónustuna hér á landi í tölvuverslun?


Með fyrirfram þökk til ykkar, fyrsti pósturinn minn og vona ég að hann eigi heima hér. Fann ekki þráð sem var opinn fyrir þetta topic hjá mér, ef það fór framhjá mér má admin endilega leiðrétta.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Að versla nýtt setup

Póstur af linenoise »

Random thoughts:
Ég geri ráð fyrir að https://spjall.vaktin.is/viewforum.php?f=57 eða https://spjall.vaktin.is/viewforum.php?f=20 séu betri undirborð, en ég er viss um að adminar munu laga þetta fyrr en varir.

Almennt muntu alltaf koma til með að borga vask af öllum kostnaði við innflutning. Almennt muntu líka þurfa að borga tollmeðferðargjald (700 kall?) *per pakka* sem berst þér. Ég myndi svo persónulega aldrei panta neitt að utan nema ég væri til í að líta svo á að það væri keypt án ábyrgðar (nema hugsanlega ef hluturinn kæmi DOA, þá myndi ég væntanlega reyna að fá honum skipt)

Alveg sama hversu AMD eru gott bang for the buck í heildina, þá er alltaf hægt að finna intel örgjörva á sama verði sem hefur betra single thread performance og mun virka betur í flestum leikjum. (Ég er Ryzen maður sjálfur, hafði meiri áhuga á bang for the buck en leikjaspilun).

Sumt sem þú kemur ekki inn á. Hefur þú áhuga á að fara upp fyrir 1080? Fleiri en einn skjá? Ætlarðu að nota tölvuna í eitthvað annað? Flestir góðir leikjaskjáir eru frekar lélegir þegar kemur að öðrum hlutum.

computer.is hefur veitt mér bestu þjónustuna í gegnum tíðina, en ég er ekkert svo hrifinn af íhlutavali hjá þeim. Tölvutækni er með íhluti sem eru mér að skapi og ef ég væri að byggja mér leikjatölvu myndi ég líklega fara þangað.

Höfundur
claMito
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 19. Maí 2018 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Að versla nýtt setup

Póstur af claMito »

Ég þakka þér fyrir svörin linenoise

Það mun vera 1 skjár og 80%+ af tímanum í henni mun fara í tölvuleikjaspilun. Rest í basic hluti og mögulega að taka upp dj mix þó svo að ég hafi verið að nota MacBook Pro í það verkefni hingað til.

Varðandi upplausn þá hef ég verið að nota 4:3 í staðinn fyrir 16:10 eða 16:9 ef þú kannast við það úr CS:GO. Hef haldið upplausninni lárri þrátt fyrir að eiga mikið inni. Þannig hef ég "alist" upp við að spila leikinn. Sem er svo brenglað, að eiga fínustu vél til að spila leik sem þú spilar í lélegri upplausn og lélegum gæðum. En það mun breytast núna, maður þarf að þróast með tækninni.

Varðandi skjá, hverju mæliru með þar, er líklegur að fara í tölvutækni, mjög ánægður með þá þjónustu sem ég hef fengið þar síðustu ár.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Að versla nýtt setup

Póstur af linenoise »

Smá meiri comment:
Ef þú ert í tónlist þá er möguleiki að þú viljir móðurborð sem styður Thunderbolt, annað hvort með tengi eða alla vega header. Gigabyte er með svoleiðis á flestum borðum sem eru ekki budget borð.

Ég hef engar skoðanir á skjám í leikjaspilun. Ég vil helst nota IPS skjái út af góðum litum og minni augnþreytu, en þeir henta ekki mjög vel í twitch leiki. Vonandi getur einhver annar sem veit meira um 144hz skjái komment, en við fyrstu sýn sýnist mér að dýrari 144 séu fyrst og fremst með hærri upplausn.

Þetta budget, á það að covera allt? Tölvu, skjá, lyklaborð, mús o.s.frv.?

Höfundur
claMito
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 19. Maí 2018 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Að versla nýtt setup

Póstur af claMito »

Já budgetið er 200k fyrir kassann, það er uppleggið. Og takk fyrir góða punkta varðandi móðurborðið :)
Svara