Vantar hjálp með fartölvuharðadisk

Svara

Höfundur
gutlieb
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Lau 19. Maí 2018 21:21
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp með fartölvuharðadisk

Póstur af gutlieb »

Harðidiskurinn í fartölvunni minni er að gefa sig (get t.d. ekki opnað chrome lengur án þess að hún frjósi, þarf að nota MS Edge). Fartölvan er Acer Aspire V5-573G-54218G1Taii keypt 2015.
https://www.notebookcheck.net/Acer-Aspi ... 403.0.html
Þar sem ég veit ekki mikið um tölvur yfir höfuð er ég með nokkrar spurningar sem brenna á mér:
Er það þess virði að skipta um harðadiskinn sjálfur í stað þess að fara með tölvuna á verkstæði? Ef já, hvaða harðadisk ætti ég að kaupa sem passar í tölvuna?

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með fartölvuharðadisk

Póstur af ColdIce »

Átti svona vél og hún var skelfilega hæg með þessum disk sem fylgdi. Splæsti í svona: https://www.att.is/product/samsung-850- ... z76e250beu

Við erum að tala um muninn á hvítu og svörtu í performance!
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP

Höfundur
gutlieb
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Lau 19. Maí 2018 21:21
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með fartölvuharðadisk

Póstur af gutlieb »

Takk fyrir svarið. Hef heyrt mikið gott um þessa ssd diska og er ekki að nota mikið pláss á tölvunni, ég skoða þennan.
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með fartölvuharðadisk

Póstur af Dropi »

gutlieb skrifaði:Takk fyrir svarið. Hef heyrt mikið gott um þessa ssd diska og er ekki að nota mikið pláss á tölvunni, ég skoða þennan.
Að skipta í SSD er eins og ColdIce sagði munur á svörtu og hvítu. Ég formattaði og skipti um C: disk uþb árlega áður en ég fékk SSD því alltaf varð tölvan svo hæg og forrit lengi að opna. Núna er ég bara að bæta við SSD diskum eftir þörfum en hef notað sama Samsung 840 Pro 120GB diskinn síðan 2013 sem C: disk.
:fly
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með fartölvuharðadisk

Póstur af Hjaltiatla »

Einn viðbótarmöguleiki, þú getur einnig prófað að setja upp Linux á vélina.Hef t.d skipt út Windows 10 fyrir Ubuntu Mate/Kubuntu á vélum með 5400 rpm diskum og þær keyra ágætlega vs Windows 10. Það voru reyndar lenovo vélar en worth the shot að athuga hvort þessi Acer vél virki á Linux (driverar og þess háttart) á sama vélbúnaði ef þú týmir ekki að splæsa í SSD.
Just do IT
  √
Svara