Sælir,
Rakst á þetta fyrir tilviljun, kom mér soldið á óvart hvað mobile er orðið stór partur af þessu eða 51%.
Hversu lengi lifir pc leikjaheimurinn miðað við þessa þróun.
Geri mér heldur ekki grein fyrir áræðanleika þessara talna eða heimilda.
Sýnist console og PC vera að lækka svipað mikið í prósentum í hlutfalli við mobile. Hvorugur þessara markaða er á leiðinni út á næstu árum, sérstaklega þar sem allir markaðir eru enn að sækja í sig veðrið, mobile er bara að stækka miklu hraðar en hinir tveir.
Held við þurfum ekki að hafa neinar einustu áhyggjur af PC markaðnum, margir leikir eru farnir að kosta meira í framleiðslu heldur en týpískur Hollywood blockbuster og margir þeirra farnir að þéna meira en stærstu bíómyndir sögunnar. Framleiðsla á afþreyingu er í sögulegu hámarki og er sko engan veginn að fara að minnka í fyrirsjáanlegri framtíð, heldur þvert á móti er eftirspurn eftir allri tegund af afþreyingu að vaxa ótrúlega hratt.