Búinn að splæsa í nýjan SSD en er þrátt fyrir það er ég enn að lenda í "Blue Screen" leiðindum. Getur þetta verið Google vafrinn?
Mér finnst ég eingöngu fá þessa "KMODE_EXCEPTION_NOT_HANDLED" meldingu þegar ég er eitthvað að vafra í Google en er þó ekki alveg viss.
Hef einnig verið að fá "SYSTEM_PTE_MISUSE","PFT_LIST CORRUPT","CRITICAL_PROCESS_DIED" og "BAD_POOL_HEADER" meldingar en þó miklu sjaldnar.
Ég trúi ekki öðru en einhverjir vaktarar hafi lent í einhverjum ámóta vandræðum og hafi þá leyst vandamálið með einhverjum hætti?
Es. Hef ekki getað uppfært Windows þ.e. "2018-04 Cumulative Update for Windows 10 Version 1709 for x64-based Systems (KB4093105)" allan mánuðinn og var í sömu vandræðum með "2018-03" útgáfuna. Er hugsanlega einhver tenging þarna á milli?

i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5