Nota þau á desktop borðinu mínu í vinnunni. Hélt að þau yrðu draumur, en er bara vesen.
- Maður er alltaf að hlaða þetta, þannig að ég get ekki gripið í þau og sett á þegar mér hentar, heldur þarf maður að hlaða. Ég slekk aldrei á þeim og pæli aldrei í að hlaða þetta fyrr en það þarf að hlaða, sem er alltof oft.
- Get ekki notað þau öðruvísi en þráðlaust. Það fylgir með eins metra jack snúra, sem er algjörlega gagnslaus, ekki nógu löng, þar að auki virkar ekki noise cancelling þegar ég nota jack, sem er ein helsta ástæðan fyrir að ég fékk þau, en nota þau í vinnunni og það er mikið noise sem þarfa að cancella.
- Bluetooth-usb dongle sem ég keypti fyrir pc tölvuna virkar hrikalega illa. Hljómgæði droppa niður í eitthvað alveg hræðilegt stundum, og höktir svakalega nær alltaf. Þetta er Asus dongle tengdur við usb 3 port á tölvunni.
Ég bara skil ekki afhverju það virðist ekki vera hægt að fá headphone sem eru með noise-cancelling en eru snúrutengd svo maður þurfi ekki að sífellt vera að hlaða þetta. T.d. tengd með usb snúru í stað jack.
Ég virðist nota þessi headphone mun minna en gömlu ódýru snúrutengdu heyrnartólin útaf þessu veseni.
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
](./images/smilies/eusa_wall.gif)