Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Svara

Höfundur
einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af einarn »

Einn frændi minn er að fara til Canada bráðlega og ég var að velta fyrir mér að biðja hann um að kippa með sér einni kindle paperwhite með sér heim fyrir mig. er búinn að skoða þetta og mér sýnist þetta vera bara 5.25v á þeim öllum, er það ekki örugglega rétt hjá mér? Það er einginn munur á spennu fyrir Norður Ameríku og Evrópu?
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af ZiRiuS »

Ég á Kindle Paperwhite keypta í USA og ég hleð hana bara í tölvunni. Er ekki einu sinni viss hvort veggplögg hafi fylgt með.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Höfundur
einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af einarn »

ZiRiuS skrifaði:Ég á Kindle Paperwhite keypta í USA og ég hleð hana bara í tölvunni. Er ekki einu sinni viss hvort veggplögg hafi fylgt með.
Þá ætti þetta að vera í lagi. vildi bara vera 100% áður enn ég læt hann kaupa fyrir mig.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af Sallarólegur »

Ég get selt þér Kindle Paperwhite keypta hér, í ábyrgð
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af einarn »

Sallarólegur skrifaði:Ég get selt þér Kindle Paperwhite keypta hér, í ábyrgð

Sendu mér pm.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af Klemmi »

Allar græjur sem eru hlaðnar með USB má hlaða við hvaða USB port sem er.
Spennan í USB er alltaf stöðluð.

Hins vegar ef það fylgir spennubreytir, þ.e. úr innstungu yfir í USB, þá er möguleiki á að hann styðji ekki 220V, þó það sé ólíklegt, en hins vegar verður hann alltaf hvort eð er með Norður Amerísku rafmagnstengi, svo það myndi ólíklega hvort eð er borga sig að vera að púkka eitthvað upp á þann spennubreyti.

Þannig, ekki hafa áhyggjur af þessu.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af GullMoli »

Fyrir ykkur sem eigið Paperwhite.

Ef það eru auglýsingar í kindlinum þá getið þið haft samband við Amazon chat support og beðið um að láta fjarlægja þær.

Mér fannst amk fáránlegt að hafa auglýsingar í honum og komst ég að þessum möguleika eftir Google leit. Vanalega á að kosta $10-20 að fjarlægja þær, en ef seljandinn lét þig ekki vita að þetta væri ódýrari útgáfan með auglýsingum þá hafa þeir verið að gera þetta frítt (sem var einmitt tilfellið hjá mér).
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af ZiRiuS »

GullMoli skrifaði:Fyrir ykkur sem eigið Paperwhite.

Ef það eru auglýsingar í kindlinum þá getið þið haft samband við Amazon chat support og beðið um að láta fjarlægja þær.

Mér fannst amk fáránlegt að hafa auglýsingar í honum og komst ég að þessum möguleika eftir Google leit. Vanalega á að kosta $10-20 að fjarlægja þær, en ef seljandinn lét þig ekki vita að þetta væri ódýrari útgáfan með auglýsingum þá hafa þeir verið að gera þetta frítt (sem var einmitt tilfellið hjá mér).
Áhugavert. 99.99% viss um að Target hafi ekki sagt mér að þetta hafi verið einhver ódýrari útgáfa...
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af GullMoli »

ZiRiuS skrifaði:
GullMoli skrifaði:Fyrir ykkur sem eigið Paperwhite.

Ef það eru auglýsingar í kindlinum þá getið þið haft samband við Amazon chat support og beðið um að láta fjarlægja þær.

Mér fannst amk fáránlegt að hafa auglýsingar í honum og komst ég að þessum möguleika eftir Google leit. Vanalega á að kosta $10-20 að fjarlægja þær, en ef seljandinn lét þig ekki vita að þetta væri ódýrari útgáfan með auglýsingum þá hafa þeir verið að gera þetta frítt (sem var einmitt tilfellið hjá mér).
Áhugavert. 99.99% viss um að Target hafi ekki sagt mér að þetta hafi verið einhver ódýrari útgáfa...
Nei einmitt, ég bað bara um Kindle Paperwhite og þau seldu mér þessa græju (sem eru einhver bestu kaup síðari ára). Allt annað líf að hafa ekki þessar auglýsingar, núna t.d. opnast græjan um leið og ég ýti á power hnappinn .. í stað þess að þurfa að ýta á hnappinn OG slæda til hliðar á skjánum til að loka auglýsingunni.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

steini_magg
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af steini_magg »

Hef örfáar spurningar fyrir ykkur Kindle notendur.

Hvernig finnst ykkur Kindle?
Hef verið að velta þessu fyrir mér og þá aðallega hvort auðvelt sé að ná í og lesa pdf-skjöl?
Er einhver munur á gerðum eða ei?
Á maður að kaupa á Amazon eða heima? (s.s er mikil bilunartíðni og svoleiðis)

Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af Skari »

Keypti fyrir hálfu ári eða svo í Elkó, fannst verðmunurinn ekki það mikill að það myndi réttlæta það að kaupa að utan.

Lenti svo í veseni með mína í uppsetningu og engin leið til að hard resetta hana, var bara frosin.. Fékk aðra strax frá Elkó, annars hefði ég örugglega beðið með hana óhreyfða þangað til að batteríið væri búið og prófað svo, nema það hefði tekið vikur ( ef ég hefði pantað að utan)
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa kindle paperwhite erlendis

Póstur af Klemmi »

Búinn að eiga paperwhite síðan líklega 2012, keypti hana í BestBuy á sínum tíma.

Þetta eru líklega ein bestu kaup sem ég hef gert. Snilld fyrir ferðalagið að þurfa ekki að taka með sér 5-6 bækur, heldur bara eina litla græju sem þú getur haft í bakpokanum, lesið í flugvélinni, ströndinni, hvar sem er :)

Hef ekkert skoðað með hvernig sé að lesa PDF í þessu, en fyrir bækur á mobi eða epub formatti (convertað fyrst) þá er þetta alveg brilliant.

Svo er auðvitað kostur að geta lesið þetta upp í rúmi með ljósin slökkt, þar sem það er baklýsing í Kindlinum, svo maður trufli ekki hinn helminginn.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Svara