Mér datt í hug að einhverjir hérna gætu haft áhuga á þessu. Eftir klukktíma verður málstofa um málfrelsi sem ber heitið Kjaftstopp í Stakkahlíðinni (menntavísindasvið HÍ, gamli Kennó). Frítt inn, kaffi og með því í boði.
Frummælendur eru Róbert H. Haraldsson, Nichole Leigh Mosty og Helgi Hrafn Gunnarsson (Eyrún Eyþórs sem er á auglýsingunni hérna fyrir neðan forfallaðist)
