myndvinnslu tölva
myndvinnslu tölva
Góða kvöldið
langaði að ath hvort einhver geti gefið mér smá ráðleggingu í sambandi við tölvukaup, mig vantar tölvu til að nota aðalega í photoshop myndvinnslu, þannig að skjárinn verður að vera þokkalega góður og hún þarf að ráða vel við photoshoppið.
er búin að vera að skoða þessa , vil helst hafa hana svona með tölvuna sjálfa í skjánum og stórann skjá, en já spurningin mín er semagt bara sú hvort þetta væri þokkaleg tölva í það eða ætti ég að skoða eitthvað öflugra ( er ekki að skilja þetta tæknimál nógu vel til að vita hvort skjákortið sé gott) og er i5 nóg eða þyrfti hún helst að vera i7 ?(vil samt ekki fara í mikið dýrari vél)
https://www.tl.is/product/aspire-u27-88 ... -256gb-ssd
bestu kveðjur IM
langaði að ath hvort einhver geti gefið mér smá ráðleggingu í sambandi við tölvukaup, mig vantar tölvu til að nota aðalega í photoshop myndvinnslu, þannig að skjárinn verður að vera þokkalega góður og hún þarf að ráða vel við photoshoppið.
er búin að vera að skoða þessa , vil helst hafa hana svona með tölvuna sjálfa í skjánum og stórann skjá, en já spurningin mín er semagt bara sú hvort þetta væri þokkaleg tölva í það eða ætti ég að skoða eitthvað öflugra ( er ekki að skilja þetta tæknimál nógu vel til að vita hvort skjákortið sé gott) og er i5 nóg eða þyrfti hún helst að vera i7 ?(vil samt ekki fara í mikið dýrari vél)
https://www.tl.is/product/aspire-u27-88 ... -256gb-ssd
bestu kveðjur IM
Re: myndvinnslu tölva
Ert að fórna ansi miklum pening m.v. það sem þú ert að fá til baka í vinnslugetu með því að kaupa svona skjátölvu.
Getur fengið mun betri tölvu ásamt mun betri skjá á sama pening. Þá meina ég mun betri.
Turn með t.d. Intel i3-8100 og öllum hinum íhlutunum jafn góðum eða betri er svo til tvöfalt öflugri og kostar sem dæmi 118.000 frá Tölvutækni.
Það stendur ekkert hvernig 27" 1920x1080 skjár þetta er en mig grunar að þetta sé ígildi 25.000 króna skjás og Tölvulistinn selur 27" 1920x1080 skjá á 25.000 til að gefa þér hugmynd um hvað þú ert að borga mikið aukalega fyrir að hafa þetta skjátölvu.
Ert að borga 27.000 krónum meira fyrir tölvu sem er helmingi aflminni til að vera með skjátölvu.
Í staðinn gætirðu verið með annað hvort talsvert betri skjá, nú eða skjákort til að gera allt liprara.
Getur fengið mun betri tölvu ásamt mun betri skjá á sama pening. Þá meina ég mun betri.
Turn með t.d. Intel i3-8100 og öllum hinum íhlutunum jafn góðum eða betri er svo til tvöfalt öflugri og kostar sem dæmi 118.000 frá Tölvutækni.
Það stendur ekkert hvernig 27" 1920x1080 skjár þetta er en mig grunar að þetta sé ígildi 25.000 króna skjás og Tölvulistinn selur 27" 1920x1080 skjá á 25.000 til að gefa þér hugmynd um hvað þú ert að borga mikið aukalega fyrir að hafa þetta skjátölvu.
Ert að borga 27.000 krónum meira fyrir tölvu sem er helmingi aflminni til að vera með skjátölvu.
Í staðinn gætirðu verið með annað hvort talsvert betri skjá, nú eða skjákort til að gera allt liprara.
-
- spjallið.is
- Póstar: 401
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: myndvinnslu tölva
Menn leggja mjög mismunandi merkingu í hugtakið myndvinnsla og hvað afkastagetan þarf að vera mikil, þú kannski finnur ekki mikinn mun á því að vinna 5 myndir, en ef við erum að tala um hundruði eða þúsundir mynda þá er hver sek í töf svakalega fljót að telja.
Eins er mismunandi hvað menn leggja mikla áherslu á að litir séu réttir uppá prent eða sölu, maður vill skjá sem sýnir sömu liti/birtu óháð sjónarhorni svo maður sjái í raun hvað maður er að gera. Þetta er ennþá mikilvægara á 27+ skjám
Svo þarf alltaf utanáliggjandi diskalausnir með svona græjum ef gagnamagnið er eitthvað.
Þannig að þessi tölva færi ekki á innkaupalistann minn, en það merkir ekki að hún geti ekki virkað fyrir þig.
Eins er mismunandi hvað menn leggja mikla áherslu á að litir séu réttir uppá prent eða sölu, maður vill skjá sem sýnir sömu liti/birtu óháð sjónarhorni svo maður sjái í raun hvað maður er að gera. Þetta er ennþá mikilvægara á 27+ skjám
Svo þarf alltaf utanáliggjandi diskalausnir með svona græjum ef gagnamagnið er eitthvað.
Þannig að þessi tölva færi ekki á innkaupalistann minn, en það merkir ekki að hún geti ekki virkað fyrir þig.
Gigabyte Z390 Aorus Pro | I9 9900K | Corsair Vengeance 32GB | Asus RTX 2080 Ti | Samsung 970 Evo Plus 250 GB | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
Re: myndvinnslu tölva
takk fyrir svörin, og já ég legg einmitt mikla áherslu á að litir séu réttir í skjá. en hvað mynduð þið segja að ég ætti að leitast eftir í tölvu/skjá ?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: myndvinnslu tölva
Hljómar eins og iMac sé málið fyrir þig, verst að 27" iMac byrja í 290þús en þeir eru hverrar krónu virði þó PC mönnum finnist þeir vera fáránlega dýrir. Staðreyndin er sú hinsvegar að skjáirnir í iMac eru æði og það er dásamlegt að vinna í OS X umhverfinu. T.d. þessi 27" iMac sem fæst á 290þ er með 5K IPS skjá en IPS er einmitt skilgreiningin á góðum myndvinnsluskjám sem eru góðir í lit og ná að halda contrast vel á milli sjónarhorna. Ég myndi jafnvel ráðleggja þér að kaupa notaðan 27" iMac ef 290þ er of mikið fyrir þig, þessar vélar endast og endast, og halda verðgildi sínu margfalt betur en þetta PC drasl. (Undirritaður er hardcore PC kall svo það þýðir ekkert að fleima mig fyrir að segja þetta, þetta er bara staðreynd að Makkar halda verði betur og endast að jafnaði lengur hjá fólki)
Re: myndvinnslu tölva
Þú ert að leita að skjá með IPS myndflöt ef þú vilt hafa litina sem besta. Svo sakar aldrei að vera með hærri upplausn en 1920x1080 t.d. 2560x1440. Sem dæmi er þessi skjár hérna mjög fínn á 49.500. https://kisildalur.is/?p=2&id=2720
Re: myndvinnslu tölva
afhverju ekki oled?pepsico skrifaði:Þú ert að leita að skjá með IPS myndflöt ef þú vilt hafa litina sem besta. Svo sakar aldrei að vera með hærri upplausn en 1920x1080 t.d. 2560x1440. Sem dæmi er þessi skjár hérna mjög fínn á 49.500. https://kisildalur.is/?p=2&id=2720
Kubbur.Digital
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 632
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: myndvinnslu tölva
málið er iMac, þó hann sé dýrari. Þú nærð að selja hann aftur síðar á góðu verði ef þú villt, er ekki viss um að þessi geri það.
Sjálfur er ég að nota fyrstu kynslóðar 27" iMac enn í dag fyrir myndvinnslu, hann er 9 ára gamall og er fáranlega sprækur meðan ég held honum nokkuð clean.
Svo ef við förum í skjá pælingar, þú ert með truflað eintak af skjá í þessu, Veit ekki hvernig það er í dag, en fyrir nokkrum árum var það þannig að sambærileg vél og ég miðai við þá með sambærilegum skjá í Windows-world var mjög nálægt iMac í verði, var aðeins hærri meira að segja.
Annars er hægt að taka undir allt sem Kiddi segir, notaður iMac væri alls ekki slæm hugmynd heldur.
Sjálfur er ég að nota fyrstu kynslóðar 27" iMac enn í dag fyrir myndvinnslu, hann er 9 ára gamall og er fáranlega sprækur meðan ég held honum nokkuð clean.
Svo ef við förum í skjá pælingar, þú ert með truflað eintak af skjá í þessu, Veit ekki hvernig það er í dag, en fyrir nokkrum árum var það þannig að sambærileg vél og ég miðai við þá með sambærilegum skjá í Windows-world var mjög nálægt iMac í verði, var aðeins hærri meira að segja.
Annars er hægt að taka undir allt sem Kiddi segir, notaður iMac væri alls ekki slæm hugmynd heldur.
Re: myndvinnslu tölva
já ég veit að Imac væri sennilega lang best í þetta og mig hafur oft langað að fá mér þannig, en ég er ótrúlega hrædd við að skipta úr pc þar sem ég haf aldrei átt annað, og veit að t.d allar flýtileiðir í photoshop eru ekki eins í þeim, svo það væri smá vesen að skipta en samt ótrúelga freistandi, og líka þar sem ég verð með aðra pc tölvu og ætla mér að vinna myndir á báðar tölvurnar, þá gæti það kanski verið vesen að vera með bæði pc og mac eða hvað ?.
Re: myndvinnslu tölva
Ég hef ekkert á móti OLED skjáum en ég veit ekki um stakt módel sem er til sölu á Íslandi, og efa að þeir séu samkeppnishæfir í verði.kubbur skrifaði:afhverju ekki oled?pepsico skrifaði:Þú ert að leita að skjá með IPS myndflöt ef þú vilt hafa litina sem besta. Svo sakar aldrei að vera með hærri upplausn en 1920x1080 t.d. 2560x1440. Sem dæmi er þessi skjár hérna mjög fínn á 49.500. https://kisildalur.is/?p=2&id=2720
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 632
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: myndvinnslu tölva
Flýtileiðirnar eru eins þannig séð, eru á sama stað á lyklaborðinu í nánast öllum tilfellum, CTRL í PC er Command í mac, Alt í PC er option-takkinn í mac. Takkarnir eru staðsettir á sama stað, örfá tilvik eru ekki eins og þú nærð fljót tökum á því, Vinn oftast á mac í PS og LR en hoppa stundum á PC og það er lítið að hrjá mig. Allavega að mínu mati þarftu ekki að vera hrædd og sér í lagi miðað við það sem þú færð í staðinn.IM666 skrifaði:já ég veit að Imac væri sennilega lang best í þetta og mig hafur oft langað að fá mér þannig, en ég er ótrúlega hrædd við að skipta úr pc þar sem ég haf aldrei átt annað, og veit að t.d allar flýtileiðir í photoshop eru ekki eins í þeim, svo það væri smá vesen að skipta en samt ótrúelga freistandi, og líka þar sem ég verð með aðra pc tölvu og ætla mér að vinna myndir á báðar tölvurnar, þá gæti það kanski verið vesen að vera með bæði pc og mac eða hvað ?.
Hér er t.d Cheat-Sheet fyrir Mac
https://www.nobledesktop.com/shortcuts/ ... cc2017/mac
Svo hér fyrir PC
https://www.nobledesktop.com/shortcuts/ ... pcc2017/pc
Getur borðið þetta saman, séð svo lyklaborð fyrir mac vs pc.
Gætir jafnvel notað venjulegt lyklaborð á Makkan og þá ætti þetta að vera eins.
Re: myndvinnslu tölva
já ok hélt það væri mikið meiri munur á þessu, humm núna er ég bara orðin frekar spennt fyrir imac takk æðislega fyrir öll svörin, það hjálpar mikið, en kostar mig sennilega meiri pening hahahaha
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 632
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: myndvinnslu tölva
Bara safna aðeins lengur, sérð að öllum líkindum ekki eftir því.IM666 skrifaði:já ok hélt það væri mikið meiri munur á þessu, humm núna er ég bara orðin frekar spennt fyrir imac takk æðislega fyrir öll svörin, það hjálpar mikið, en kostar mig sennilega meiri pening hahahaha
Meðan þetta er tölva ekki ætluð í tölvuleiki og slíkt er hún mjög góður kostur.
Re: myndvinnslu tölva
Ég er áhugaljósmyndari og vinn tugi þúsunda mynda suma mánuðina, er með late 2013 27" iMac (öflugasta þá) og það er ekki annað hægt að segja að hann hafi unnið fyrir kaupinu sínu og rúmlega það.
Fær mitt atkvæði 100%
Fær mitt atkvæði 100%
Re: myndvinnslu tölva
Ég er einmitt líka áhugaljósmyndari og þarf að hafa góða tölvu í myndvinnsluna
Re: myndvinnslu tölva
en svona afþví ég er farin að spá í Imac núna þá lángaði mig að spyrja ykkur sem vitið, er ég ekki að fara að lenda í neinum vandræðum með myndir á milli Imac og pc ? semsagt æj veit ekki, t.d þarf að vera að formatta flakkara og þessháttar ? ég er ferlega vittlaus í þessu, hef voða lítið notað apple tölvur , bara nánast ekki neitt
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: myndvinnslu tölva
Ef þú formattar drif í Mac sem exFat þá á það að virka skammlaust á milli véla. (Ath. ef drifið er formattað PC megin þá þarf að passa að cluster size sé 1024 eða undir). Ég vinn sjálfstætt við kvikmyndgerð, nánar tiltekið grafík, myndvinnslu og tæknibrellur og er einnig áhugaljósmyndari, og ég vann í heilt ár með Mac og PC samhliða, Adobe leyfið gildir fyrir 2 tölvur og ég vann 50/50 á bæði þessi kerfi, Mac heima og PC á skrifstofunni, verkefnin voru meðferðis mér á flakkara allan daginn alla daga, og það var ekkert mál. iMac alla leið, jafnvel þó hann sé gamall.
Re: myndvinnslu tölva
kiddi skrifaði:Ef þú formattar drif í Mac sem exFat þá á það að virka skammlaust á milli véla. (Ath. ef drifið er formattað PC megin þá þarf að passa að cluster size sé 1024 eða undir). Ég vinn sjálfstætt við kvikmyndgerð, nánar tiltekið grafík, myndvinnslu og tæknibrellur og er einnig áhugaljósmyndari, og ég vann í heilt ár með Mac og PC samhliða, Adobe leyfið gildir fyrir 2 tölvur og ég vann 50/50 á bæði þessi kerfi, Mac heima og PC á skrifstofunni, verkefnin voru meðferðis mér á flakkara allan daginn alla daga, og það var ekkert mál. iMac alla leið, jafnvel þó hann sé gamall.
ok frábært þarf greinilega að skoða þetta, og takk kærlega fyrir svörin
-
- /dev/null
- Póstar: 1393
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Staða: Ótengdur
Re: myndvinnslu tölva
Ég er PC maður og hef alltaf verið en iMac eru æðislegar tölvur fyrir margmiðlunarvinnu og skjáirnir eru geggjaðir. Þú átt ekki eftir að sjá eftir að safna þér upp í iMac.
Have spacesuit. Will travel.
Re: myndvinnslu tölva
ég er með oled skjá, kostaði reyndar sitt, en ég elska hann meira en eistun á mérpepsico skrifaði:Ég hef ekkert á móti OLED skjáum en ég veit ekki um stakt módel sem er til sölu á Íslandi, og efa að þeir séu samkeppnishæfir í verði.kubbur skrifaði:afhverju ekki oled?pepsico skrifaði:Þú ert að leita að skjá með IPS myndflöt ef þú vilt hafa litina sem besta. Svo sakar aldrei að vera með hærri upplausn en 1920x1080 t.d. 2560x1440. Sem dæmi er þessi skjár hérna mjög fínn á 49.500. https://kisildalur.is/?p=2&id=2720
Kubbur.Digital
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: myndvinnslu tölva
Hvaða skjá ertu með? Ég veit ekki til þess að það séu komnir neinir consumer OLED tölvuskjáir, bara stór rándýr sjónvörp og svo hinsvegar alvöru litgreiningaskjáir fyrir pro geirann í kvikmyndagerð, og þeir einmitt kosta á aðra milljón. Er búinn að lesa að það séu margir OLED skjáir væntanlegir en ég veit ekki hvaða skjár er fáanlegur í dag, endilega deildu með okkur hvaða skjá nákvæmlega þú ert meðkubbur skrifaði:ég er með oled skjá, kostaði reyndar sitt, en ég elska hann meira en eistun á mér
Re: myndvinnslu tölva
önnur spurning er hægt að tengja annann skjá við imac tölvuna, þá er ég bara að tala um svona venjulegann dell skjá, ég er orðin svo vön að hafa tvo skjái að það yrði pínu erfitt að sleppa því
-
- Fiktari
- Póstar: 93
- Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: myndvinnslu tölva
Það eru Thunderbolt 3 tengi á tölvunni. Það er hægt að tengja skjá við þau með því að nota USB-C í HDMI eða DisplayPort millistykki.IM666 skrifaði:önnur spurning er hægt að tengja annann skjá við imac tölvuna, þá er ég bara að tala um svona venjulegann dell skjá, ég er orðin svo vön að hafa tvo skjái að það yrði pínu erfitt að sleppa því
Reynir Aron
Svona tölvukall
Svona tölvukall
Re: myndvinnslu tölva
ok frábært takk takkreyniraron skrifaði:Það eru Thunderbolt 3 tengi á tölvunni. Það er hægt að tengja skjá við þau með því að nota USB-C í HDMI eða DisplayPort millistykki.IM666 skrifaði:önnur spurning er hægt að tengja annann skjá við imac tölvuna, þá er ég bara að tala um svona venjulegann dell skjá, ég er orðin svo vön að hafa tvo skjái að það yrði pínu erfitt að sleppa því
Re: myndvinnslu tölva
þið sem eruð í áskrift með Photoshop og Lightroom, hvar gerið þið það ? var að spá í opin kerfi, er það eitthvað sniðugt ? eða á maður að reina að leija beint að utan ? og er það ekki eitthvað vesen ?