R Studio hjálp

Svara

Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

R Studio hjálp

Póstur af Gassi »

Er einhver hér sem kann á R Studio? Nú er kærasta mín að skrifa lokaritgerð og með gögn sem hún þarf að analyza 50000+ línur og var bent á þetta forrit og hefur aldrei notað það, ég er einhvað að reyna að klóra mig áfram í þessu og er búinn með 2 af 6 stigum í kennslu á netinu en ekki enn búinn að læra neitt sem nýtist (held ég)

er einhver hérna sem kann á þetta og getur hjálpað jafnvel gegn greiðslu?

hægt að ná á mig hér eða mail gassi@vortex.is

MBK. Garðar Smári Ómarsson

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af blitz »

Hvað er hún að gera?

Gæti verið einfaldara fyrir hana að nota gretl ef hún er ekki í þeim mun flóknari aðgerðum.
PS4

Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af Gassi »

102000 línur allar með nokkra colums og mismunandi tölur i hverjum dalk og sumstaðar ekkert... semsagt basicly tala saman tölurnar svo hægt sé að gera graphs og annað án þess að fara yfir hverja línu fyrir sig [-o<

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af blitz »

Prófaðu að henda þessu í gretl (http://gretl.sourceforge.net/) og athugaðu hvort að það sé ekki nóg.

R er ótrúlega öflugt fyrir gagnavinnslu en lærdómskúrfan getur verið nokkuð stíf fyrir one-off verkefni.
PS4
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af Sallarólegur »

Ég hef verið að nota þetta í skólanum og gæti örugglega hjálpað fyrir nokkra þúsundkalla. Á hvaða formati eru þessar "línur"?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af Gassi »

Sallarólegur skrifaði:Ég hef verið að nota þetta í skólanum og gæti örugglega hjálpað fyrir nokkra þúsundkalla. Á hvaða formati eru þessar "línur"?
Var að senda þér PM :)

Atius
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 15. Mar 2014 19:02
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af Atius »

Hvað vill hún fá með þessu?
Ef það er bara línurit þá væri excel einfaldast.

Ef þú ert að hugsa um línulega aðhvarfsgreiningingu eda eitthvað svoleiðis væri R (eða spss) best.
Ef þetta er bara samantekt á gögnum væri eflaust einfaldast að nota R með dplyr pakkanum ef excel er ekki möguleiki.

Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af Gassi »

Atius skrifaði:Hvað vill hún fá með þessu?
Ef það er bara línurit þá væri excel einfaldast.

Ef þú ert að hugsa um línulega aðhvarfsgreiningingu eda eitthvað svoleiðis væri R (eða spss) best.
Ef þetta er bara samantekt á gögnum væri eflaust einfaldast að nota R með dplyr pakkanum ef excel er ekki möguleiki.
gengur ekki að nota excel nema þegar búið er að vinna ur gögnunum, en já eh minnst á dplyr pakkann, ég bara veit ekki hvað ég er að gera búinn að taka eh tutorial a netinu en ekki alveg að atta mig á þessu :/ geggjað væri að fá hjálp frá einhverjum sem kann á þetta annars ætla ég að reyna að finna einhvað út úr þessu

Atius
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 15. Mar 2014 19:02
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af Atius »

Ég hef alveg verið frá nokkrum mínútum yfir í marga daga að hreinsa upp gagnagrunna og fer þetta svolítið eftir hvernig hann er uppsettur og hve mikið þarf að hreinsa hversu flókið þetta er.

Ef það er bara þörf á að velja út raðir eftir því hvað er í dálkunum eða ef það þarf að dömpa öllum NA (tómum) línum/röðum í burtu þá er mjög auðvelt að lóðsa einhvern í gegnum þetta, eða ef það þarf að bara að breyta nafni á breytu yfir í eitthvað annað.
Um leið og það fer að verða flóknara þarf oft sértækari lausnir fyrir hvert atriði.

Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af Gassi »

Atius skrifaði:Ég hef alveg verið frá nokkrum mínútum yfir í marga daga að hreinsa upp gagnagrunna og fer þetta svolítið eftir hvernig hann er uppsettur og hve mikið þarf að hreinsa hversu flókið þetta er.

Ef það er bara þörf á að velja út raðir eftir því hvað er í dálkunum eða ef það þarf að dömpa öllum NA (tómum) línum/röðum í burtu þá er mjög auðvelt að lóðsa einhvern í gegnum þetta, eða ef það þarf að bara að breyta nafni á breytu yfir í eitthvað annað.
Um leið og það fer að verða flóknara þarf oft sértækari lausnir fyrir hvert atriði.

sendi þér PM :)

Ólafur
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Sun 30. Des 2018 16:49
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af Ólafur »

Hæhæ
Ég myndi líka þyggja hjálp með Rstudio fyrir komandi próf sem ég er að fara í !

kv Óli

Ólafur
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Sun 30. Des 2018 16:49
Staða: Ótengdur

Re: R Studio hjálp

Póstur af Ólafur »

Sallarólegur skrifaði:Ég hef verið að nota þetta í skólanum og gæti örugglega hjálpað fyrir nokkra þúsundkalla. Á hvaða formati eru þessar "línur"?

Sendi þér PM (vantar hjálp líka ef þú mátt vera að) :)

Kv óli
Svara