Vantar hjálp með Ubiquiti setup
Var að spá í að fá mér EdgeRouter X til að tengast ljósleiðara Gagnaveitunnar (ljósleiðarinn.is) og 2 Unifi lite AC- panta þetta frá eurodk.is.
Er ekki rétt hjá mér að sjónvarpsafruglari 365 tengist beint við ljósleiðaraboxið?
Er betra að vera með switch á milli routersins og Unifi lite endurvarpana tveggja og lan tölvu?
Hvaða switch mælið þið með?
Allar ráðleggingar vel þegnar.
Vantar hjálp með Ubiquiti setup
Re: Vantar hjálp með Ubiquiti setup
Jú afruglarinn tengist beint í ljósleiðaraboxið. Edgerouter X er með 5 eth port. Eitt notarðu til að tengja í ljósleiðaraboxið, 2 fara í APs og þá áttu eftir tvö port. Ef það dugar þá þarftu ekki switch. Ég er sjálfur bara með 16 porta TP-link sviss sem dugar fínt og hefur verið alveg flawless.
Re: Vantar hjálp með Ubiquiti setup
Flott - Takk fyrir þetta
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar hjálp með Ubiquiti setup
Ef ég má vera smá leiðinlegi gæinn. Edgerouter og Unifi punktar krefst grunnkunnáttu í þessum málum. Þetta er ekki jafn user friendly og búnaðurinn sem ISP-inn þinn lætur þig fá. Getur gert netið þitt verra.
Myndi forðast að nota Edgerouter X sem switch þar sem hann er ekki með hardware switch svo allt er gert í CPU sem getur takmarkað throughput töluvert.
Ef þú ert að reyna að bæta WiFi dekkun og almenna netupplifun myndi ég skoða Amplifi (sami framleiðandi).
Myndi forðast að nota Edgerouter X sem switch þar sem hann er ekki með hardware switch svo allt er gert í CPU sem getur takmarkað throughput töluvert.
Ef þú ert að reyna að bæta WiFi dekkun og almenna netupplifun myndi ég skoða Amplifi (sami framleiðandi).
Re: Vantar hjálp með Ubiquiti setup
Ég var einmitt búin að sjá eitthvað um hareware/software switching - þess vegna var ég að pæla í hvort betra væri að vera með switch.
Takk fyrir ábendinguna.
Takk fyrir ábendinguna.
Re: Vantar hjálp með Ubiquiti setup
Amplifi virðist vera flott kerfi - kannski nútímalegra - hafiði einhverja reynslu
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar hjálp með Ubiquiti setup
Ég er með Amplifi heima hjá mér í miðstórri blokkaríbúð, virkar rosa vel.
Setti svo upp Amplifi hjá foreldrum mínum sem eiga heima í stóru einbýlishúsi um helgina og það dekkar töluvert betur en ég þorði að vona. Fullur hraði um allt hús.
Ef þig langar að fikta og æfa þig í networking er Edgerouterinn miklu sveigjanlegri búnaður og hægt að fikta sig áfram með ýmislegt í honum. Ef þig vantar bara gott WiFi tæki ég Amplifi eða sambærileg mesh kerfi.
Ef þú skyldir fara í Edgerouter tæki ég frekar Edgerouter PoE þar sem hann er með hardware switch.
Setti svo upp Amplifi hjá foreldrum mínum sem eiga heima í stóru einbýlishúsi um helgina og það dekkar töluvert betur en ég þorði að vona. Fullur hraði um allt hús.
Ef þig langar að fikta og æfa þig í networking er Edgerouterinn miklu sveigjanlegri búnaður og hægt að fikta sig áfram með ýmislegt í honum. Ef þig vantar bara gott WiFi tæki ég Amplifi eða sambærileg mesh kerfi.
Ef þú skyldir fara í Edgerouter tæki ég frekar Edgerouter PoE þar sem hann er með hardware switch.