ég var að fá símtal rétt í þessu og ég var spurður að þvi hvort að ég kannðist við vírus eða hvað sem þetta er sem lýsir sér þannig að þegar það er tengst ISDN línunni þá kemur lítill blár skjár og tölvan restartar sér... en þegar tölvan er ekki tengd netinu.. þá er alltí gúddí..
og eitt enn .. hann er með gamlann Norton sem er ekki hægt að updeita vegna þess að hann kemst ekki ínná netið.. en hann getur ekki removað vegna þess að það kemur alltaf "please enter removal passw."og hann fékk eitthvað passw. uppgefið sem ekki er rétt þetta var sett upp i einhverjum skóla..
Mig grunar að þetta sé galli í ISDN módeminu, eða hugbúnaði/driver sem notaður er með módeminu, sem að lætur Windows crasha
Hvenær nákvæmlega gerist þetta?
Hvenær/afhverju byrjaði þetta að gerast?
Þú skalt slökkva á automatic reboot þegar blue screen kemur, með því að hægriklika á MyComputer -> Properties -> Advanced flipann -> Startup and recovery" -> taka hakið úr ,,Automaticly reboot". Næst þegar þessi blue screen kemur verður hann á skjánum þangað til þú sjálfur restartar. Þú skalt taka eftir því hvaða skrá, ef einhver, er nefnd á bláa skjárnum. Skráin sem nefnd er er líklegast styðsta línan, nokkrir stafir, svo einn punktur og 3 stafur á eftir honum. Segðu okkur svo hvað skráin heitir.
Hmm, ætli þetta sé ekki gallaður driver? gerðist með fartölvuna hjá systir minni, þá uninstallaði ég og installaði svo aftur sama drivernum og þetta var komið en annars ef það er til einhver nýrri driver þá skalltu ná í hann
MezzUp skrifaði:Hmm, held að þetta sé ekki vírus.
Hvenær nákvæmlega gerist þetta?
Hvenær/afhverju byrjaði þetta að gerast?
Þetta gerist bara þegar að hann er að fara að tengjast netinu.. um leið og hann tengir.. þá kemur upp villuskilaboðaskjár, og hann virtist ekki finna neitt nafn á skjánum á neinni skrá en þessi gaur er nú ekki mikill tölvukall þannig að það getur nu samt verið að það sé nu nafn þarna einhver staðar þótt að hann sjái það ekki !..
En þetta byrjaði að gerast eftirað hann installaði ISDN inu.. þannig að eins og hefur verið bent á þá er þetta líklegast bara einhver villa í forritinu..
En kannist þið við að það þurfið passw. til að uninstalla NOrton.. ég hef aldrei séð það.. !
er þetta ekki bara blaster vírusinn ? telja villuboðin kannski niður frá 60 og endurræsir tölvuna eftir það ? ef það er þannig þarf kauði aðeins að stilla klukkuna aftur um sólarhring í tölvunni .... fara inná windowsupdeit og uppfæra.
nei, það kemur "lítill blár skjár". ef hann er með default windows xp theme.. þá er allt í einhverjum bláum og grænum litum. ég held að þetta sé blasterinn vinur okkar.
En herna.. hvernig stendur þá a þvi að þetta kom bara eftir að hann setti ISDN inn eða þannig skildi ég hann.. og þetta er bara tengt netinu.. þessi skjár kom bara eftir að hann setur inn ISDNið, þannig að ég hefði haldið að þetta hefði nú komið upp fyrr ef að þetta væri vírus.. skiljiði mig
já það getur verið, en þetta kom bara eftir að hann installaði ISDN og hefur ekki komist á netið síðan.. þannig að ég hefði þá haldið að virusinn hefði gert vart við sig þegar að hann var með hitt netið.. en annas hef ég ekki hugmynd..