Unifi Cloud key spurning

Svara

Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Unifi Cloud key spurning

Póstur af B0b4F3tt »

Sælir Vaktarar

Ég var að panta mér tvö stykki Unifi AC punkta og eitt stykki 8 porta POE switch og eru þeir í póstinum as we speak. Svo í gær ætlaði ég að skoða þennan controller hugbúnað sem fæst frítt hjá Unifi. En þá kemur í ljós að það er bara hægt að keyra hann í Docker á Linux. Ég er ekki með auka hardware liggjandi hérna heima til þess að keyra Linux á og ég treysti ekki Windows vélinni minni til þess að keyra Linux í VirtualBox.

Og þá kemur mín spurning, ætti ég að panta þennan Unifi Cloud key eða á ég að nota cloud instancinn af þeirra controller software?
Einnig, hversu góð eru þessi öpp til þess að managera Unifi búnaðinum?

Kv. Elvar

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Re: Unifi Cloud key spurning

Póstur af Cascade »

https://www.ubnt.com/download/unifi/

Hérna er controllerinn til fyrir:
Windows
Apple
Linux


Ég var með hann sjálfur fyrst á Windows. Er núna kominn með Unraid server og keyri hann í docker.

Á windows tölvunni var hann ekkert alltaf í gangi. Þú þarft hann bara til að setja kerfið upp, svo má alveg slökkva á honum

Cloud key-inn er alveg fínn, en eins og ég sagði það er ekkert nauðsynlegt að vera með controller í gangi 24/7

Annars finnst mér þessi hugbúnaður bara nokkuð fínn
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Unifi Cloud key spurning

Póstur af Njall_L »

Ég uppfærði setupið hjá mér nýlega og bætti við CloudKey eftir að hafa bara verið að nota controllerinn á Windows vél. Viðmótið er svipað en aðgengið í gegnum CloudKey mun betra. Nota mikið þann fídus að geta farið inn á CloudKeyinn í gegnum Unifi appið í snjallsíma.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi

Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Re: Unifi Cloud key spurning

Póstur af B0b4F3tt »

Cascade skrifaði:https://www.ubnt.com/download/unifi/

Hérna er controllerinn til fyrir:
Windows
Apple
Linux


Ég var með hann sjálfur fyrst á Windows. Er núna kominn með Unraid server og keyri hann í docker.

Á windows tölvunni var hann ekkert alltaf í gangi. Þú þarft hann bara til að setja kerfið upp, svo má alveg slökkva á honum

Cloud key-inn er alveg fínn, en eins og ég sagði það er ekkert nauðsynlegt að vera með controller í gangi 24/7

Annars finnst mér þessi hugbúnaður bara nokkuð fínn
Takk fyrir þetta. Ég var einhvern veginn að einblína bara á þennan hérna hugbúnað :)
https://unms.com/

Var ekki alveg að fatta alla þessa software fídusa hjá þeim :)
Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Staða: Ótengdur

Re: Unifi Cloud key spurning

Póstur af Hauxon »

Held að þú getir meira að segja þetta upp á gamalt Raspberry Pi (með Linux) ef þú átt svoleiðis liggjandi einhvernsstaðar. Ég setti þetta bara á Windows tölvu sem er alltaf í gangi hjá mér.
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Unifi Cloud key spurning

Póstur af russi »

Það sem þú þarft hafa í huga, þetta þarf ekki að vera keyrandi 24/7, þú getur notað þetta á öllum platformum, Þú þarft að eiga afrit af Profile-skránni(nafn.unf)

Ef þú átt afrit á skránni geturu alltaf keyrt þetta upp af henni, ef afritið er ekki til þá geturu ekki configgað kerfið þitt. Ert bara locked out og þarft að gera reset á kerfið.

Þannig ef þú passar uppá profile skránna þá er þetta ekki vandamál að spá að hafa cloudkey eða controlera í Docker eða slíka, nema þú viljir það auðvitað.

Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Re: Unifi Cloud key spurning

Póstur af B0b4F3tt »

Ég þakka kærlega fyrir öll svörin. Ég prófa þennan hugbúnað á Windows í kvöld :)

Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Re: Unifi Cloud key spurning

Póstur af B0b4F3tt »

Jæja ég er búinn að setja þetta upp heima hjá mér og þetta svona svínvirkar. Er alveg ljósárum á undan Síma routernum þegar kemur að management :)

Mæli alveg hiklaust með þessu.
Svara