Er gramur.. grr grr.
Er gramur.. grr grr.
Keypti móðurborð, örgjörva 8350k, minni og skjákort af einni bestu búðinni í bænum. Þegar heim var komið með all hardwerið þá er skjákortið ekki það sem ég bað um. Bað um gigabyte 1060 3gb en fékk pny með einni viftu og bað um 16gb minni og fékk einn 16gb kubb svo að ef ég ætla í dual þá þarf ég að fara í 32gb. Ég sel yfirleitt vélarnar mínar eftir 8 mán, og finnst ég vera í smá vanda varðandi endursölu seinna meyr. Jú kortið svínvirkar en gigabyte kortið er mikið vinsælla og 1x16gb hljómar ekki eins vel og 2x 8gb. Á nótunni stendur gigabyte kort en ég fékk eins og áður sagði pny. Er ég að gera úlfalda úr mýflugu eða á ég að biðja þá að leiðrétta þetta, tek fram að ég hef verslað fyrir mjög marga 100 kalla þarna um tíðina. Hvað finnst vökturum?? Keypti þetta á laugardegi rétt fyrir lokun svo ég bara skellti þessu í turn.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 692
- Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
Tjaaa... miðað við póstinn þinn þá ættiru bara að kíkja aftur uppí þessa verslun með nótuna og kortið, útskýra fyrir þeim mistökin myndi nú halda að þeir myndu leiðrétt þetta fyrir þig
MacTastic!
Re: Er gramur.. grr grr.
Ef það stendur gigabyte og þeir auglýstu gigabyte þá áttu að fá það sem var auglýst og þú vildir kaupa. Ekki flóknara en það.
Varðandi vinnsluminni, það fer allt eftir því um hvað þú baðst um, ekkert að því að vera með 1x16Gb kubb þá getur næsti leikmaður farið beint í 32 sem hljómar skemtilegra.
Varðandi vinnsluminni, það fer allt eftir því um hvað þú baðst um, ekkert að því að vera með 1x16Gb kubb þá getur næsti leikmaður farið beint í 32 sem hljómar skemtilegra.
Re: Er gramur.. grr grr.
Bara fá þetta lagfært, eitthvað klikkað í afhendingu 
Ef móðurborðið er með 4x raufum, þá myndi ég fá þessu skipt yfir í 2x8GB, en ef það eru bara 2x raufar, þá myndi ég halda mig í 1x16GB.

Ef móðurborðið er með 4x raufum, þá myndi ég fá þessu skipt yfir í 2x8GB, en ef það eru bara 2x raufar, þá myndi ég halda mig í 1x16GB.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: Er gramur.. grr grr.
Ég lent í þessu líka, bað um sérstakt Asus kort sem þeir sögðust eiga, en fékk ódýrara pny kort því hitt var ekki in stock. Þeir héldu örugglega að mér væri drullusama en svo var ekki. Fór bara til þeirra og útskýrði þetta fyrir þeim, (ekkert hægt að OC pny að viti t.d) og þeir redduðu þessu. Tók nokkra daga reyndar en hafði tölvuna hjá mér á meðan svo þetta var ekkert mál. Alls ekki úlfaldi úr mýflögu imo
i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450
Re: Er gramur.. grr grr.
Takk fyrir peppið, já ég ætla að fá rétta kortið og svo stendur á nótunni að ég hafi keypt Gigabyte svo að þetta var frekar slappt hjá þeim :þ
Ef þeir vilja ekki skipta minninu í tvennt... þá það. Ég held að 1060 3gb séu ekki í sli svo best er að vera með skásta kortið.
Ef þeir vilja ekki skipta minninu í tvennt... þá það. Ég held að 1060 3gb séu ekki í sli svo best er að vera með skásta kortið.
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
1x16gb er betra og hraðara en 2x8 ekki satt?
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
Nei, 2x8 er hraðara en 1x16 ... „dual channel“...Jón Ragnar skrifaði:1x16gb er betra og hraðara en 2x8 ekki satt?
En þú finnur ekki muninn.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
Nei, hægara. "Dual channel" eykur afköst, tvöfalt fleiri pinnar sem minnin hafa aðgang að á móðurborðinu.Jón Ragnar skrifaði:1x16gb er betra og hraðara en 2x8 ekki satt?
Dual-channel architecture DDR/DDR2/DDR3 SDRAM describes a motherboard technology that effectively doubles data throughput from RAM to the memory controller.
Hvað kallar þú að "finna"? Getur hækkað FPS um ca. +5 og sparar pening í leiðinni.GuðjónR skrifaði:Nei, 2x8 er hraðara en 1x16 ... „dual channel“...Jón Ragnar skrifaði:1x16gb er betra og hraðara en 2x8 ekki satt?
En þú finnur ekki muninn.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Er gramur.. grr grr.
Efast um að það verði vandamál með minniðmuslingur skrifaði:Ef þeir vilja ekki skipta minninu í tvennt... þá það. Ég held að 1060 3gb séu ekki í sli svo best er að vera með skásta kortið.

www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
Ég vissi þetta, það sem ég meinti var að þú „finnur“ ekki mun á single eða dual channel minni í flestallri venjulegri vinnslu. Og ég stórefast um að það skipti þig máli hvort þú sért með 50 fps eða 52fps. Þú gætur mælt muninn en það er mjög hæpið að þú „finnir“ muninn.Sallarólegur skrifaði:Hvað kallar þú að "finna"? Getur hækkað FPS um ca. +5 og sparar pening í leiðinni.

Ef ég væri með tvær identical tölvur, önnur með dual og hin með single channel minni og þú fengir að spila PUBG í þeim báðum, ég þyrði að veðja að þú gætir ekki sagt með vissu (án þess að giska) hvor þeirra væri single og hvor væri dual þar sem fps rokkar upp og niður eftir aðstæðum.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
Samt fáránlegt að borga meira fyrir lélegra FPS, getur alveg fundið muninn á því að droppa niður í 40 fps. vs að droppa niður í 50 fps.GuðjónR skrifaði:Ég vissi þetta, það sem ég meinti var að þú „finnur“ ekki mun á single eða dual channel minni í flestallri venjulegri vinnslu. Og ég stórefast um að það skipti þig máli hvort þú sért með 50 fps eða 52fps. Þú gætur mælt muninn en það er mjög hæpið að þú „finnir“ muninn.Sallarólegur skrifaði:Hvað kallar þú að "finna"? Getur hækkað FPS um ca. +5 og sparar pening í leiðinni.
Ef ég væri með tvær identical tölvur, önnur með dual og hin með single channel minni og þú fengir að spila PUBG í þeim báðum, ég þyrði að veðja að þú gætir ekki sagt með vissu (án þess að giska) hvor þeirra væri single og hvor væri dual þar sem fps rokkar upp og niður eftir aðstæðum.
Hér er munurinn 20-30 fps, svo jú þú myndir finna mikinn mun í PUBG.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1519
- Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
- Staðsetning: Á sporbaug sólar
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
hvaða búð var þetta keypt í ?
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Re: Er gramur.. grr grr.
Ég vil ekki tjá mig um verslunina, en þeir bjóða besta verðið á örgjörvum, minnum og m2 ssd. Fór þangað áðan og þeir hringja þegar þeir eru með kortið klárt, þá fer ég með turninn og þeir skipta, ég keypti ísetningu á kortinu sem ég er með. Náði mér í samsung 960 evo m2, 250gb í leiðini, þeir eru víst svaka hraðir.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1519
- Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
- Staðsetning: Á sporbaug sólar
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
þeir hljóta að redda þessu á faglegann hátt fyrir þig.muslingur skrifaði:Ég vil ekki tjá mig um verslunina, en þeir bjóða besta verðið á örgjörvum, minnum og m2 ssd. Fór þangað áðan og þeir hringja þegar þeir eru með kortið klárt, þá fer ég með turninn og þeir skipta, ég keypti ísetningu á kortinu sem ég er með. Náði mér í samsung 960 evo m2, 250gb í leiðini, þeir eru víst svaka hraðir.
Trúi ekki öðru.
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
Já sammála, ég myndi aldrei gera það. Myndi alltaf taka tvo átta í stað einn sextán, nema ég væri búinn að ákveða að bæta öðrum 16 við síðar.Sallarólegur skrifaði:Samt fáránlegt að borga meira fyrir lélegra FPS...
Re: Er gramur.. grr grr.
Og værir bara með 2 raufar á móbóinuGuðjónR skrifaði:Já sammála, ég myndi aldrei gera það. Myndi alltaf taka tvo átta í stað einn sextán, nema ég væri búinn að ákveða að bæta öðrum 16 við síðar.Sallarólegur skrifaði:Samt fáránlegt að borga meira fyrir lélegra FPS...

Svo er það, með íhluti og annað, maður þarf að taka fram frekar skýrt hvað það er sem maður vill, því það eru til margar gerðir af sama hlutnum.
*-*
-
- Geek
- Póstar: 808
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
Ég hef lent í svona sambærilegu (þó ekki jafn slæmu) í að ég held sömu búð (miðað við kommentið þitt), var að panta í tölvu með glugga, útlit skipti miklu máli og var með svart rautt þema. Fékk alla hlutina senda út á land sem gekk svo sem vel fyrir sig. Þegar ég opnaði minnið sá ég að það var ógeðslegt grænt án headspreader og CL17 en ekki CL16 eins og ég hafði keypt (sem var dökkgrátt á svartri plötu svo slapp í "þemað"). Ekkert svona grænt minni var að finna á heimasíðunni og nótan var yfir CL16 minni með allt öðru framleiðandanr (því sama og ég pantaði á netinu).
Ég hringdi í þá og þeim fannst þetta pínu fyndið fyrst að ég væri að gera mál úr þessu en samþykktu alveg að skipta því út reyndar. Tók samt tíma vegna þess að ég er á fangaeyju !
Ég hringdi í þá og þeim fannst þetta pínu fyndið fyrst að ég væri að gera mál úr þessu en samþykktu alveg að skipta því út reyndar. Tók samt tíma vegna þess að ég er á fangaeyju !
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GBSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Re: Er gramur.. grr grr.
Fólk á að fá það sem það kaupir.
Verslunin hefði átt að hringja og spyrja þig/ykkur álits áður.
Þú gætir farið með þetta í neytendasamtökin ef þeir eru með múður því þetta er í raun vörusvik, sérstaklega ef á nótunni segjast þeir hafa selt þér Gigabyte. Þarft samt ekki að vera með læti.
Það er munur á gæðum, bilanatíðni og verði.
Verslunin hefði átt að hringja og spyrja þig/ykkur álits áður.
Þú gætir farið með þetta í neytendasamtökin ef þeir eru með múður því þetta er í raun vörusvik, sérstaklega ef á nótunni segjast þeir hafa selt þér Gigabyte. Þarft samt ekki að vera með læti.
Það er munur á gæðum, bilanatíðni og verði.
Re: Er gramur.. grr grr.
Éf fót í búðina í gær og þeir vilja hringja þegar þeir fá rétta kortið, bera því við að minarar kaupi öll kort, og það sé skortur en allavega þá fer ég með turninn þegar kallið kemur.
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Er gramur.. grr grr.
Það er massífur skortur á heimsvísu á kortum enda er gtx-1080 t.d. að seljast á 1300-1400usd í dag.muslingur skrifaði:Éf fót í búðina í gær og þeir vilja hringja þegar þeir fá rétta kortið, bera því við að minarar kaupi öll kort, og það sé skortur en allavega þá fer ég með turninn þegar kallið kemur.
massabon.is
Re: Er gramur.. grr grr.
Þeir hefðu átt að hringja í þig og spyrja þig hvað þér þætti um þetta áður en þér létu þig fá ranga vöru.muslingur skrifaði:Éf fót í búðina í gær og þeir vilja hringja þegar þeir fá rétta kortið, bera því við að minarar kaupi öll kort, og það sé skortur en allavega þá fer ég með turninn þegar kallið kemur.
Þess má geta að PNY er verðlagt lægra, þannig að ef þeir rukkuðu þig sama verð á þessum kortum eru þeir að hafa af þér pening.
/Dropmic