Ábyrð á raftækjum.

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Ábyrð á raftækjum.

Póstur af einarn »

Keypti mér Thornet og Vander Bluetooth hátalara á black friday tilboði hjá Tölvutek rétt fyrir jól, sem er ekki frásögufærandi nema að BT missir stundum samband "ekkert alvarlegt" Enn aux er töluvert betra. Enn.... Átti leið framhjá Tölvutek og nefndi þetta við starfsmann á plani og hann bauð mér að koma með hann í skoðun og sagði síðan að ef að það finnist ekkert að hátalarum þá yrði ég rukkaður um 5500 fyrir skoðunargjald! Það sem ég vildi spyrja að er. Meiga þeir rukka þetta skoðunargjald ef hluturinn er ennþá í ábyrð? Finnst dáldið gróft að borga þetta, sérstaklega vegna þess að það er ekki í mínum hvort þeim finnist þetta vera galli eða ekki. Hef bara aldrei lent í því að fara með hlut í ábyrðarskoðun og hafa í hættu að þurfa borga fyrir það.

frappsi
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrð á raftækjum.

Póstur af frappsi »

Já. Ef hluturinn reynist ekki gallaður getur seljandi krafist greiðslu fyrir þær athuganir sem voru nauðsynlegar til að komast að því hvort hann var gallaður, þó hann sé í ábyrgð.
Skjámynd

tdiggity
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 06. Jún 2017 13:45
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrð á raftækjum.

Póstur af tdiggity »

Svona bilanir eru voðalega leiðinlegar og sérstaklega problem sem gerist bara "stundum".
Ástæðan samt fyrir skoðunargjaldi er sú að ef þeir eru búnir að vera prófa hátalarann eitthvern tíma og það finnst ekkert að honum þá hafa þeir eytt vinnu í það að prófa hátalara sem þeir telja "í lagi".
Ábyrgðin sem slík skv. 30 gr. laga um neytendakaup (Kafli 6):
Alþingi skrifaði:Ef ekki reynist um galla að ræða getur seljandi aðeins krafist greiðslu fyrir þær athuganir sem nauðsynlegar voru til að komast að raun um hvort söluhlutur væri gallaður
http://www.althingi.is/lagas/147/2003048.html

Höfundur
einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrð á raftækjum.

Póstur af einarn »

tdiggity skrifaði:Svona bilanir eru voðalega leiðinlegar og sérstaklega problem sem gerist bara "stundum".
Ástæðan samt fyrir skoðunargjaldi er sú að ef þeir eru búnir að vera prófa hátalarann eitthvern tíma og það finnst ekkert að honum þá hafa þeir eytt vinnu í það að prófa hátalara sem þeir telja "í lagi".
Ábyrgðin sem slík skv. 30 gr. laga um neytendakaup (Kafli 6):
Alþingi skrifaði:Ef ekki reynist um galla að ræða getur seljandi aðeins krafist greiðslu fyrir þær athuganir sem nauðsynlegar voru til að komast að raun um hvort söluhlutur væri gallaður
http://www.althingi.is/lagas/147/2003048.html

Hef aldrei heyrt um þetta gjald áður :p Held að ég sleppi þessu þá því að ég borgaði ekki nema 2990kr Fyrir hátalarann.
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrð á raftækjum.

Póstur af einarhr »

einarn skrifaði:
tdiggity skrifaði:Svona bilanir eru voðalega leiðinlegar og sérstaklega problem sem gerist bara "stundum".
Ástæðan samt fyrir skoðunargjaldi er sú að ef þeir eru búnir að vera prófa hátalarann eitthvern tíma og það finnst ekkert að honum þá hafa þeir eytt vinnu í það að prófa hátalara sem þeir telja "í lagi".
Ábyrgðin sem slík skv. 30 gr. laga um neytendakaup (Kafli 6):
Alþingi skrifaði:Ef ekki reynist um galla að ræða getur seljandi aðeins krafist greiðslu fyrir þær athuganir sem nauðsynlegar voru til að komast að raun um hvort söluhlutur væri gallaður
http://www.althingi.is/lagas/147/2003048.html

Hef aldrei heyrt um þetta gjald áður :p Held að ég sleppi þessu þá því að ég borgaði ekki nema 2990kr Fyrir hátalarann.
Það er mjög lágt verð! Var þetta B-vara ? Ódýrasti T&V hátalarin er á 9990.-
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrð á raftækjum.

Póstur af Minuz1 »

einarn skrifaði:Keypti mér Thornet og Vander Bluetooth hátalara á black friday tilboði hjá Tölvutek rétt fyrir jól, sem er ekki frásögufærandi nema að BT missir stundum samband "ekkert alvarlegt" Enn aux er töluvert betra. Enn.... Átti leið framhjá Tölvutek og nefndi þetta við starfsmann á plani og hann bauð mér að koma með hann í skoðun og sagði síðan að ef að það finnist ekkert að hátalarum þá yrði ég rukkaður um 5500 fyrir skoðunargjald! Það sem ég vildi spyrja að er. Meiga þeir rukka þetta skoðunargjald ef hluturinn er ennþá í ábyrð? Finnst dáldið gróft að borga þetta, sérstaklega vegna þess að það er ekki í mínum hvort þeim finnist þetta vera galli eða ekki. Hef bara aldrei lent í því að fara með hlut í ábyrðarskoðun og hafa í hættu að þurfa borga fyrir það.
Þú segir að aux sé töluvert betra, er aux að missa samband eða ekki?
athugaðu fleirri en 1 tæki, takmarkaðu hindranir þannig að bluetooth sé ekki valdur af þessu.

Ef aux virkar og bluetooth virkar án hindranna í innan við 1m fjarlægð, þá er þetta einfaldlega "you got what you paid for"
Ef aux virkar stundum ekki, bluetooth dettur úr sambandi án þess að það sé hindrun á milli móttakara og sendanda(og það er ekki bundið við 1 tæki), þá ferðu bara með þetta í viðgerð og færð úr þessu bætt.

(rant)*
Það er ekki "i" í mega .sögnin "má"
En = But
Enn = Still
(/rant)*

*hornklofar eru ekki á lyklaborðinu mínu :P
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrð á raftækjum.

Póstur af russi »

WiFi getur truflað bluetooth, ef þú ert að missa samband oft á sama stað gæti það væri ástæðan, Önnur ástæða gæti líka verið sú að þegar tæki er að tengjast WiFi og er nálægt hátalaranum þá hefur það áhrif.

Ég lendi til dæmis í þessu reglulega með mín heyrnatól þegar ég fer á svæði þar sem allt er á fullu í wifi(til dæmis í Kringlunni) og þegar ég er að prófa Wifi-senda eða tæki og er með heyrnatólin á mér
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrð á raftækjum.

Póstur af Klemmi »

Félagi minn (og vaktari) keypti sama hátalara (eða allavega á 2990kr.- á Black Friday). Hann var í vandræðum með bluetoothið, komu einhversskonar truflanir, en þegar hann googlaði það frekar kom í ljós að það var síminn sem var sökudólgurinn. Hann sótti eitthvað update á símanum sem lagaði málið...

Skal senda honum þennan þráð og sjá hvort hann geti gefið einhverjar betri upplýsingar :)
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrð á raftækjum.

Póstur af Dagur »

Klemmi skrifaði:Félagi minn (og vaktari) keypti sama hátalara (eða allavega á 2990kr.- á Black Friday). Hann var í vandræðum með bluetoothið, komu einhversskonar truflanir, en þegar hann googlaði það frekar kom í ljós að það var síminn sem var sökudólgurinn. Hann sótti eitthvað update á símanum sem lagaði málið...

Skal senda honum þennan þráð og sjá hvort hann geti gefið einhverjar betri upplýsingar :)
Reyndar var það ennþá einfaldara, ég þurfti bara að endurræsa símann. Aftur á móti gengur ekki að nota fartölvur mínar (báðar Dell). Þær tengjast í fyrsta skipti en þegar ég ætla að tengjast aftur þá fæ ég BSOD.
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrð á raftækjum.

Póstur af ZiRiuS »

Þessi rukkun um skoðun er greinilega mismunandi. Ég fór með skjákort til þeirra sem ég hélt að væri með bilaða viftu eða stýribúnað fyrir vifturnar. Þeir skoðuðu kortið, fundu ekkert að því og ég fékk það til baka daginn eftir og ég borgaði ekki neitt fyrir þetta (viku gamalt skjákort).

Ekki viss af hverju ég var rukkaður um þetta skoðunargjald.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Svara