Þeir hafa vitað af þessu í einhverja 2-3 mánuði. Veit ekki, kannski lengur, a.m.k. búið að vera að vinna að lagfæringu í 2 mánuði eða svo.GuðjónR skrifaði:Ekki gleyma að Intel eins og öll önnur fyrirtæki sem framleiða vörur verða að beygja sig undir neytendalög þeirra landa sem þeir selja vörurnar sínar í. Þú sem neytandi á Íslandi, hafir þú keypt gallaðan örgjörvan innan tveggja ára þá hljóta þeir að þurfa að skipta honum út fyrir örgjörva í lagi. Spurning hvernig þeir bæta fartölvur með Intel örgjörvum. En þeir munu ekki labba skaðlaust frá þessu það er alveg á hreinu.appel skrifaði:Intel er í djúpum skít.
Það eru margir sem munu veigra sér við að fara kaupa örgjörva í dag með þessum galla. Sala á intel örgjörvum á eftir að taka dýfu býst ég við. Þú getur sagt að vöruframboð Intel hafi dregist stórkostlega saman í dag.
Hitt er svo, þegar þeir gefa út nýjan örgjörva með lagfæringu þá gæti hann rokselst, og hlutabréfin hækkað aftur.
En svo er spurning hvaða áhrif þetta mun hafa á performance á örgjörvum í framtíðinni ef þeir þurfa að breyta hönnuninni til að hafa þetta öruggt, verður það ekki performance hit?
Þannig þá vaknar upp spurning um liability, þegar þeir selja vöru sem þeir vita að er gölluð.