Edge router get ekki sett í port 1000/full

Svara
Skjámynd

Höfundur
Freysism
Fiktari
Póstar: 94
Skráði sig: Mán 16. Jan 2012 12:12
Staða: Ótengdur

Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af Freysism »

Kvöldið.
Eg er með smá vandamál með edge router sem ég finn ekki útur.
Ég er með 1000mb ljósleiðara frá hringdu en ég fæ ekki meiri en 400mbps
Hringdi í hringdu og var látinn tengja tölvunna við ljósleiðaraboxið til að ath hvort að þetta væri tengin eða routerinn minn og þá náði ég 940mbps
fór í config í eth0 á routerinum og þá er port 100/full hraðasti valmöguleiki og það gefur mér ekki möguleika að setja í 1000/full. Þegar ég fékk routerinn þá var þessi möguleiki inni að mig minnir.

MBK. Freysi
Mobo : Gigabyte AORUS Gaming 7 | CPU : i7 8700K | GPU : Gigabyte 1080TI | RAM : 32GB 3200MHz |
SSD : SM 960 Pro 512GB m.2 | HDD : 6 TB | PSU : Corsair RM 850W
_______________________________________________________________________________
Do what you love and you'll never work a day in your live !
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af depill »

Er þetta nokkuð EdgeRouter með fleirra en ein 2 ethernet portum og getur verið að þú hafir valið að bridge tvö interface til að fá sviss út úr routernum ?

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af pepsico »

Fyrsta sem þú athugar er hvort að snúran er í lagi, Cat5e eða betri, og ef hún er það hvort hún er of löng eða sködduð.
Prófar þá aðra góða snúru til að útiloka snúruna.
Næst prófarðu að tengja annað device við eth0 og gáir hvort það negotiatear 1000.
Ef það virkar þá er vandamálið líklega ljósleiðaraboxið. Sá ekki að þú varst búinn að útiloka það.
Ef ekkert virkar þá prófarðu að uppfæra firmwareið á routernum og ef það virkar ekki heldur liggur routerinn undir grun.

@depill eru til Edgerouters sem bjóða upp á sviss á eth0?

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af Televisionary »

Er þetta ekki spurning um "hardware offloading" af/á: lestu þig í gengum þetta. Minnir að ég hafi verið að fá svipaðar tölur hjá mér.

Skoðaðu þetta:
https://help.ubnt.com/hc/en-us/articles ... 20commands
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af depill »

pepsico skrifaði:Fyrsta sem þú athugar er hvort að snúran er í lagi, Cat5e eða betri, og ef hún er það hvort hún er of löng eða sködduð.
Prófar þá aðra góða snúru til að útiloka snúruna.
Næst prófarðu að tengja annað device við eth0 og gáir hvort það negotiatear 1000.
Ef það virkar þá er vandamálið líklega ljósleiðaraboxið. Sá ekki að þú varst búinn að útiloka það.
Ef ekkert virkar þá prófarðu að uppfæra firmwareið á routernum og ef það virkar ekki heldur liggur routerinn undir grun.

@depill eru til Edgerouters sem bjóða upp á sviss á eth0?
Nei það er nefnilega ekki til. En til dæmis EdgeRouter Lite er með 3 ethernet interface. Og ef þú brúar saman t.d. eth0 og eth1 til þess að geta software based sviss og notar svo eth2 fyrir Internet lendirðu í massívu throughput penalty.
Skjámynd

Höfundur
Freysism
Fiktari
Póstar: 94
Skráði sig: Mán 16. Jan 2012 12:12
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af Freysism »

depill skrifaði:Er þetta nokkuð EdgeRouter með fleirra en ein 2 ethernet portum og getur verið að þú hafir valið að bridge tvö interface til að fá sviss út úr routernum ?
nei ég held ekki, get bara stillt á þessum router að internetið sé annað hvort á eth0 eða eth5/sfp port.
Televisionary skrifaði:Er þetta ekki spurning um "hardware offloading" af/á: lestu þig í gengum þetta. Minnir að ég hafi verið að fá svipaðar tölur hjá mér.

Skoðaðu þetta:
https://help.ubnt.com/hc/en-us/articles ... 20commands
var að reyna þetta en so far þá virkar þetta ekki :(
pepsico skrifaði:Fyrsta sem þú athugar er hvort að snúran er í lagi, Cat5e eða betri, og ef hún er það hvort hún er of löng eða sködduð.
Prófar þá aðra góða snúru til að útiloka snúruna.
Næst prófarðu að tengja annað device við eth0 og gáir hvort það negotiatear 1000.
Ef það virkar þá er vandamálið líklega ljósleiðaraboxið. Sá ekki að þú varst búinn að útiloka það.
Ef ekkert virkar þá prófarðu að uppfæra firmwareið á routernum og ef það virkar ekki heldur liggur routerinn undir grun.

@depill eru til Edgerouters sem bjóða upp á sviss á eth0?
Þetta er cat5e snúra, 10m reyndar. Var að standa í flutningum og hún gæti hafa skemmst þótt mig finnist það ólíklegt. er með ps4 og access point tengt í eth3 og eth 4 og þar get ég t.d. ekki stillt í 1000/full. ég gat það áður fyrr.
en já ég á reyndar eftir að tjékka á firmwarinu. ætla að ath það á eftir og prufa nýja snúru. Ef það virkar ekki verð ég bara að ráðfæra mig við Nýherja eða eitthvað :-k
Mobo : Gigabyte AORUS Gaming 7 | CPU : i7 8700K | GPU : Gigabyte 1080TI | RAM : 32GB 3200MHz |
SSD : SM 960 Pro 512GB m.2 | HDD : 6 TB | PSU : Corsair RM 850W
_______________________________________________________________________________
Do what you love and you'll never work a day in your live !

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af pepsico »

Ef þú varst að flytja og þetta er sami router með sömu uppsetningu fyrir og eftir þá liggja þessar snúrur ansi sterklega undir grun.
Ef það eru smá vandamál í snúrunum þá autonegotiatea devicein sig niður til að það komi ekki upp alvöru vandamál sbr. gjörsamlega týnda pakka og slíkt rugl og sull.
Skjámynd

MarsVolta
vélbúnaðarpervert
Póstar: 990
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 19:55
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af MarsVolta »

Ef þú ert með Edgerouter X, hentu þessum commands í CLI gluggann ef þú varst ekki búinn að prófa þetta :

"
configure
set system offload hwnat enable
commit
save
exit

"

Hvaða Edgerouter eru annars með ?

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af arons4 »

Ef þetta er nýr router gætiru þurft að uppfæra firmwareið til að geta kveikt á hardware offloading, svo þarftu að endurræsa.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af hagur »

Ef routerinn sync-ar ekki á 1000mbit, heldur segist vera bara á 100mbit þá er hardware offloading stillingin varla málið. Ef þú ert að ná 400mbit throughput-i, þá er hann væntanlega að synca á 1000mbit og þá er hardware offloading stillingin væntanlega það sem þig vantar til að ná nægu routing throughput til að fullnýta 1Gbps.
Skjámynd

Höfundur
Freysism
Fiktari
Póstar: 94
Skráði sig: Mán 16. Jan 2012 12:12
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af Freysism »

Afsakið var að koma heim úr jólafríi og þurfti bara að setja þetta mál aðeins til hliðar.
pepsico skrifaði:Ef þú varst að flytja og þetta er sami router með sömu uppsetningu fyrir og eftir þá liggja þessar snúrur ansi sterklega undir grun.
Ef það eru smá vandamál í snúrunum þá autonegotiatea devicein sig niður til að það komi ekki upp alvöru vandamál sbr. gjörsamlega týnda pakka og slíkt rugl og sull.
þetta er ekki snúran þar sem ég er búinn að skipta um snúru.
MarsVolta skrifaði:Ef þú ert með Edgerouter X, hentu þessum commands í CLI gluggann ef þú varst ekki búinn að prófa þetta :

"
configure
set system offload hwnat enable
commit
save
exit

"

Hvaða Edgerouter eru annars með ?
Er með Edgerouter X sfp
Henti þessum stillingum á en ekkert breyttist, nema kannski að ég sé að fá lærri hraða.
arons4 skrifaði:Ef þetta er nýr router gætiru þurft að uppfæra firmwareið til að geta kveikt á hardware offloading, svo þarftu að endurræsa.
Sko... Ég er farinn að halda að routerinn sé eitthvað gallaður þar sem ég get ekki uppfært hann, það kemur alltaf "Upload failed" þótt ég sé með réttan firmware.

Og núna næ ég alveg 15MB í download og 900+ í upload
Ég er ekki alveg að fatta þetta.

Mbk. Freysi
Viðhengi
firmware.png
firmware.png (64.4 KiB) Skoðað 2015 sinnum
firmware.png
firmware.png (72.6 KiB) Skoðað 2015 sinnum
Mobo : Gigabyte AORUS Gaming 7 | CPU : i7 8700K | GPU : Gigabyte 1080TI | RAM : 32GB 3200MHz |
SSD : SM 960 Pro 512GB m.2 | HDD : 6 TB | PSU : Corsair RM 850W
_______________________________________________________________________________
Do what you love and you'll never work a day in your live !

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af pepsico »

Stundum þarf að restarta routernum og setja svo upp firmwareið til að það sé nóg laust memory.

Stundum þarf jafnvel að factory resetta til að ná að setja upp firmware.

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af Garri »

Ég er 90% viss um að þetta er snúran. 1000mbs þarf alla víra í topp-tengi. Var sjálfur að fást við þetta fyrir mánuði. Fékk 1000mbs ljósleiðara og fékk aldrei hærra en 100mbs sem og þá sagði kortið að það væri að keyra á 100mbs. Tengdi upp á nýtt bæði tengin.. datt í 1000 umleið.

hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Staða: Ótengdur

Re: Edge router get ekki sett í port 1000/full

Póstur af hkr »

Ertu viss um að 1000 Full hafi verið til staðar?

Smá google sýnir að þetta sé ekki valmöguleiki í web UI, það er hægt að setja þetta manually í gegnum CLI en það er ekki "rétta" leiðin, fyrir 1000 að þá að nota auto negoation, skv. https://en.wikipedia.org/wiki/Autonegotiation

"Autonegotiation was originally defined as an optional component in the Fast Ethernet standard. It is backwards compatible with the normal link pulses (NLP) used by 10BASE-T. The protocol was significantly extended in the gigabit Ethernet standard, and is mandatory for 1000BASE-T gigabit Ethernet over twisted pair."

edit:
ef þú loggar þig inn í web ui'ið, þar efst uppi er mynd af routernum og ethernet portunum, ef þú setur músina á portið að þá kemur upp á hvaða hraða portið er að keyra og held að það sé grænt þegar það er 1000/full en appelsínugult ef það sé 10 eða 100.

edit 2:
minnir að ég hafi lent í svipuðu veseni með að uppfæra í gegnum web ui'ið, þurfti að gera það í gegnum CLI til þess að fá það til að uppfærast.
https://help.ubnt.com/hc/en-us/articles ... S-firmware
Svara