Snjall ljósrofar

Svara

Höfundur
Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Staðsetning: Nethimnaríki
Staða: Ótengdur

Snjall ljósrofar

Póstur af Vilezhout »

Sælir, hverjir hafa verið að setja nettengda ljósrofa heima hjá sér, hef verið að skoða Belkin Wemo ljósrofa, það er ýmislegt ekki gott við þess lausn t.d. að það selur þetta enginn hér og þetta passar illa í rafmagnsdósirnar hér.
http://www.belkin.com/us/F7C030-Belkin/p/P-F7C030/

Ef einhver þekkir lausnir sem ganga á wifi/eða einhverskonar hub og eru bæði venjulegir rofar og dimmerar sem fást hér á landi væri það alveg frábært ef þeir gætu deilt því hér á þræðinum.
This monkey's gone to heaven

olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af olihar »

Ég nota þetta hérna. Þetta þarf ekki rafmagn heldur býr það til straum við þrýstinginn þegar þú ýtir á takkan. sem þýðir þú þarft ekki að setja þetta í dós. (Þú annaðhvort skrúfar eða límir base á vegginn hjá þér, það er svo hægt að kippa þessu bara af og þú getur notað þetta þá hvar sem er og smellt því svo bara aftur á vegginn) Þetta virkar að sjálfsögðu bara með Philips Hue.
8718696498026-IMS-en_GB.jpg
8718696498026-IMS-en_GB.jpg (38.57 KiB) Skoðað 3365 sinnum
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af hagur »

Ég er smátt og smátt að Hue-væða allt heimilið og er með nokkra svona hue wireless dimmer rofa. Eftir að Ikea-tradfri perurnar urðu hue-compatible þá er þetta ekki svo dýrt lengur. 1100 kall fyrir Hue-compatible, dimmanlega GU10 LED-peru er náttúrulega bara djók.
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af Black »

Ég keypti Tradfri frá ikea
https://www.ikea.is/products/574699

Svipað og philips hue nema mikið ódýrara.Ég er mjög ánægður með þetta
Kaupir tvær perur, fjarstýringu og gateway til að stjórna lýsingunni í gegnum Tradfri appið, kostar 11.950
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af wicket »

Ég er bæði með Hue, Tradfri og venjulegar perur.

Hue og Tradfri henta ekki í öll perustæði, bæði því að sum ljós heima þurfa sterkari perur og LED perur eru ekki nógu „hlýjar" og því nota ég glóperur í sum persustæði. Til að stýra þeim er ég með Fibaro gaur í veggnum í hverjum rofa.

Hue og Fibaro dótið talar svo við smarthome brúnna og þannig get ég stýrt öllu, tímastillt, sett upp senur og notað Alexu. Þetta talar allt saman í gegnum brúnna.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af hagur »

wicket skrifaði:Ég er bæði með Hue, Tradfri og venjulegar perur.

Hue og Tradfri henta ekki í öll perustæði, bæði því að sum ljós heima þurfa sterkari perur og LED perur eru ekki nógu „hlýjar" og því nota ég glóperur í sum persustæði. Til að stýra þeim er ég með Fibaro gaur í veggnum í hverjum rofa.

Hue og Fibaro dótið talar svo við smarthome brúnna og þannig get ég stýrt öllu, tímastillt, sett upp senur og notað Alexu. Þetta talar allt saman í gegnum brúnna.
Interesting, hef ekki séð þetta Fibaro áður. Pantarðu þetta bara online? Þegar þú segir smarthome brú, hvaða brú ertu að tala um? Ertu með Smartthings hub eða er Fibaro með sína eigin brú ?
Skjámynd

Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af Blues- »

Sama hér .. er með blöndu af Hue, Fibaro Dimmerum og Aeotec dimmerum.
Er að nota Samsung Smartthings. Ég nota ekki Alexu heldur Google Assistant (Google Home)

Þetta er að svínvirka.

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af blitz »

Áhugavert - væri fróðlegt ef þið gætuð lýst uppsetningunni nánar hjá ykkur og hvernig þið notið þetta.

Ég hef verið að skoða mögulegar leiðir til að setja stýringu á einn rofa sem er inni í húsi en með honum er kveikt/slökkt á öllum ljósunum í garðinum. Langar að setja stýringu á þetta, t.d. eftir klukku og við fyrstu sýn ætti Fibaro mögulega að ganga.

Þetta er samt heilmikil fjárfesting en maður getur svosem keypt sér z-wave hub og bætt hægt og rólega við
PS4

peturm
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Lau 28. Mar 2009 20:50
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af peturm »

Ég er að nota SmartThings Hub, Fibaro og Qubino Dimmma. Alexa og Harmony. Aeotec og Fiabro hreyfi- og hurðaskynjara.

Með þessu stýri ég t.d. útiljósunum, þau kveikja og slökkva á sér með Geo klukku.
Rútanan virka daga dimmar öll ljós niður í ákveðið level þegar klukkan er 19. Þá fer ekkert á milli mála að púkinn þar að fara í náttfötin.
kl. 6:30 kveiknar á ljósum í ganginum og lýsist svo aðeins meira korteri seinna.

Þegar ég keyri rútinuna "nótt" slökknar á öllum tengdum ljósum, sjónvarpinu og hurðaskynjarar virkjast.
Þegar síðasti maður fer úr húsi gerist sama og nótt en að auki bætist við að hreyfiskynjarar virkjast.

Bæði Harmony og Alexa geta talað við SmartThings svo það er hægt að fara í alls konar æfingar þar. T.d. þegar valin er Harmony reglan "bio" fara ljósin í ákveðna stillingu, sjónvarpið og magnarin á ákveðnar rásir.

Ég mæli með vesternet.com, fín verð og kemur hingað heim hratt og vel.
Hinsvegar sá ég að fibaro.is hefur opnað og það eru fín verð í gangi þar ef verið er að taka lítið í einu.

Annars eru takmarkanirnar helst hugmyndaflugið.


Passið ykkur bara á því að það þýðir ekki að blanda saman Z-wave frá US og Evrópu!

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af blitz »

Er ég að skilja þessa Fibaro/Qubino dimmera rétt?

Lína - Fibaro/Quibno - Hefðbundinn rofi

Þetta kemur þarna á milli og breytir hefðbundnum rofa í dimmer + bætir við z-wave functionality?
PS4
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af russi »

Fibaro fæst allavega á þremur stöðum hér heima, hjá Icecom.is, snjallhus.is og fibaro.is.

Sá síðan að Síminn er að selja þetta líka, veit að þeir eru að prófa e-ð snjallheimilislausnir og eru t.d. með sér app fyrir það, hvort það tengist fibaro hef ég ekki hugmynd um.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af Sallarólegur »

Það er heill gangur af svona lausnum hjá Bauhaus
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

peturm
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Lau 28. Mar 2009 20:50
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af peturm »

russi skrifaði:Fibaro fæst allavega á þremur stöðum hér heima, hjá Icecom.is, snjallhus.is og fibaro.is.

Sá síðan að Síminn er að selja þetta líka, veit að þeir eru að prófa e-ð snjallheimilislausnir og eru t.d. með sér app fyrir það, hvort það tengist fibaro hef ég ekki hugmynd um.
Var ekki búinn að sjá þetta hjá símanum, flott verð á þessu þar.

Tyler
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af Tyler »

Síðan er líka lausnirnar hjá Lifx. https://www.lifx.com/ Ég hef verið með 3 perur frá þeim í nokkur ár.
Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate

Höfundur
Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Staðsetning: Nethimnaríki
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af Vilezhout »

Sallarólegur skrifaði:Það er heill gangur af svona lausnum hjá Bauhaus

Veistu eitthvað hvaða framleiðendur þeir eru með svona áður en ég fer að gera mér ferð ?
This monkey's gone to heaven
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af lukkuláki »

Vilezhout skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er heill gangur af svona lausnum hjá Bauhaus

Veistu eitthvað hvaða framleiðendur þeir eru með svona áður en ég fer að gera mér ferð ?
Bauhaus er allavega með Intertechno
https://www.bauhaus.info/funkschalter-f ... c/10000334
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af blitz »

Hvaða controller (gateway) eru menn að nota?

Vera? Smartthings? Fibaro? Homeseer?
PS4

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af wicket »

SmartThings brú hér, Harmony, Google Home, Hue og allskonar nemar, rofar og skynjarar frá hinum og þessum framleiðendum. Flest keypt í Bretlandi, einhverjar Fibaro lausnir frá Símanum.

Snilldin að hafa brú eins og Smartthings, gæti verið Vera eða eitthvað annað er að hún tengir þetta allt saman óháð framleiðanda. Ef tækið styður zwave, zigbee eða wifi er brúin gateway þarna á milli með svo beinni tengingu við Google Assistant.

Ég er með skynjara úti sem kveikir og slekkur á ljósunum úti eftir birtustiginu, ég er með dót á gluggatjöldunum í sjónvarpsherbergi sem draga upp og niður eftir birtustigi þannig að sólin nái aldrei að skína á sjónvarpið, smartlás á útidyrahurðinni, perur úti um allt eða innbyggða í rofann, rakaskynjara í votrýmum, reykskynjara og bara flest sem hægt er að tengja á einhvern hátt við brúnna hef ég uppfært til að geta stýrt því :)

Snilldin við Smartthings er hversu auðvelt er að bæta við tækjum, ef tækið er ekki opinberlega stutt er einfalt að bæta því við sjálfur með smá kunnáttu á kóðanum, sem er ekkert flókinn þar sem þetta er allt staðlað sbr. zwave og zigbee.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af hagur »

Spurning til ykkar sem eruð með Smartthings brú (eða aðra höbba). Í hve stóru húsnæði eruð þið? Er range ekkert vandamál? Hvar hafið þið brúnna staðsetta uppá optimal range um allt hús/íbúð? Ég er eins og er bara með Hue bridge og slatta af perum. Er í 211fm á 4 pöllum og er að lenda í einstaka veseni með ákveðnar perur/rofa, þar sem þær verða "unreachable" svona af og til. Þó á Zigbee að vera "mesh" þar sem hvert tæki relay-ar signali áfram.

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af wicket »

Er í 184fm á einni hæð. Range er ekki vandamál, einfaldlega vegna þess að öll Z-Wave tæki sem dæmi virka sem extenderar, séu þau tengd við rofa en eki keyrandi á rafhlöðu. Nær út á pall og allt auðveldlega. Hubbinn er bara í miðju hússins í tækjaskáp, lan tengdur.

Allir rofar t.d. í vegg eru þá að magna upp sambandið.
Eina sem maður þarf í raun að passa er að Z-Wave staðallinn keyrir ekki á sömu tíðni í USA og EU. Ég er með Smarthings brú frá Bretlandi þannig að öll tækin sem nota Z-wave verða að vera fyrir EU markað, annars virka þau ekki. En öll wifi tæki virka auðvitað óháð þessu sbr Hue bridge, Harmony Hub og allt það.

Svo er hægt að kaupa sérstaka repeatera.

xpider
Nörd
Póstar: 128
Skráði sig: Fös 02. Apr 2004 10:42
Staðsetning: The DarkSide
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af xpider »

Ég er með Vera Plus og er að nota danfoss hitastilla á tveimur ofnum og svo þrjá svona fibaro wall plugs.
Ég hef lengi verið að spá í einhverri lausn fyrir rúllugardínurnar hjá mér. Hvað eru menn að nota í þeim málum? og hvernig er það að reynast?
.::. Intel 6600 Quad @ 3GHz .::. 1xCorsair ssd 120 1xSeagate 2tb .::. 8800GT .::. 4x2GB .::. Shuttle XPC Prima .::.

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af blitz »

xpider skrifaði:Ég er með Vera Plus og er að nota danfoss hitastilla á tveimur ofnum og svo þrjá svona fibaro wall plugs.
Ég hef lengi verið að spá í einhverri lausn fyrir rúllugardínurnar hjá mér. Hvað eru menn að nota í þeim málum? og hvernig er það að reynast?
Ertu með einhverja reynslu af öðru en Vera?

Er að horfa á Vera Plus, Athom Homey og Smartthings.

Smartthings ódýrasta lausnin en skortir viðmót annað en í gegnum app - Vera virðist fá voðalega mismunandi dóma og Athom er nýr.
PS4

xpider
Nörd
Póstar: 128
Skráði sig: Fös 02. Apr 2004 10:42
Staðsetning: The DarkSide
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af xpider »

blitz skrifaði:
xpider skrifaði:Ég er með Vera Plus og er að nota danfoss hitastilla á tveimur ofnum og svo þrjá svona fibaro wall plugs.
Ég hef lengi verið að spá í einhverri lausn fyrir rúllugardínurnar hjá mér. Hvað eru menn að nota í þeim málum? og hvernig er það að reynast?
Ertu með einhverja reynslu af öðru en Vera?

Er að horfa á Vera Plus, Athom Homey og Smartthings.

Smartthings ódýrasta lausnin en skortir viðmót annað en í gegnum app - Vera virðist fá voðalega mismunandi dóma og Athom er nýr.
Nei, bara af Vera plus. Það var nýkomið út þegar ég var að skoða þetta og var að mér fannst það besta á þeim tíma. Athom lítur vel út en er svolítið dýrt.
.::. Intel 6600 Quad @ 3GHz .::. 1xCorsair ssd 120 1xSeagate 2tb .::. 8800GT .::. 4x2GB .::. Shuttle XPC Prima .::.

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Snjall ljósrofar

Póstur af blitz »

xpider skrifaði:
blitz skrifaði:
xpider skrifaði:Ég er með Vera Plus og er að nota danfoss hitastilla á tveimur ofnum og svo þrjá svona fibaro wall plugs.
Ég hef lengi verið að spá í einhverri lausn fyrir rúllugardínurnar hjá mér. Hvað eru menn að nota í þeim málum? og hvernig er það að reynast?
Ertu með einhverja reynslu af öðru en Vera?

Er að horfa á Vera Plus, Athom Homey og Smartthings.

Smartthings ódýrasta lausnin en skortir viðmót annað en í gegnum app - Vera virðist fá voðalega mismunandi dóma og Athom er nýr.
Nei, bara af Vera plus. Það var nýkomið út þegar ég var að skoða þetta og var að mér fannst það besta á þeim tíma. Athom lítur vel út en er svolítið dýrt.
Hvernig hefur Vera verið að reynast þér - ertu sáttur?
PS4
Svara