Hýsing á eigin server
Hýsing á eigin server
Eftir að hafa lagt allt mitt traust á 1984 í mörg ár er allt mitt búið að vera úti í heila viku. Póstur og fullt af vefjum undir fullt af lénum. Ég virðist vera í þessum 20% sem eru enn úti og óvíst að takist að bjarga. Og þótt það gerist þá hreysti ég ekki lengur multi-cluster serverum sem maður deilir með fullt af öðrum aðilum og eru afkastalitlir eftir því. Auk þess bjóða þeir ekki upp á jafn sjálfsagðan hlut og PostgreSQL gagnagrunn. Ég hef fulla samúð með þeim en hef því miður ekki efni á samúðinni. Ég verð að yfirgefa 1984.
Ég get hæglega sett upp vefþjón, póstþjón og gagnagrunn á eigin vél. DNS má svo redda með ýmsum hætti. Ég vil eiga serverinn sjálfur, ekki deila henni með neinum og hafa einn rótaraðgang að henni. En ég vil ekki hafa hana heima. Ég vil leigja hýsingu fyrir hana hjá aðila með öfluga tengingu út í heim sem geymir serverinn í kældu rými og annast örugga afritatöku því að mín vél getur lenti í hruni eins og aðrar.
Er einhver sem veitir svona þjónustu?
Kv. Bjarki
Ég get hæglega sett upp vefþjón, póstþjón og gagnagrunn á eigin vél. DNS má svo redda með ýmsum hætti. Ég vil eiga serverinn sjálfur, ekki deila henni með neinum og hafa einn rótaraðgang að henni. En ég vil ekki hafa hana heima. Ég vil leigja hýsingu fyrir hana hjá aðila með öfluga tengingu út í heim sem geymir serverinn í kældu rými og annast örugga afritatöku því að mín vél getur lenti í hruni eins og aðrar.
Er einhver sem veitir svona þjónustu?
Kv. Bjarki
Re: Hýsing á eigin server
Ég kann ekkert á þetta en geri ráð fyrir að það sé bara spurning um að hafa samband: http://www.datacentermap.com/iceland/reykjavik/
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 257
- Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
- Staða: Ótengdur
Re: Hýsing á eigin server
Ætli Advania og Opin Kerfi séu ekki bestir í því. Advania er með gagnaverið Thor í Hafnarfirði og Opin Kerfi eru „prefered partner“ fyrir Verne úti í Keflavík (Verne beina manni til Opinna Kerfa ef maður er lítill kúnni eða vill hýsta nettengingu, annars skaffa þeir manni bara colocation plássið en ekki nettengingu). Hef líka komið í colocation salinn hjá Símanum og salinn sem Basis voru með fyrir samrunan fyrir nokkrum árum, en þau litu talsvert minna pro út en þessi tvö gagnaver. Það eru örugglega aðrir aðilar í þessu líka en hef bara persónulega reynslu af Advania og Opnum Kerfum.
Re: Hýsing á eigin server
Það er næstum allt í boði, ef uppsett verð er borgað.
Síminn, Vodafone og fleiri, leigja út aðstöðu í tækjasölum en það kostar slatta.
Það þarf einnig að ganga í gegnum ferli varðandi físískan aðgang. Fá kort og kóða sem opnar.
Spurning hvort þeir leyfa einstaklingum sem eru ekki frá fyrirtæki að fara í salina.
Hvet þig til að gera alvöru athugun á því hvaða möguleikar eru til staðar og láta okkur vita, margir hér hafa áhuga má gera ráð fyrir.
Síminn, Vodafone og fleiri, leigja út aðstöðu í tækjasölum en það kostar slatta.
Það þarf einnig að ganga í gegnum ferli varðandi físískan aðgang. Fá kort og kóða sem opnar.
Spurning hvort þeir leyfa einstaklingum sem eru ekki frá fyrirtæki að fara í salina.
Hvet þig til að gera alvöru athugun á því hvaða möguleikar eru til staðar og láta okkur vita, margir hér hafa áhuga má gera ráð fyrir.
Re: Hýsing á eigin server
Við (í Loftmyndum ehf.) höfum góða reynslu af Advania Open Cloud. Rekum 12 virtal ubuntu servera í cloud-inu hjá þeim. Bæði ódýrara en að leigja brotajárn beint og skalanlegra. Getur stækkað vélarnar, meira minni, fleiri cpu osfrv í skemmri tíma ef þú ert með einhvreja heavy vinnslu og svo skalað niður aftur þegar verkefnið er búið. Ágætis viðmót á þessu hjá þeim getur sett upp frá template (eða gert templae) eða ISO. Myndi aldrei kaupa járn aftur fyrir vefserver.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hýsing á eigin server
Ég held einmitt að þetta geri það að verkum að 1984 verði lang öruggastir á Íslandi.
Það er allavega ein leið til að líta á þetta.
Það er allavega ein leið til að líta á þetta.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Hýsing á eigin server
er einhver hjá þessum?
https://www.digitalocean.com/
á smá inneign hjá þeim og ræsi stundum vél ef mig langar að prófa eitthvað eða fikta
https://www.digitalocean.com/
á smá inneign hjá þeim og ræsi stundum vél ef mig langar að prófa eitthvað eða fikta
-
- Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Hýsing á eigin server
Þegar ég hafði samband beint við Verne í tölvupósti og spurja um hvað það kostaði að hýsa nokkra servera þá áframsendu þeir mig á Nýherja.
Var að spurjast fyrir um kostnað viið að hýsa 2X1U server-a og eitt 4U JBOD Storage box. Ætla ekki að gefa upp verðtilboðið sem ég fékk frá Nýherja en ég get listað nokkrum atriðum varðandi þjónustuna sem þeir veita.
Innifalið í hýsingunni er tenging við samnýtt Internet með einni löglegri IP tölu og 50GB erlendu niðurhali per tæki (alls 200GB). Einnig getum við boðið hýsta eldveggja þjónustu sem kæmi sem viðbótarþjónusta, ef þörf er á.
„Aðgangur með fylgd er veittur viðskiptavinum sem ekki eru að leigja heilan skáp á Nýherja. Slíkt aðgengi krefst eftirlits þjónustumanns Nýherja. Greitt er fyrir slíka þjónustu skv. gjaldskrá Nýherja fyrir útselda vinnu. Æskilegt er að bóka fylgd í hýsingarrými með tveggja vinnudaga fyrirvara, þegar því verður við komið.“
Varðandi nettenginguna þá er þetta samnýtt Internettenging sem við notum fyrir okkur sjálfa og viðskiptavini. Við erum tengdir með 10Gbps tengingum til þriggja fjarskiptabirgja – uplink portið sem þú færð er 1Gpbs.
Var að spurjast fyrir um kostnað viið að hýsa 2X1U server-a og eitt 4U JBOD Storage box. Ætla ekki að gefa upp verðtilboðið sem ég fékk frá Nýherja en ég get listað nokkrum atriðum varðandi þjónustuna sem þeir veita.
Innifalið í hýsingunni er tenging við samnýtt Internet með einni löglegri IP tölu og 50GB erlendu niðurhali per tæki (alls 200GB). Einnig getum við boðið hýsta eldveggja þjónustu sem kæmi sem viðbótarþjónusta, ef þörf er á.
„Aðgangur með fylgd er veittur viðskiptavinum sem ekki eru að leigja heilan skáp á Nýherja. Slíkt aðgengi krefst eftirlits þjónustumanns Nýherja. Greitt er fyrir slíka þjónustu skv. gjaldskrá Nýherja fyrir útselda vinnu. Æskilegt er að bóka fylgd í hýsingarrými með tveggja vinnudaga fyrirvara, þegar því verður við komið.“
Varðandi nettenginguna þá er þetta samnýtt Internettenging sem við notum fyrir okkur sjálfa og viðskiptavini. Við erum tengdir með 10Gbps tengingum til þriggja fjarskiptabirgja – uplink portið sem þú færð er 1Gpbs.
Just do IT
√
√
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1784
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Hýsing á eigin server
thordc.com. Svo myndi ég skoða líka að leigja server frá aðilum eins og online.net, hetzner.com, ovh.ie.
Re: Hýsing á eigin server
Kannski það verði bara lendingin að vera með þetta heima á 1000Mb samabandi frá ljósleiðaranum úr því að maður hangir á fastri IP tölu meðan endabúanður er óbreyttur. Treysta því rafmagnið sé hæfilega stabílt og koma sér upp afritunarbúnaði sem lifir af áföll á servernum. Ég kaupi ekki tilboð um slices og sneiðar og hvað þetta er kallað. Ég hef verið að vinna á því sem RHÍ kallar öfluga sneið á ofurserver. Þessi helv. ofurserver er lengur að framkvæma einfaldar reikniaðgerðir en 20 ára gömul 486 tölva og ég er ekki að ýkja.
(Það er samt ekki út af RHÍ sem ég er að leita að nýjum stað. En eftir að sá mynd af stærðfærðidroppátinu í Pírataflokknum vera að fokka í hræunum hjá 1984 þá missti ég þá litlu von sem ég hafði á að endurheimta gögnin.)
(Það er samt ekki út af RHÍ sem ég er að leita að nýjum stað. En eftir að sá mynd af stærðfærðidroppátinu í Pírataflokknum vera að fokka í hræunum hjá 1984 þá missti ég þá litlu von sem ég hafði á að endurheimta gögnin.)
-
- Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Hýsing á eigin server
póstþjónn heima, það er ævintýri sem ég myndi ekki nenna sjálfur.
Just do IT
√
√
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hýsing á eigin server
BjarkiK skrifaði: (Það er samt ekki út af RHÍ sem ég er að leita að nýjum stað. En eftir að sá mynd af stærðfærðidroppátinu í Pírataflokknum vera að fokka í hræunum hjá 1984 þá missti ég þá litlu von sem ég hafði á að endurheimta gögnin.)
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Hýsing á eigin server
Hýsi Ferðaleit.is þarna á Dropleti sem kostar $5 á mánuði, en ég átti $60 inneign. Hef ekki orðið var við neinn niðritíma nema það sem ég get sjálfum mér kennt umHizzman skrifaði:er einhver hjá þessum?
https://www.digitalocean.com/
á smá inneign hjá þeim og ræsi stundum vél ef mig langar að prófa eitthvað eða fikta
Voru hins vegar að senda tilkynningu í gærkvöldi:
Hef litlar áhyggjur yfir því, og þetta verð er erfitt að toppa.DigitalOcean skrifaði:We are currently performing an urgent software upgrade impacting a subset of FRA1 physical machines. In most scenarios, this upgrade occurs seamlessly, with no impact to Droplets, however we have identified that a very small number of upgrades require manual intervention and may result in a brief Droplet downtime.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is