miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Allar tengt bílum og hjólum
Svara

Höfundur
gummier
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Sun 05. Nóv 2017 22:43
Staða: Ótengdur

miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af gummier »

Miðstöð í vw Golf 1600.árgerð 2004 blæs köldu (stundum smá volg)það er búið að skipta um miðstöðvarelement,vatnslás,vatnsdælur,skipt um tímareim,skipt um frostlög,búið að mæla hvort heddpakkning sé óþétt hún var ekki óþétt,það var skipt um heddpakkningu og olíuhringi fyrir 2 árum síðan og verkstæðið heldur a einhverskonar tregða virðist vera í vélinni sem hamlar rennsli í gegnum miðstöð,geturþað verið því vélinn virðist hitna eðlilega,ætti hún ekki að ofhitna ef það væri einhverskonar tregða?
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af rapport »

Þú ert búin að laga allt sem ég hef gert til að koma miðstöð í lag ever...

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af Hizzman »

gallaður vatnslás?
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af urban »

Hizzman skrifaði:gallaður vatnslás?
Já eða bara með vitlaust hitastig (semsagt ekki rétt týpa)
Það er allavega mín ágiskun miðað við hvað er búið að gera.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af kizi86 »

Buið að athuga með rofann sjálfan sem stýrir hitanum? Þe stjórntækin fyrir miðstöð inni í bílnum?
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

zetor
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af zetor »

kizi86 skrifaði:Buið að athuga með rofann sjálfan sem stýrir hitanum? Þe stjórntækin fyrir miðstöð inni í bílnum?
stundum er líka tregða í barkanum frá rofanum / takkanum ...ef þetta er ekki alveg orðið rafmagnsdrifið í þessar árgerð

frr
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af frr »

Eitt af þessu;
Spjaldið fyrir loftflæði í miðstöð færist ekki almennilega (best að rífa frá og athuga hvort element hitni.
Stífla í pípum í eða að elementi.
Nýi vatnslásinn er gallaður. Ef hann væri að rangri gerð, myndi það litlu breyta varðandi hita í miðstöð.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af urban »

frr skrifaði: Nýi vatnslásinn er gallaður. Ef hann væri að rangri gerð, myndi það litlu breyta varðandi hita í miðstöð.
Ef að hann er af rangri gerð, þá getur það breytt öllu varðandi hita í miðstöð.

Ef að hann hleypir í gegnum sig á öðrum hita en ætlað er þá fokkar það öllu upp.
Ég lennti akkurat í því með bíl sem ég átti, fékk og heitan vatnslás sem passaði og virkaði fullkomlega fyrir það sem að hann var hannaður fyrir, sem að var bara ekki bíllinn hjá mér.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Henjo
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af Henjo »

urban skrifaði:
frr skrifaði: Nýi vatnslásinn er gallaður. Ef hann væri að rangri gerð, myndi það litlu breyta varðandi hita í miðstöð.
Ef að hann er af rangri gerð, þá getur það breytt öllu varðandi hita í miðstöð.

Ef að hann hleypir í gegnum sig á öðrum hita en ætlað er þá fokkar það öllu upp.
Ég lennti akkurat í því með bíl sem ég átti, fékk og heitan vatnslás sem passaði og virkaði fullkomlega fyrir það sem að hann var hannaður fyrir, sem að var bara ekki bíllinn hjá mér.
Er það samt í alvöru? er þetta eitthvað flóknara en heitt vatn að renna í gegnum hitaelement? Kannski eru nýjir bílar með eitthverju öðruvísi dóti sem ég veit ekki um eða WV búnir að ofhanna eitthvað nýtt drasl. En jafnvel þótt þú myndir fjarlægja vatnslásinn þá ætti allavega miðstöðin að blása volgu.

Finnst mun líklegra að það er bara eitthvað spjald innan í miðstöðinni sem er ekki að færast frá kalda yfir í það heita. Enda ekkert óeðlilegt við að í gömlu bílum séu þeir annaðhvort fastir í heita eða kalda akkúrat útaf slíku vandamáli.

frr
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af frr »

urban skrifaði:
frr skrifaði: Nýi vatnslásinn er gallaður. Ef hann væri að rangri gerð, myndi það litlu breyta varðandi hita í miðstöð.
Ef að hann er af rangri gerð, þá getur það breytt öllu varðandi hita í miðstöð.

Ef að hann hleypir í gegnum sig á öðrum hita en ætlað er þá fokkar það öllu upp.
Ég lennti akkurat í því með bíl sem ég átti, fékk og heitan vatnslás sem passaði og virkaði fullkomlega fyrir það sem að hann var hannaður fyrir, sem að var bara ekki bíllinn hjá mér.
Málið er að það sem ég á við (og er almennur skilningur á þessu) með "gerð" er að hann opnar eða lokar á aðeins öðru hitastigi. Það gæti verið á 88 gráðum eða 92, 94, 96 gráður sem dæmi. Menn sem eru að tjúna bíla vilja "heitari" vatnslás.
Það skiptir ekki skít fyrir miðstöð ef hún fer aldrei í gang, því á endanum þarf að opna vatnslásinn, annað mál fyrir vélina. Comprendo?

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af Hizzman »

Sést nokkuð hvort vatnslás er notaður? Hefur ónýtur vatnslás etv einhvernveginn lent í umbúðum og verið tekinn sem nýr? Slíkt hefur gerst!
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af urban »

frr skrifaði:
urban skrifaði:
frr skrifaði: Nýi vatnslásinn er gallaður. Ef hann væri að rangri gerð, myndi það litlu breyta varðandi hita í miðstöð.
Ef að hann er af rangri gerð, þá getur það breytt öllu varðandi hita í miðstöð.

Ef að hann hleypir í gegnum sig á öðrum hita en ætlað er þá fokkar það öllu upp.
Ég lennti akkurat í því með bíl sem ég átti, fékk og heitan vatnslás sem passaði og virkaði fullkomlega fyrir það sem að hann var hannaður fyrir, sem að var bara ekki bíllinn hjá mér.
Málið er að það sem ég á við (og er almennur skilningur á þessu) með "gerð" er að hann opnar eða lokar á aðeins öðru hitastigi. Það gæti verið á 88 gráðum eða 92, 94, 96 gráður sem dæmi. Menn sem eru að tjúna bíla vilja "heitari" vatnslás.
Það skiptir ekki skít fyrir miðstöð ef hún fer aldrei í gang, því á endanum þarf að opna vatnslásinn, annað mál fyrir vélina. Comprendo?
Ég allavega lennti í þessu vandamáli með alveg eins vantslása nema mismunandi hitastig
Sunny 1.6 og sunny GTi
man ekki hvorn ég notaði í hinn (átti báða bílana), en með röngum vantslás þá hitaði miðstöðin sig aldrei í öðrum bílnum, fattaði þá að ég hafði notað rangan vatnslás og skipti og hann fór í lag.
Notaði síðan vatnslásinn sem að virkaði ekki í fyrri bílnum í seinni bílinn og þar virkaði allt eðlilega, þannig að vatnslásinn var klárlega í lagi.

Ég tek það fram að ég er engin sérfræðingur eða neitt og satt best að segja er bara ekkert of vel að mér í kælikerfi/miðstöðvarkerfi í bílum, hef aðeins vit á vélum, en það er meira díselvélar eftir að hafa farið í gegnum 1 stig vélstjóra fyrir mörgum mörgum árum, en þetta er mín reynsla, það getur vel verið að þetta hafi verið allt eitthvað annað sem að ég hef "óvart lagað" með því að rífa allt í sundur á sínum tíma, eða að vatnslásinn hafi staðið á sér í fyrri bílnum.

Þannig að ef að þú ert betur að þér í þessu og segir að þetta sé bull hjá mér, þá hef ég bara verið svona heppinn að þetta lagaði vandamálið hjá mér :)
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

frr
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Staða: Ótengdur

Re: miðstöð í Golf 2004 blæs köldu

Póstur af frr »

Ég er ekki bifvélavirki, en hef gert við mína bíla að langmestu leiti sjálfur,þ.m.t. skipt um tímareim. En ég er tengdur bifvélavirkjafjölskyldu, sonur minn hefur rifið vélar gersamlega í snepla og sett saman aftur, hann var einu sinni viss um að heitari vatnslás ylli því að miðstöðin hitaði ekki, en það var að sjálfsögðu rangt (rangt tengt minnir mig). Með BMW með um 4 gráðum heitari vatnslás (venjulega er ekki farið upp um margar gráður). Það eina sem gerist er að það getur tekið aðeins lengri tíma að hita miðstöðina. Ef það gerist ekki, bræðir bíllinn úr sér.
Þegar ég var á bíl með vatnslás sem lokaði ekki, þá fór miðstöðin ekki að hitna fyrr en eftur um 20 mínútur. Það er algeng bilun.
Það er líka algengt að miðstöðvar element sé fullt af drullu, sérstaklega ef menn setja vatnskassaþétti á bíla (sem á víst aldrei að gera, ef maður kemst hjá því, kannski skiljanlegt ef það kemur leki einhvers staðar úti á landi og fátt til ráða).
Svara