Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Póstur af Hrotti »

Eg er búinn að leigja bíl fyrir síðustu 2 árin og ætla að halda því áfram. Sá sem ég er á núna, er nissan qashqai 2016 sem kostar sennilega 3-4 milljonir og ég borga 86 þús á mánuði fyrir hann. Bíll á þessu verðbili lækkar örugglega um 500-600 þús á þessu ári, eða 40 - 50 þús á mánuði. Tryggingar ofl bætist svo við kostnaðinn auðvitað og menn geta þrætt um þær upphæðir eins og þeir vilja. Peningalega er líklega best að eiga áreiðanlega druslu fyrir lítinn pening en fyrir þá sem að nenna ekki druslum og geta borgað aðeins er þetta mjög fín lausn.

Ég leigi af sixt og þau hafa ekki verið með neitt vesen þegar við skilum eða skiptum bílum, og í raun bara þægileg. Það er auðvitað samt engin trygging fyrir að það verði alltaf þannig.
Verðlöggur alltaf velkomnar.

Höfundur
agnarkb
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Póstur af agnarkb »

Hrotti skrifaði:Eg er búinn að leigja bíl fyrir síðustu 2 árin og ætla að halda því áfram. Sá sem ég er á núna, er nissan qashqai 2016 sem kostar sennilega 3-4 milljonir og ég borga 86 þús á mánuði fyrir hann. Bíll á þessu verðbili lækkar örugglega um 500-600 þús á þessu ári, eða 40 - 50 þús á mánuði. Tryggingar ofl bætist svo við kostnaðinn auðvitað og menn geta þrætt um þær upphæðir eins og þeir vilja. Peningalega er líklega best að eiga áreiðanlega druslu fyrir lítinn pening en fyrir þá sem að nenna ekki druslum og geta borgað aðeins er þetta mjög fín lausn.

Ég leigi af sixt og þau hafa ekki verið með neitt vesen þegar við skilum eða skiptum bílum, og í raun bara þægileg. Það er auðvitað samt engin trygging fyrir að það verði alltaf þannig.
Mér var einmitt að bjóðast Chevrolet Cruze á 62 000 pr mánuð fram í júní frá Sixt. Freistandi þar sem það væru í raun einu föstu útgjöldin hjá mér.
Færi samt sennilega í aðeins minni bíl fyrir þröngar götur.
Leikjavél | ROG Strix X570-E | R9 3900x | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Enthoo Pro M
Svara