5-8porta switch heima, er eithvað betra en annað?

Svara
Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

5-8porta switch heima, er eithvað betra en annað?

Póstur af vesi »

Sælir,
Þarf að bæta við switch heima, ekki þarf ekki meira en 5-port, Var bara spá hvort það væri eithvað betra en annað í þessu 5-7þús flokki.

Get með engu móti séð að ég þurfi einhverja fítusa utan þessa standard.

Með von um skýr svör.
kv.Vesi
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 5-8porta switch heima, er eithvað betra en annað?

Póstur af hagur »

Nei það held ég ekki. Ég hef átt nokkra svona basic switcha í þessum verðflokki, frá Planet, CNet og TP-link og þetta hefur allt virkað flawlessly.

Í dag myndi ég líklega þó borga meira og fá mér switch frá Ubiquiti en það er bara af því að ég er með dellu.

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: 5-8porta switch heima, er eithvað betra en annað?

Póstur af asgeirbjarnason »

Ef þú þarft ekki neina sérstaka fídusa eins og VLAN, PoE, link aggregation eða álíka þá skiptir frekar lítlu máli hvaða sviss þetta er. Nánast allir gigabit svissar eru orðnir þannig að þeir geta svissað á því sem næst línuhraða á öllum portum samtímis.

Með þetta eins og flestar aðrar tæknivörur myndi ég samt ekki kaupa það allra ódýrasta. Þær vörur virðist einfaldlega líklegri að bila handahófskennt. Get staðfest einmitt það þegar kemur að svissum; ég sá um nettengingar grunn- og leikskóla Reykjavíkurborgar þar sem voru fullt af litlum cheapo svissum og ég þurfti miklu oftar að skipa um Planet og Trendnet verðklassann af svissum en Netgear og TP-Link verðklassann.

Hinsvegar er bilanatíðnin á unmanaged svissum almennt það lág, sérstaklega ef það er ekki í jafn fjandsamlegum aðstæðum fyrir raftæki og skólar eru, að þú þarft kannski ekki að hafa áhyggjur af því.
Svara