verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af kizi86 »

sælir, þar sem GullMoli kom með þennan frábæra þráð um bestu kaupin, þá langar mig að vita verstu kaupin ykkar.

þá helst tengdum raftækjum og tæknidóti en má samt alveg vera hvað sem er..

ég skal byrja á mínum.

Verstu kaup ævi minnar var gamla CompaQ Presario borðtölvan mín, sem ég keypti í BT fyrir alla fermingarpeningana mína.

pakkinn kostaði þá um 160.000kr
17" 1024x768 upplausn á skjá
amd k6-2 533mhz örgjörvi
256mb ram
10GB harður diskur
diskaskrifari (sem var þá algert premium)
og svo einhver forláta prentari sem virkaði varla
...

en nú kemur af hverju þetta voru verstu kaup ævi minnar... ég keypti þessa tölvu á föstudegi... á mánudeginum eftir kom ný tölva á markaðinn í BT, og það var intel pentium 4 2.0ghz! og á 3 dögum fór tölvan sem ég keypti úr því að kosta 160þ niður í 10þ krónur á brunaútsölu..


EDIT: fór vitlaust með nafn á þráðarhöfundi
Last edited by kizi86 on Mán 23. Okt 2017 13:32, edited 1 time in total.
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af rbe »

Allt brennivínið sem ég keypti á börum og í ríkinu yfir 13 ár ?
kostaði mig slatta í peningum, heilsuna alla með húð og hári og hafði afspyrnuslæm áhrif á aðra í kringum mig. ?
kostaði líka ýmislegt sem ég fer ekki nánar út i hér , það var alveg nóg ?
sá loksins ljósið og ekki "keypt" neitt svona rugl i 20ár.

svo kaupi ég ekki neitt lengur ef það er eitthvað "google" dót í því !
ekki hrifinn af þvi kompaný eftir s3 ruglið hjá mér (skelfileg kaup) og mis skemmtilega umfjöllun á netinu um google bullyinn.
"don´t be evil" ?
Last edited by rbe on Sun 22. Okt 2017 20:02, edited 3 times in total.
Skjámynd

peturthorra
FanBoy
Póstar: 793
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af peturthorra »

Logitech diNovo Mini lyklaborð, skelfilega hræðileg kaup. Sé ennþá eftir 25þús kallinum sem ég eyddi í það, fyrir hundrað árum síðan.
Lenovo Legion 5 - 2020 | Zyxel NAS 16TB | LG B8 OLED | PS5 | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af jonsig »

VW polo. Klárlega.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af Sallarólegur »

jonsig skrifaði:VW polo. Klárlega.
Sama hér.

2004 Volgswagen Polo, vélin ónýt eftir um 90.000 km.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af jonsig »

Sallarólegur skrifaði:
jonsig skrifaði:VW polo. Klárlega.
Sama hér.

2004 Volgswagen Polo, vélin ónýt eftir um 90.000 km.

Kassinn fór hjá mér, með látum í 89.xxx km hehe
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

techseven
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af techseven »

Þetta er ágætis tækifæri til að "væla" yfir þessum slæmu kaupum:

Keypti lítið notað móðurborð árið 2008: Asus Striker II Formula, svaka flottur pakki, því verður ekki neitað.

Hugsaði mér gott til glóðarinnar að yfirklukka Q6600 í góðum fílíng en við tóku nokkrir mánuðir af vonbrigðum sem enduðu með að móðurborðið dó.

Þetta var hið alræmda sjóðheita kubbasett sem átti sök að þessu: Nvidia 780i SLI

Ömurleg fyrsta reynsla af Asus móðurborði, hef notað Gigabyte og Asrock síðan þá...

En ég get kennt mér sjálfum um, ég rannsakaði þetta ekki áður en ég keypti!
Ryzen 7 1700 stock speed
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af Klemmi »

Ætli það sé ekki AirBerlin miðinn sem ég keypti fyrr á árinu fyrir útlandaferð núna um jólin :)

Eða 100þús kallinn sem ég keypti í hlutabréfum í Landsbankanum, svona korter í hrun (einu hlutabréfin sem ég hef nokkurn tíman keypt).
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af Viggi »

Klárlega Asus ZenFone 2 þegar ég ákvað að fara úr iPhone yfir í Android. 'akvað að prófa mid range síma og þvílíka vesenið sem maður lenti í. USB tengið í símanum brotnaði í tvent en náði að laga það svo var stöðugt battery leakage og kom aldrei uppfærsla til að laga það, allt of dimmur skjár svo í þokkabót varðu hægri hliðin á skjánum unresponsive. Merkilega var að maður þrjóskaðist við að eiga þetta rusl í ár fékk mér loks S7 Edge sem hefur ekki slegið fellipúst nema allt lakkið á home takkanum er flagnað af. þarf að tékka hvort það sé ekki í ábyrgð.

Þannig að EKKI kaupa síma frá ASUS :)
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af rapport »

Benz A140 - 1999, var frábær þar til Ræsir fór að nota varahluti úr Renault í hann (höfuð og stangarlegur).
Passat - 1999, var frúarvagn, spyrnur og spindlar voru á harakiri mode, það var endalust verið að skipta þessu út.

Öll föt sem ég panta á netinu, þau passa aldrei og eru alltaf úr einhverskonar öðru efni en ég stóð í trú um.
Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af FreyrGauti »

Duke Nukem Forever...

Melrakkinn
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Lau 28. Mar 2009 20:24
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af Melrakkinn »

Logitech G600, hef átt 2 stykki og vinstri músartakkinn fór í báðum á 3-4 mánuðum

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af ÓmarSmith »

14" Acer laptopin sem ég keypti 2009.

Mjög öflug og góð vél sem ég ætlaði aldeilis að nota á ljósmyndaferðum mínum...... var líka extra dýr vegna stærðar. Þarna var 13" of lítið og 15" og stórt og basicly ekkert í boði í 14". En hún var notuð í 1/2 skipti í ljósmyndaferð og síðan safnaði hún basicly ryki og endaði sem stream vél.

Hún kostaði slatta og lækkaði svo hratt minnir mig fljótlega eftir að ég keypti hana þannig að endursöluverð fór ansi hratt niður.

Ég hef alltaf álitið þetta vera verstu kaup.. amk í raftækjum sem ég hef gert.
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af einarn »

Frekar löng hdmi snúra frá ebay sem ég notaði síðan aldrei.
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: verstu kaupin ykkar (andstæðuþráður)!

Póstur af jericho »

Dare I say it? Pre-order á No Man's Sky... úff! Fyrsta og síðasta sinn ég pre-ordera leik.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Svara