urban skrifaði:Toyota umboðið er líka alveg þokkalega flinkir í eldri toyotum....
Það þýðir samt ekki að menn geti ekki gert mistök eða geti verið fljótfærir
Hef að mestu leyti góða hluti að segja um Toyota umboðið, en ég lenti í því með 2003 árgerð af Corollu að annað framljósið var alltaf að detta út.
Það var ýmislegt gert. Skipt um perustæði, það lóðað upp á nýtt, vandamálið hélt áfram, "rafkerfi bílsins mælt", og eitt skiptið var mér sagt að peran sem ég væri með virkaði ekki með bílnum, þeir hefðu skipt henni út og allt væri í fína.
Vandamálið hélt áfram stuttu seinna.
Að lokum kom í ljós að það hafði bara ekki verið vandað nægilega til verka þegar skipt var um perustæði, né þegar það var endurlóðað, og þegar þeir skiptu um peru þá hafði náðst tímabundið samband sem svo datt út. Loksins var þetta gert almennilega, en það var samt búið að kosta mig nokkrar ferðir á verkstæðið til þeirra, mikinn tíma og vesen.
Allt gott og blessað, en það að þeir segðu að peran sem ég væri með virkaði ekki með bílnum, bara vegna þess að þegar þeir skiptu henni út að þá logaði ljósið (hafði áður logað með hinni perunni), lét mig missa ákveðið álit á fagmennskunni.
Þannig það getur vel verið að aksturstölvan sé farinn í bílnum, en það að verkstæði umboðsins segi það myndi ég ekki endilega taka sem heilögum sannleik
