Jæja... þetta er allt saman komið, búið að taka netið út hjá ömmu svo núna er hún bara með sjónvarpið eins og það átti bara að vera
Það bættist reyndar nýtt vesen við þegar netið var tekið út því amma hringdi í mig í morgun og lét mig vita að myndlykillinn hjá henni fór ekki að fullu í gang, hann var bara fastur í ræsingunni eins og hann næði engu sambandi. Ég var búinn að vera í smá samskiptum við Vaktari hérna og hann ætlaði að skoða þetta fyrir mig í morgun en svo þegar vesenið með myndlykilinn bættist við þá var hann ekki við hérna (enda líklega að sinna vinnunni) svo ég gat lítið annað gert en að hafa bara beint samband við þjónustuver 365 (sem hefði kannski verið betra frekar en að tala við starfsmann þar hér á vaktinni því ef vandamál kemur svo upp og viðkomandi er ekki innskráður þá er það smá vesen

).
Ég talaði fyrst við þau á netspjallinu og þar var mér sagt að prófa að endurræsa allt bara, bæði ljósleiðaraboxið og myndlykilinn, svo ég fór til ömmu og gerði það oftar en einu sinni án árangurs. Þá hringdi ég í þau og þau ætluðu þá að senda opnun á myndlykilinn, sem tekur víst yfirleitt um 20 mínútur eða svo, en það hjálpaði ekkert. Þá var mér bent á að prófa að hafa samband við Vodafone og athuga málið hjá þeim og ég var varla búinn að vera mínútu í símanum við þá þegar rót vandans kom í ljós, það var einfaldlega búið að loka á ljósleiðarann sjálfan
Mér dettur í hug að mögulega hafi eitthvað í ferlinu á uppsögn á nettengingu lokað ljósleiðaranum í leiðinni svo forritararnir hjá 365 þurfa mögulega að skoða það eitthvað en ég er samt ekki alveg pottþéttur á því þar sem amma sagði að sjónvarpið datt út í gær en ég veit ekki betur en að netið hafi fyrst verið tekið út í dag og það eftir að hún hringdi í mig og lét mig vita af sjónvarpsveseninu. Mig grunar því að það sé kannski frekar að sjálf Gagnaveitan hafi lokað tengingunni af einhverri óskiljanlegri ástæðu. En það verður bara skoðað nánar ef þetta gerist aftur, ef ekki þá skiptir það svosem ekki öllu þar sem þetta er allt í lagi núna.
Að lokum vil ég bara þakka Vaktari fyrir veitta aðstoð og svo manninum sem ég talaði við hjá Vodafone sem bjargaði deginum (er ekki með nafnið á honum)

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]