Mig hefur dauðlangað í eitthvað af þessum nýju nánast bezel-less Android símum eins og Mi Mix og Galaxy S8, en því miður er ekki hægt að setja upp iOS á þeim og því er það ekki í myndinni fyrir mig eins og staðan er í dag.
Ég hef átt alla flóruna af snjallsímum (Android, iOS, Windows Phone), og iOS er að mínu mati besta kerfið af þeim þremur.
Þannig ég hugsa að ég "neyðist" til að fá mér iPhone X til að fullnægja græjufíkninni.
ZiRiuS skrifaði:...verri myndavél...
Hvað hefurðu fyrir þér í þessu?
Báðar myndavélar eru 12MP og með Optical Image Stabilization, á meðan S8 er með f/1.7 á meðan X er með f/1.8, sem er jú vissulega örlítið stærra ljósop. En ekki gleyma að iPhone X er líka með aðra 12MP telephoto myndavél, einnig með OIS.
Ég hugsa að ég myndi taka dual camera system framyfir svona örlítið stærra ljósop, sérstaklega þar sem Portrait tæknin hjá Apple lítur mjög vel út.
ZiRiuS skrifaði:...minna minni...
Það er löngu vitað að iOS þarf mun minna vinnsluminni en Android, án þess að vera eitthvað minna snappy.
Sama með batterísstærð. Betra optimization í iOS.
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS